Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

 
Bara um daginn minntist einhver á það við mig hve lítill munur væri á samfylkingunni og sjálfgræðisflokknum. Því var gaman að lesa eftirfarandi á heimasíðu sus: "Þá mun hann [þ.e. Sigurður Kári Kristjánsson] skerpa á þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir." Ekki seinna vænna að einhver taki sig til og skerpi stefnuna aðeins. Ekki gerði Landsfundur það, svo mikið er vízt.

Af einskærri eðlislægri meinfýsni minni má ég til með að minnast á þesssi ummæli Brynju Magnúsdóttur í grein á pólitík.is: "Maður fer nú að spyrja sig hver sé kallinn í brúnni – ríkisstjórnin eða Seðlabankinn?" Það er einstaklega vandræðalegt að skrifa geððeikt langa grein um efnahagsmál og opinbera svo í niðurlaginu (ég nennti ekki að lesa það sem stóð á milli þess og fyrirsagnarinnar) svo augljósa vanþekkingu sína. Nema þetta séu mistök.

Talandi um mistök. Í ræðu um daginn sagði fjármálaráðherra "Frá árinu 2003 hefur ríkistjórnin markað langtímastefnu í ríkisfjármálum, sem hefur miðast við að draga úr örum vexti útgjalda á þenslutíma. Fyrir vikið hafa auknar tekjur í uppsveiflunni leitt af sér myndarlegan afgang, sem hefur haft mikil áhrif til að draga úr spennunni undanfarin tvö ár. Í ár er áfram stefnt af því að ríkissjóður skili tekjuafgangi". Þetta eru reyndar borderline-mistök. Mér finnst ekki mega ráða annað af þessu en að skatttekjur hafi aukist um helling undanfarið og að ríkið hafi verið svo vinsamlegt að eyða tekjunum ekki heldur stinga þeim í vasann. Hvernig getur það gerst að skatttekjur aukist án þess að skattbyrði aukist? Jú, veltuskattar gætu skilað meiri tekjum en hluti ástæðunnar hlýtur að vera aukin skattbyrði. Fólk ber reyndar einnig byrðar af vaskinum. Skattalækkanirnar voru því húmbúkk.

Annað sem ÁMM segir er jafnvel meiri mistök beri maður það saman við yfirlýsingar GHH forvera hans. GHH vildi aldrei viðurkenna að ríkisútgjöld væru að aukast. ÁMM segir hins vegar þá stefnu hafa verið markaða að draga úr örum veksti útgjölda á þenslutíma. Hann talar bara um að draga úr örum veksti og vill því líklega að vöksturinn sé aðeins hóflegur.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]