Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, desember 28, 2006

 
Fólk gerir ýmis konar mistök við að túlka heimin. Ein þeirra felast í því að tengja fjarlæga atburði við fjarlæga hópa. Þannig er fólk til dæmis líklegt til þess að tengja glæpi eða félagsleg vandamál við útlendinga þrátt fyrir að enginn grundvöllur sjer fyrir því. Reyndar kann fólk að gera það þrátt fyrir að þekkja tölfræði sem bendir til hins gagnstæða. Þannig má sjá innflytjendur á Íslandi tengda við öfgahópa múslíma þrátt fyrir að sárafáir múslímar sjeu á Íslandi.

Andstæðingar útlendinga (sem vilja ekki gangast við því að vera rasistar þrátt fyrir að vera fylgjandi málefnalegum umræðum) nota gjarnan þá rökræðutaktík að vitna í það sem einhver annar sagði eða skynjun annarra á ástandinu erlendis eða eigin skynjun. Sjaldan hef jeg heyrt þá not röksemd sem byrjar á þessa leið: „rannsóknir hafa sýnt fram á...“.

Þess má svo geta að önnur túlkunarvilla felst í því að heimfæra neikvæða hluti upp á þá sem falla í stereotýpuhópa sem maður telur slæma. Þannig myndi jeg hafa hneigð til þess að muna frekar eftir öllu vondu við rasista. Ekki það að sú hneigð, að því leyti sem hún kann að vera til staðar, haggi við sjónarmiðinu heldur leiðir hún frekar til þess að orðinu „gjarnan“ sé ofaukið.

Ummæli:
Já kannski eru rasistar ekki upp til hópa heimskingjar, einfeldningar og dónar. Kannski eru þeir upp til hópa meiriháttar gæjar og gellur, bara þegar maður kynnist þeim. Á eftir að tékka á því sjálf.
 
Meiriháttar á nú varla við. Almennt finnast mjer þetta vera einfeldingar eða íhaldsmenn. Algengur fídus eru sjálsmyndarvandamál sem rasistarnir bæta með því upphefja Ísland en tala illa um aðra ("jeg er í góða liðinu").

Mjer finnst þetta ekki hrokafullt af mjer.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]