Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, desember 22, 2006

 
Frískandi áróður hjá sús. Varla margir kristilegir íhaldsflokkar sem gera betr. Annars finnst mjer fólk almennt vera frekar meðvitað um það að jólin eru ekki kristilegt fyrirbæri heldur er kristilegi þátturinn afleiðing óvinveittrar yfirtöku (e. hostile takeover) enda er alls óvízt að Jesúm hafi fæðst 25. desember. Ekki það að hann hafi þurft að fæðast þar sem guðdómurinn er þríeinn (einn er þrír og þrír eru einn) þannig að Jesúm hefur verið til jafn lengi og hinir tveir. Nema auðvitað þríeini guðdómurinn hafi orðið til með samruna. Hvað veit maður, leikmaðurinn svo sem?

Yfir í annað. Úngir frjálshyggjumenn virðast vera hættir að uppfæra síðu sína. Sem er e.t.v. ágætt ef þetta er almennt viðtekið:

Hver einstaklingur setur sér sín eigin siðferðisgildi. Allt er það gott og blessað, svo lengi sem ekkert ofbeldi hlýst af. Ef þú vilt að þau gildi sem þú hefur sett séu látin í friði, ber þér að sjálfsögðu skylda til þess að virða þau siðferðisgildi sem aðrir setja. Það er rangt að troða eigin siðferðisgildum upp á annað fólk. Þetta virðast þó sumir ekki skilja.“
- HJ

Hjer er brugðið útaf hefðbundna frjálshyggjustefinu og farið inn á enn undarlegri braut siðferðislega. Það er eitt að segja að lögin megi ekki banna fólki að gera, annað að frelsi fólks til þess að velja sjer siðferði eigi að koma í veg fyrir gagnrýni á siðferði. Ef maður hittir einhvern með asnalegt siðferði er hollt og gott að kýla viðkomandi í magann (varúð! myndlíking), t.d. ef um er að ræða forpokaðann kristilegann íhaldsmenn sem vill loka konr inni, útrýma samkynhneigð o.þ.h. Því miður er þess háttar fólki reyndar sjaldnast viðbjargandi.

Og enn eitt. Það er athyglisvert hvernig maður vísar í tiltekinn eiginleika eða nokkra saman þrátt fyrir að verið sje að vísa til enn fleiri eiginleika. Að einverju leyti er jeg að vísa til stereo-týpu með því að tala um kristilega íhaldsmenn en að öðru leyti er jeg að vísa til eiginleika sem jeg tengi við fólk af þessu tagi. Þessi athugasemd er merkilega augljós sona „in retrospect“.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]