Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, desember 14, 2006

 
Nú ræð jeg Kim Il-sung heilt og hann asnast til að gera eins og jeg segi. Er jeg þá vondur? Pínu?

Þessi fátæktarskýrsla er ljeleg. Segir ekki neitt. Allar breyturnar sem eiga að skýra fátækt eru aldurstengdar (þ.e. fjöldi barna og hjúskaparstaða) án þess að nokkur tilraun sé gerð til þess að skýra hver vegur þyngst eða hvednig þetta tengist allt. Er niðurstaðan sú að það eigi bara að styrkja úngt fólk? Nei, það er svo ýjað að því að únga fólkið sje í námi hafi þess vegna lágar tekjur um skeið. Frekar slappt að tala um að hreyfanleikinn sé „lauslega áætlaður“ og láta þar við sitja. Lauslega áætlað er tvíbreiður Suðurlandsvegur bruðl.

Það er athyglisvert í könnununni að lönd sem eru íhaldssöm í siðferðismálefnum búa við hærra hlutfall fátækra barnafjölskyldna (nema Svissland). Reyndar eru þessi ríki flest engilsaxnesk og tekjudreifing þar er almennt meiri en annars staðar (o.fl). En þar sem fjöldi barna er ein skýribreyta fátæktar er tækt að halda því fram að íhaldssemi í siðferðismálefnum stuðli að fáfræði og ábyrgðarleysi í kynlífi sem svo aftur ýti undir að fólk eignist bödn án þess að vera í aðstöðu til þess að ala önn fyrir þeim. Það er freistandi að halda því fram að fylgni atvinnuþáttöku kvenna og fátæktar styðji við þessa kenningu.

Hvað sem því líður er ljóst að skýrslan segir fátt annað en „það eru til fátæk bödn á Íslandi skv. OECD mælikvarða“. Söpræs, það er fóður fyrir fólk sem vill fella pólitískar keilur (sem var tilgangur skýrslunnar). Þetta mun því enda með breikkun Suðurlandsvegar.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]