Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, apríl 28, 2006

 
T I L K Y N N I N G

Af gefnu tilefni tilkynnist hér með að mjer leiðist að vera uppnefndur frjálshyggjumaður. Eigi að síður skal jeg gangast við því að vera hygginn og sæmilega frjáls.


Tengt tilkynningunni, það er umdeilanlegt hvort eintómir frjálshyggjumenn hafi flutt tjéða breytingartillögu.

fimmtudagur, apríl 27, 2006

 
Þessi fyrirvari er síst ofmat.

 
þarf forsetinn enn að skrópa vegna fjölmiðlafrumvarps. Það er mikið á hann lagt.

miðvikudagur, apríl 26, 2006

 
Í gær hitti ég Alan Greenspan (eða tvífara hans) á förnum vegi. Það var gaman. Jeg huxaði með mjer: „svona fer fyrir þessum Seðlabankastjórum, o sei sei, o já" en maðurinn var heldur óásjálegur.

mánudagur, apríl 24, 2006

 
"We resolve to make the IMF more fit for purpose in a global economy and more able to address challenges that are quite different from those of 1945, when the IMF was created," sagði Gordon Brown. Þetta er ekkert grín enda leið Bretton-Woods kerfið sem IMF var ætlað að sinna undir lok 1971. En það þýðir ekkert að gráta dauðan hest, IMF verður að halda áfram.

sunnudagur, apríl 23, 2006

 
Hvað eiga rómverjar, germanir og íbúar borga á borð við Manilla, Calcutta, Mexikóborgar og Peking sameiginlegt?

I don’t want no scrub
A scrub is a guy that can’t get no love from me
- TLC

Reyndar ljeleg samlíking.

laugardagur, apríl 22, 2006

 
En af hverju eru alþingismenn að beita sér fyrir því að þúsund ára gömlum hefðum sé varpað fyrir róða? Af hverju má ein elsta hátíð íslensk ekki fá að vera í friði fyrir svona hundakúnstum?
- Andríki 20. apríl

Vonandi er raunveruleg ástæða fyrir „borgaralegum fermingum“ ekki einfaldlega sú að eitthvert fólk hefur ama af því hvílíkur fjöldi ungmenna velur að láta ferma sig í kristnum kirkjum landsins ...
- Andríki 22. apríl

Af hverju eru vefsíðan hlutlaus um siðferðilegt inntak mannlífsins þar til það kemur að einhverri íhaldssemi? (ekki það að vefsíður geti haft skoðanir) Er það ekki pínu hallærislegt?

föstudagur, apríl 21, 2006

 
Ef Þráinn Eggertsson hefur rétt fyrir sjer um "colonial trap" þá er hægt að stöðva framrás einstaklingshyggjunnar. Nýtt járnlögmál, takk.

 
Í ritgerðinni Um þekkingu Íslendinga á rómverskum og kanónískum rétti frá 12. öld til miðrar 16. aldar gefur Sigurður Líndal það sterklega í skyn að Íslendingar hafi verið ágætlega menntaðir um erlendar hugmyndir og í þokkalegum tengslum við evrópskan fræðaheim. Í ritgerð með enn lengra nafn segir Þráinn Eggertsson að Danir hafi verið æstir í að einangra Ísland. Kenning Þráins er afar góð út frá sjónarhóli almannavalsfræði. Kannski ágæt líka frá marxísku sjónarhorni. Ef Þráinn myndi fordæma skipulagið og minnast aðeins oftar á konur væri hann með feminismann á hreinu líka. Hvað um það, var einugrun eða ekki? Var hún bara efnahagsleg?

Ef maður gæti nú skrifað eins og Þráinn.

 
I'm Caligula!
Which Historical Lunatic Are You?
From the fecund loins of Rum and Monkey.

Eimmitt.

 
Nútíminn er æði.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

 
Það væri gaman ef borgastjórnarkosningarnar tækju að snúast um flugvöll sem aldrei fer.

Rifrildi íhaldsmannsins hjartar og sósíalistans hildar eru enn skemmtilegri. En það skil ég minna en flugvallarmálið.

Mjer sýnist það vera grunnhyggið að halda því fram að aukin atvinnuþáttaka kvenna hafi aukið framleiðsluna til muna. Héldu konur bara að sér höndum áður en þær fóru á vinnumarkaðinn? Voru þær bara eins og olíulind sem býður eftir því að einhver tappi af sér?

miðvikudagur, apríl 19, 2006

 
Frjálslyndir jafnaðarmenn hafa verið nefndir hækja auðvaldsins þar sem þeir gera auðmagnsskipulagið bærilegra. Það er eigi að síður umdeilanlegt hvort þunglyndi, firring og önnur einkenni nútímans yrðu minni í hreinræktuðu auðmagnsskipulagi (e. unfettered capitalism). Eru ekki gallinn við frjálslynda jafnaðarmenn sá að þeir hefta framrás auðmagnins og tefja fyrir draumalandinu? (eða standa í vegi fyrir því)

Í Kastljósinu var fyndinn rasisti. Eins og aðrir rasistar var höfðueinkenni hans hve sorglegur hann var en þessi aukafídus var á manninum. Hann var viss um að útlendingar yllu vanda. Hvenær? Þegar A-Evrópa fær að taka þátt í innri markaði evrópu fyrir alvöru. Fólkið í Eistrasaltslöndunum er ágætt, ég hef verið þar. átök eru vond og íslendingar mega ekki vera minnihlutahópur. Bezt að útlendingar og aðrir séu minnihlutahópar, ekki nenni ég því.

Mjög þjóðlegt. Þar sem allir þjóðernissinnaðir Íslendingar telja róstursamasta skeið Íslandssögunnar hið glæsilegasta var maðurinn á móti átökum. Mjög hetjulegt. Gott að takast á við sjálfsmynd sína og umheiminn og sjá að breytingar hljóti að vera vondar þar sem þær leiða til átaka.

Everybody knows that the boat is leaking
Everybody knows that the captain lied
Everybody got this broken feeling
Like their father or their dog just died
- Leonard Cohen

Það má nú finna margt í þessu lagi. Þetta er skemmtileg þjóðfélagsádeila. Tedium er réttur dagsins. Held ég sleppi eftirréttinum.

föstudagur, apríl 14, 2006

 
Þann 26. janúar 1986 auglýsti Samvinnubanki Íslands 40.03% ávökstun á hávaxtareikningum sínum sem var verðtryggður. Það er miður að Samvinnubankinn er farinn á hausinn. Útvegsbankinn heitir í sama blaði að bjóða betur. Ávöxtun sf. býður einnig upp á nýjungar. Bónus reikningur Iðnaðarbankans þótti beztur til seks mánaða. Svo er fylgst vel með markaðnum. Inn- og útlánsvekstir bankannar eru birtir í mogganum. Good times.

fimmtudagur, apríl 13, 2006

 
Everybody knows that you’ve been faithful
Ah give or take a night or two
Everybody knows you’ve been discreet
But there were so many people you just had to meet
Without your clothes
And everybody knows
- Leonard Cohen

Ég fíla ekki forklifun. Eigi að síður finnst mér everybody know skemmtilegt lag. Tekstinn er voða skemmtilegur á köflum.

 
Hagfræðin getur eiginlega ekki útskýrt ris óðalsréttar á tuttugustu öld. Almannavalsfræðing ætti reyndar almennt að duga til að svara spurningum um búnaðarkerfið en ekki hér.

Í tízku er komin stafsetningarvillan "kv" í stað "hv". Hefi jeg gert hana tvisvar síðustu tíu árin. Bæði skiftin í þessum mánuði. Af kverju ákvað fólkið að nota "é" í stað "je". Manni finnst mun meira koma til "rjettar" en "réttar".

Rómantízkar myndir geta verið smáborgaralegar. Þannig sá jeg í gær mynd í hverri boðskapurinn var sá væri maður hæfilegur smáborgari myndu örlögin færa manni ástina. Ef satt, kann maður að hafa jafn mikið með þessa ást að gera og fótbrot.

Var þetta úrdráttur?

miðvikudagur, apríl 12, 2006

 
„Enginn getur afhent meiri rjetteeða annan, en þann, sem hann hefir sjálfur, og ekki verður annað af manni tekið, en það sem hann hefir; með hjónabandi fæst og eigi meir, en til var hjá mannsefni eða konunefni..."

- Bjarni frá Vogi 1919

Einstaklega skemmtileg samlíking.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

 
Af hverju er allir svona fastir í því að nauðsynlegt sé að framleiða fýsíska hluti? Fyrir utan nauðþurftir virðist engin ástæða til þess að ætla að svo sé. Það geta allir þeim sem ekki framleiða mat unnið við að sálgreina hina. Er þetta eitthvað við framleiðsluhugtakið? Maður framleiðir ekki þjónustu?

 
"The church says the earth is flat, but I know that it is round, for I have seen the shadow on the moon, and I have more faith in a shadow than in the church."

- Magellan

Svo segir einhver prestur í mogganum að maður ætti að fá sér líftryggingu. Fuss, fá nafnið sitt skrifað í einhver gullbók svo mar komist til himna. Þá kýs maður nú frekar Gullbók Kaupthings banka. Er ekki best að lifa áður en maður deyr?

mánudagur, apríl 10, 2006

 
"God gave the earth to the human race: why then have I received none?"
- Proudhon

Þessi maður er skemmtilega kaldhæðinn og talar umbúðalaust.

sunnudagur, apríl 09, 2006

 
Klemenz Jónsson í umræðum um vatnalögin (ekki 2006): "Jeg vildi nú óska þes að háttv. deild fagnaði vel svo gömlum og góðum gesti, sem þetta frv. er, gerði vel við hann meðan hann dvelur í deildinni og fylgi honum síðan með öllum veg úr hlaði".

 
"En það sýnist svo, sem Filippus hafi þó viljað eptirskilja Alexander einhvern sigur að vinna" segir Hannes Hafsteinn í málfarskarpi sem upp kom vegna miður góðs málfars og lélegrar þýðingar fyrstu íslensku höfundalaganna.

föstudagur, apríl 07, 2006

 
North: Þetta er spurning um að bregðast við óvissu
Haeyk: Þetta er spurning um að hagnýta upplýsingar sem eru engum einum gefnar

Er þetta sama nálgunin?

Sá sem hefur ekki upplýsingar býr við óvissu og sá sem býr við óvissu hefur ekki upplýsingar. North notar reyndar sérstakt óvissu hugtak (ekki til líkindadreifing fyrir óvissu), líkt og Hayek notar sérstakt upplýsingahugtak (talar reyndar um þekkingu en á eiginlega við upplýsingar plús "know-how").

 
Eftir síðasta útdrátt ríkisskuldabréfa hefur aldeilis grynnkað á skuldum ríkisins gagnvart mér. Núna lána ég ríkinu bara eitthvað smotterí.

Það eru marktæk tengsl á milli BNA-Mexíkó stríðsins og atlaga Bandaríkjahers að indíánum. Virðist hafa gerst með stríð í BNA að árásir á indíána jukust í kjölfarið. Sem segir manni eiginlega að her, við ákveðnar aðstæður, framleiði stríð.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

 
Friðrik Vinding Kruse var flippaður gæji. Hann átti ekki skilið að fá Örsted-medalínu fyrir Ejedomsret.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

 
Skyldir maður ekki rekast á hugmyndir manna um lögréttu og fylkjaskipulag á Íslandi í Alþingistíðindum. Þrátt fyrir að vera ekkert agalega framúrstefnulegar hugmyndir eru þær mun frumlegri en það sem fram hefur komið á yfirstandandi þingi.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]