Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, mars 16, 2007

 
KMA bloggar:

"Þeir sem ekki hafa séð With god on our side: The rise of the religous right ættu að gera það núna. Nauðsynlegt er að kaupa han því eintakið sem ég sá og var í eigu Laugarásvideo hefur verið stolið."

Leiðinlegt að Linuxinn minn vilji ekki gera íslenzkar gæsalappir. En rétt er að taka undir hvatningu Kristins enda er hann glöggskyggn og skarpvitur.

Og fyrst minnst er á hressa trúmenn þá var heilsíða í DV hvar auglýst var heimslitaráðstefna/fundur af aðventistum. En þeir aðhyllast einmitt árþúsundarhyggju (e. millenianism) og bíða spenntir eftir brotthrifningunni ef jeg man rétt. En í henni felst að allir sanntrúaðir verða numdir af jörðinni á meðan ráðið er niðurlögum hins illa eða eitthvað annað viðlíka skemmtilegt.

Fyrir utan það hversu margar setningar jeg byrja á aðaltengingu er athyglisvert hversu illa geimverur passa inn í þessa heimsmynd. Er gvöð svo mikill húmoristi að geyma illa lyktandi, syndugt og breyskt mannfólkið á rykkorni í alheiminum og láta baráttunni milli góðs og ills ljúka þar? Eða er hann að leika sama leikinn á fleiri plánetum?

Ekki þar fyrir að það skipti alvitran gvöð máli þar sem hann vissi hvernig þessu myndi ljúka áður en maðurinn var skapaður. Og reyndar áður en maðurinn var skapaður þar sem gvöð vissi að hann myndi skapa manninn og hvernig. Og hann hefði ekki getað skipt um skoðun því að þá hefði hann ekki verið alvitur. Eða eins og máltækið segir "god does not play dice".

Sem er leitt því það getur verið allskemmtilegt.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]