Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, mars 15, 2007

 
Nokkrum sinnum hefur maður lesið á frjettir af fólki sem telur að trúfrelsi feli í sjer rjett til þess að krefjast þess að hlutir andstæðir trúnni sem annað fólk (þ.e. hinir vantrúuðu) tíðkar verði bannaðir. T.d. myndu einhverjir katólikkar telja eðlilegt að bannað væri að ræða samkynhneigð á leikskólum vegna trúfrelsis „katólskra“ barna. Lögfræðingurinn myndi sjálfsagt segja að hjer væri um framsækna lögskýringu að ræða. Reyndar er hún ekki fráleit þar sem það tíðkast að neikvæði mannréttindi verði jákvæð og að sum réttindi „trompi“ önnur. Í þessu tilviki væru slíkar skýringar hins vegar vart tækar. Ennþá.

Creme Catalan er spænsk útgáfa af Creme Brulee, sumir segja upprunalega útgáfan. Nokkuð ljúffengt. Búðingurinn er útbúinn með því að hræra saman 6 eggjarauður og 150 g af sykri. Við það er blandað 750ml af soðinni mjólk blandaðri með límónuberki og kanil. Þremur teskeiðum af maíssterkju loks hrært við og blandan soðin á ný í rólegheitum (hræra). Sett í skál/ar og inn í ískáp. Rétt fyrir framleiðslu er strásykri sáldrað yfir og hann brenndur. Nokkuð einfalt. Í stað mjólkur má nota sojamjólk en það gerir því miður litinn frekar leiðinlegann.

„Socialist, anti-family political movement that encourages women to leave their husbands, kill their children, practice witchcraft, destroy capitalism and become lesbians.“
- Pat Robertson um feminisma

Þessi hressi kadl taldi einnig að hýr helgi einhvers staðar í Flórída kynni að leiða til flóða, hvirfilbyla eða jafnvel loftsteins. Og þar sem hvirfilbylir ganga reglulega á land við suðurströnd BNA er það bara tímaspursmál hvenær hann getur fullyrt „sjáiði bara!“. Verandi trúleysingi hefi jeg afar sterka siðferðikennd og gæti ekki logið sona en mikið væri það nú indælt að vera televangelist í BNA.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]