Kurteislegt brjev til kanselísins

mánudagur, júní 04, 2007

 
Það er leiðinlegt að lesa umræður um reykingabann. Alltílæ, hamingjuþenkjandi nytjahyggjumenn geta svo sem fundið rök bannsins í hjarta sínu. Þeir eru hins vegar plebbar. Og þegar röksemdafærslan er orðin „reykur er óþægilegur fyrir flesta, bönnum hann“ er augljóslega verið að opna á fleiri bönn, t.a.m. banni við háværri tónlist, ljótum fötum, óþægilegum stólum, vondum kokteilum, vandræðalegum bröndurum og ljelegum dönsurum.

Ljelegir dansarar eru einmitt óþolandi. Hvers á maður að gjalda þegar öll dansgólf höfuðborgarsvæðisins eru sneisafull af lúðum sem varla ná að rugga hausnum í takt við tónlistina og leggja meiri áherslu á að kanna brjóstaskorur og súpa af ginblöndunni sinni en að dansa? Öll ærleg dansfíbbl hljóta að vera sammála því að hjer er aðgerða þörf.

Uppslátturinn um skýrslu Hafró er tekinn töluvert úr samhengi af öllum. Fyrir það fyrsta er vert að benda á að Hafró er að leggja til breytingu á aflareglu (þ.e. að veidd verði 20% stofnsins en ekki 25%). Hluti niðurskurðarins kemur af þeirri ástæðu. Þá er rjett að hafa í huga að allir stofanar aðrir en þorskstofninn eru í ágætum málum. Það er því ekki tækt að draga þá ályktun að fiskveiðistjórnkerfið sje ekki virka. Líklegri skýring er sú að vísindin sjeu ekki að virka.

Fyrir þá sem ekki vita er nauðsynlegt að gera greinarmun á fiskveiðistjórnun annars vegar og rannsóknum á stofnstærð og ráðleggingu um veiðar. Það hlutverk sem Hafró sinnir yrði sinnt af einhverjum í öllum mögulegum fiskveiðistjórnkerfum. Ef Hafró byggir á ljelegum vísindum og af því leiðir ofveiði skiptir engu máli hvort fiskveiðistjórnkerfið sje kerfi framseljanlegra aflahlutdeilda, sóknardagakerfi eða hvað annað. Reyndar yrðu ofveiðiafleiðingarnar alvarlegri en ella í sóknardagakerfi en það er önnur saga. Grundvallaratriðið er það að skilji menn ekki lífríkið nægilega vel getur ekkert manngert fiskveiðistjórnkerfi bjargað málinu.

Hin „svarta skýrsla“ Hafró leiðir því ekki til þess að nauðsynlegt sje að hverfa frá kerfi framseljanlegra aflahlutdeilda. Hvort heldur sem er fræðilega eða empírískt hefur ekkert kerfi reynst betur (ef frá eru taldar frumbyggjaveiðar sem eru a.m.k. sjálfbærar en bann við notkun tækni er varla álitlegur kostur).

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]