Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

 
Á bloggsíðu Hannesar Gissurarsonar má finna athyglisverðar glærur frá fyrirlestir hans á Kynjafræðiráðstefnu í HÍ. Yfirskriftin er „Hallar á konur?“ og röksemdafærslan er á þessa leið: 1) Jafnstaða er ekki sjálfstætt markmið og því á jöfnun ekki rjett á sjer 2) Konur hafa það í raun mjög gott enda síður þúnglyndar og hafa meira völd en þeir átta sig á 3) þess fyrir utan er markaðurinn beztur. Af því er svo dregin niðurstaðan 1) jafnréttisiðnaðurinn er vondur 2) konur eiga að hafa jafn mikið frelsi og karlar 3) markaðurinn frelsar konur.

Nú leiðir niðurstöðu 1) og 2) strangt til tekið ekki af röksemdafærslunni eins og hún birtist á glærunum. Og rökin fyrir niðurstöðu 3) er í reynd bara tilvísun í Gary Becker.

Hvað sem því líður. Þetta er gull:

„Kynskiptingar: Fleiri karlar breyta sér í konur en öfugt“
- sjá glærur HHG

Af einhverri ástæðu leyfa frjálshyggjumenn sjer að vera mjög á móti feminisma. Þar sem frjálshyggjan er ósiðleg (að því leyti sem hún heimilar manni ekki að vera á móti ósiðlegri breytni) gengur það vart upp. Frjálshyggjumenn geta ekki verið á móti feminisma nema að því leyti sem hann krefst valdsboðs eða fjárútláta hins opinbera - ekki þegar hann gagnrýnir ríkjandi viðmið og gildi.

Sem afhjúpar marga frjálshyggjumenn sem íhaldsmenn. Í stað þess að þola siðaumvandanir feminismans og andæfa valdabrölti þjóðkirkjunnar þá þola þeir valdabrölt þjóðkirkjunar en andæfa siðaumvöndunum feminismans.

Sem er svo allt í læ þar sem frjálshyggjumenn og íhaldsmenn eru í bandalagi. Meðal annars gegn marxískum tón feminismans. Sem sjálfsagt undirstrikar að umfram allt vilja frjálshyggjumenn kapítalisma - hvað sem kenningin segir.

Ummæli:
Það er aldeilis að Bourdieu hefur hrist upp í þankagangnum hjá þér!
 
uhhh...ertu orðin femínísti?
 
Uhh, já.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]