Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

 
Lögfræðingar eru hræsnarar. Þeir hjúpa sig skikkju rjettarríkisins, vísa til æðri gilda og ytri viðmiða sem ráða öllu um niðurstöðu rjettarkerfisins. Þegar öllu er á botning hvolft gera lögfræðingar hins vegar ekkert annað en að verja hagsmuni ríkjandi stjetta, niðurstöður þeirra og störf eru háð efnahagslegum og menningarlegum þáttum.

Nú veit jeg um lögfræðinga sem myndu andæfa þessu. Þeir eru úngir og heiðarlegir. Rjett eins og siðareglur blaðamanna þjónar tilvísun til rjettarríkis, rjettarheimilda og siðaregla lögmanna ekki dýpri tilgangi en þeim að fela hræsnina og ljá lögfræðingum virðulegt yfirbragð hins heiðarlega og rjettsýna.

Eins og mjer brá þegar jeg las Bourdieu setja þetta í svo kaldhranalegt samhengi, brá mjer enn meir þegar jeg las dóm Hæstarjettar í máli nr. 109/2007 Ásatrúarfélagið [sic] gegn íslenska ríkinu:
„Áfrýjandi er skráð trúfélag samkvæmt þessum lögum. Í þeim eru engin ákvæði sambærileg við ákvæði laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem áður er lýst, eða annarra laga sem varða hana og starfsemi hennar. Starfsmenn þjóðkirkjunnar eru opinberir starfsmenn með réttindi og skyldur sem slíkir gagnvart öllum almenningi, en ekki aðeins þeim sem eru í söfnuðum hennar. Ekkert er í lögum um slíkar skyldur starfsmanna annarra trúfélaga.“

Þetta er allt í lagi af því prestar þjóðkirkjunnar eru ríkisstarfsmenn og af því að þeir hafa skyldu gagnvart öllum (óháð því hvort þeir ræki þær). Ekki þar fyrir að jeg telji niðurstöðuna alranga. Rökstuðningurinn er hins vegar á þá leið að Þjóðkirkjan og önnur trúfjelög sjeu svo eðlisólík að jafnræðisreglan eigi ekki við. Jafnræðisreglan getur þannig aldrei átt við um Þjóðkirkjuna og annað trúfjelag. Mismunun þar á milli er einfaldlega heimil.

Það er frekar undarlegt að Hæstirjettur velji þessa leið þar sem hefðbundnar túlkunaraðferðir myndu leiða til sömu niðurstöðu (og ekki fela í sjer almenna heimild til mismununar).

Ummæli:
Sem er enn áhugaverðara: Hvursu auðvelt það er að verja ríkjandi ástand óréttlætis þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um jafnrétti og bann gegn mismunun.

Talandi um Bourdieu og lögfræðinga: Þeir hafa of mikið capital, alveg sama hvernig á það er litið.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]