Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, desember 18, 2007

 
Ég mun ekki beita mér fyrir slíkri frestun. Málið er nú komið til alþingis. Alþingi hefur aldrei brugðist hinum kristna málstað.
- Björn Bjarnason

Í gildandi lögum er fjallað um markmið skólastarfs og þar segir að starfshættir skólans skuli m.a. mótast af kristilegu siðgæði. Í frumvarpinu er á hinn bóginn vísað til jafnréttis, ábyrgðar, umhyggju, sáttfýsi og virðingar fyrir manngildi og hefur það m.a. verið sett inn í námsskrána. Eru breytingarnar gerðar að höfðu samráði við fjölmarga aðila. Framangreind hugtök endurspegla hugtök kristilegs siðgæðis og grunngildin sem íslenskt þjóðfélag byggir á. Skyldur einstaklingsins við umheiminn og náungann eru ítrekaðar. Um leið er undirstrikað mikilvægi þess að börn fái tækifæri til að nýta og þroska sköpunarkraft sinn og að skólastarfið leggi grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og frumkvæði. Þá er greinilega lögð áhersla á að grunnskólar skuli stuðla að góðu samstarfi við heimilin með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf. Ég legg áherslu á, herra forseti, að með breytingunni er ekki verið að draga úr mikilvægi kristinnar trúar og kristilegu gildismati, menningu okkar og hegðun.
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í framsöguræðu um grunnskólalög

Ég tel, frú forseti, að ef fella á þetta út, „kristilegt siðgæði“, þá verði a.m.k. að standa þarna kærleikur því að náttúrlega er ekkert æðra og meira þegar við tölum um samskipti manna en að fólk sýni hvert öðru kærleika. Það tjáir í raun dýpstu jákvæðu samskipti sem fólk getur átt sín á milli, milli einstaklinga, milli hópa og hvernig við eigum að koma fram hvert við annað. Ég er hins vegar ósáttur við að orðin „kristilegt siðgæði“ skuli tekin út.
- Karl V. Matthíasson í andsvari

Þau lög sem við höfum samþykkt á hinu háa Alþingi í hinum fjölbreytilegustu málaflokkum byggja m.a. á þeim grunni, þeirri rót sem kristnin hefur kennt okkur í gegnum árin, sem er m.a. kærleikur, umburðarlyndi, víðsýni o.s.frv.
[...]
Við lítum þar til þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í samfélaginu á undanförnum árum en ekki síður til þess að Mannréttindadómstóll Evrópu gerði Norðmönnum það að þeir þurftu að breyta sínum lögum þar sem einmitt var fjallað um kristilegt siðgæði. Hins vegar er ekki með þessu, og ég undirstrika það, nein breyting hvað varðar kristilegt siðgæði og þá umræðu sem hefur verið í skólum landsins fram til þessa. Á því er engin breyting.
- Þorgerður Katrín í andsvari

Mér finnst þetta vera mikið mál og hef líka heyrt mjög marga úti í samfélaginu, sem ég hef hitt að máli, tala um að fyrir þeim sé kristið siðgæði eitt það háleitasta það þekki.
- Karl Vaff í andsvari

Hvar er hæstv. kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, þegar sótt er að sjálfri þjóðkirkjunni og kristni í landinu? Hann er þar óumdeilanlegur gæslumaður og varnarmálaráðherra og hefur verið trúað fyrir miklu. Hvar er varðmaðurinn vaski? Hvar er varnarlið kirkju og kristni í landinu í þessari mikilvægu orrustu? Er ráðherra kirkjumála uppgefinn og vill hann þess vegna leggja kirkjumálaráðuneytið niður?
- Guðni Ágústson í umræðum um stöðu Þjóðkirkjunnar

Ég er sammála hv. þm. Guðna Ágústssyni, siðfræði eru þær grundvallarreglur sem við lifum eftir og hafa áhrif á það samfélag sem við lifum í, kveða á um það hvað er rétt og hvað er rangt og á hverju menning okkar byggist. Við vitum að það sem er rétt í ákveðnum menningarheimi getur verið rangt í öðrum og því er mjög mikilvægt að upplýsa grunnskólabörn svo að hægt sé að sýna umburðarlyndi. Öll menning á rætur í einhverri trú, þaðan kemur rauði þráðurinn sem liggur í gegnum þær reglur og hefðir sem við lifum eftir í samskiptum okkar við aðra. Það eru rætur sem við þurfum að halda í.
- Þórunn K. Matthíasdóttir í umræðum um stöðu Þjóðkirkjunnar

Kristin fræði eru ríkur hluti af menningu okkar, sögu og bókmenntum. Þjóðfélag okkar er byggt upp á kristnum gildum, og þau mannréttindi og manngildi sem við byggjum löggjöf okkar á eru það einnig.
[...]
Ofsatrúarhópar eru eitt stærsta vandamál umheimsins. Fyrir þeim má aldrei hopa.
- Höskuldur Þórhallsson í umræðum um stöðu Þjóðkirkjunnar

Ég er eindregið á þeirri skoðun að kristnin sem nýtur svona mikils stuðnings í íslensku þjóðfélagi og hefur gert í þúsund ár eigi ekki að sitja við sama borð og önnur trúarbrögð sem e.t.v. örfáir aðhyllast. Það er afskræming á trúfrelsinu. Við eigum að byggja á kristnu siðferði eins og við höfum gert, það á að vera samofið daglegu lífi og störfum okkar og það á erindi inn í skóla landsins. Það er fráleitt að úthýsa kirkjunni úr skólum landsins þegar kirkjan hefur svo sterka stöðu eins og raun ber vitni. Það endurspeglar ekki vilja þjóðarinnar að fara svoleiðis að, virðulegi forseti.
- Kristinn H. Gunnarsson í umræðum um stöðu Þjóðkirkjunnar

Svo vil ég hér að lokum segja að mikilvægustu stoðir samfélags okkar eru í mínum huga heimilin, skólinn og kirkjan. Heimilin þarf að styrkja á tímum firringar, eiturlyfja, óreglu og grimmrar markaðshyggju. Hin dýpri gildi og sálarfriður verða ekki sótt í formi gulls eða í gervi vímu. Við þurfum kannski að horfa á mörgum sviðum til gamalla gilda. Það var siður hér áður fyrr og þarf kannski frekar en áður að stórfjölskyldan hittist á sunnudögum, borði lambalæri eða lambahrygg með brúnuðum kartöflum og rabarbarasultu.
- Guðni Ágústson í umræðum um stöðu Þjóðkirkjunnar

Þetta er hressandi. Alþingi er klikkað. Sem betur fer eru það aðallega gamlir íhaldspúngar sem hafa sig í frammi í þessum umræðum. Þeirra tíma lýkur bráðlega.

Jeg veit ekki hvað á að verða um mig ef kristin trú er grundvöllur samstöðu og samlyndis í íslenzku samfjelagi.

Ummæli:
Kristni getur reyndar verið svar við firringu og grimmri markaðshyggju.
 
En firrtustu grimmustu kadlarnir eru íhaldspúngarnir.

Þetta er samt ansi krúttlegt hjá honum guðna.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]