Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, desember 13, 2007

 
Á hin hagsýna kona að taka þátt í að viðhalda eða berjast gegn feðraveldinu?
Hagfræðingur getur vitaskuld ekki fjallað um þetta vandamál án þess að minnast á vanda laumufarþegans (e. free rider). En það er vitaskuld afar hagkvæmt að slappa af og njóta feðraveldisins á meðan hinar konurnar kljást. Nú er núvirði baráttunnar líklega neikvætt (kostnaður núna, mögulega ábati síðar) og hin hagsýna kona ætti því bara að sitja heima (jafnvel í bókstaflegri merkingu). Staðreyndin er hins vegar ekki alveg þessi, margar konur eru aktífir feministar. Þá þarf hagfræðingurinn að yfirgefa rational choice, útbúa kenningu um ábata feminista eða útskýra þetta með því að skýra af hverju sumar konur velja neikvæða núvirðið. Þrjár ástæður virðast straks koma til greina:
1) Þessar konur eru gríðarlega áhættusæknar
2) Þessar konur eru í þannig aðstöðu að kostnaður þeirra er minni (t.a.m. er þægilegra fyrir prófessor í háskóla að vera aktífur feministi en framkvæmdastjóra hjá banka)
3) Þessar konur hafa ábata af aktífismanum (finnst hann t.d. skemmtilegur)

Nú gaf jeg mjer að við ríkjandi formgerð sje kostnaðarfall kynjanna af feminískum aktífisma ólíkt og að greiningin geti því ekki átt við um karlmenn. Svo er þessi greining vitaskuld aðeins hagfræðileg og því of grunn.

Frjálshyggjumenn eru gjarnir á að gagnrýna viss gildi. Hugarþel islamista er vissulega allt annað en fallegt. Aftur á móti má hið sama segja um hugarþel margra kristinna. Frjálshyggjumenn vilja samt sjaldan gagnrýna það. Þar er þó fyrir að fara kröfu um ríkisafskipti en ekki breytingu á gildum en fyrir utan kröfuna um takmörkuð ríksafskipti er ekki pláss fyrir nein gildi í frjálshyggju.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]