Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, maí 29, 2007

 
Þvottavjelin skilaði þvottinum. Jeg verð í hreinum nærbuksum á morgun.

 
Bumban lafði yfir streng sundskýlunnar mannsins sem kjagaði þvert yfir gólfið í sundklefa Sundhallarinnar. Undan rúmgóðum sundfatnaðinn skutustu tveir spóaleggir. Hjet lati vinnumaður Ömmu andar ekki Gassi Gæs? Stórt nefið líktist helst goggi.

Mjósleginn maður laumar sjer feimnislega í sturtu. Þó ekki nógu feimnislega. Hálft blað af salernispappír hefur tekið að sjer hlutverk skotts.

Einar Karl orðinn aðstoðarmaður ráðherra. Gaman. Íhaldsmaður í krakkadjobbi. Tvisvar verður gamall maður barn.

Merkilegt hvað mjer finnst gaman að tala illa um kristilega íhaldsmenn. Og þó.

sunnudagur, maí 27, 2007

 
"Strákar! Gerum árás á stelpurnar" hrópaði Haddi Horgámur, "við verðum að vera á nálæum stöm!". En stúlkurnar hrundu árásinni.

Aldrei tekst mjer að raka mig með fullnægjandi hætti. Jeg á langt í land með að verða fullorðinn. Hálffullveðja.

föstudagur, maí 25, 2007

 
Jeg er blóm ekrunnar, jeg er lilja vallarins

fimmtudagur, maí 24, 2007

 
Að hafa Stóru orðabókina um íslenska málnotkun á skrifborðinu fyllti únga löffræðinginn áður óþekktri öryggiskennd.

mánudagur, maí 21, 2007

 
Gvöðleysingjar lifa mjög andlegu lífi og siðlegu. Jeg kann því vel og líkar vel við gvöðleysingja. Trúaðir vaða gjarnan fram með ósiðlegheit og ásamt því sem þeir lifa jafnan innantómum lífum.

Veðurspáin í netvafranum hefur spáð þrumuveðri í allan dag. Frá því jeg man eftir mjer hef jeg einu sinni (kannski tvisvar) upplifað þrumuveður í Reykjavík.

Árangur í skokki vafasamur. Varla hægt að tala um árangur ennþá. Spurning um að gerast hallærisspíra og hlaupa 10km á landsmóti UMFÍ.

föstudagur, maí 18, 2007

 
Cymbeline var frábært. Shakespeare er ekki alls varnað. Hann var reyndar ekki á staðnum blessaður. Almennt hef jeg gaman af leikritum sem eru erfið í uppsetningu.

GHH virðist vera eini stjórnmálaleiðtoginn sem ekki missir sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Merkilegt hvað menn þetta stressar fólk.

AC Milan var lægst í veðbönkum fyrir undanúrslitin í meistaradeildinni. Núna þykja þeir líklegastir. Fólk getur verið svo hviklynt.

þriðjudagur, maí 15, 2007

 
Það er frí á þjóðhátíðardag Norðmanna, forsætisráðherra er norskur, norski herinn verndar Ísland (nema það komi stríð). Menn sigldu til lítils yfir hafið hjer í den.

 
Jeg þori að veðja að fjórða ráðuneyti sjálfgræðis og framsóknar myndi ekki toppa slembna stjórn.

Það er reyndar svo töff að hafa slembna stjórn að jeg myndi bjóða mig fram í að prenta út nöfn allra íbúa landsins, klippa niður og setja í pott svo það megi draga.

sunnudagur, maí 13, 2007

 
Kvótakerfið vann kosningarnar. Til hamingju fiskalingar.

föstudagur, maí 11, 2007

 
Það er rjett að halda því til haga að BB er á gallabuksum á þessari mynd:BB er einmitt svona kalda stríðs kadl

ásamt því að lesa moggann reglulega.

Og það er ánægjulegt að A-Evrópu gangi vel í Júróvisjón. Vilji menn agnúast út í eitthvað er tilvalið að beina spjótum að fastaþjóðunum. En England og Frakkland eru í úrslitunum þrátt fyrir að geta aldrei neitt og hafa sent frekar slöpp framlög þetta árið.

miðvikudagur, maí 09, 2007

 
Límónuís góður. Hefði getað verið betri. Næst (ef næst) verður rifinn börkur og e.t.v. kreystur smá alvöru safi. En jeg hrærði saman sex eggjarauður og slatta af sykri (kannski bolla) en bætti svo við 250 ml af þeyttum rjóma ásamt slurk af límónuextrakti (eða súraldinþykkni).

mánudagur, maí 07, 2007

 
Samkvæmt European Social Survey er tíðast að fólki sje selt kjöt pökkuðu þannig að fallegir bitar feli aðra verri í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi. Tíðast virðist vera að miðlungsmikið menntað fólk lendi í þessu (skv. mjög lauslegri athugun). Ísland er í algjörum sjerflokki hvað varðar þetta mikla þjóðfjelagsmein en örfáir hafa lent í þessari leiðu stöðu á Íslandi. Þetta hlýtur að verða kosningamál.

Lenda frjálshyggjumenn sem tala um hamingju sem einhvers konar markmið einstaklinga ekki vandræðum með það að hamingja eins er háð athöfnum annars? En það skiptir ef til vill ekki miklu máli þar sem frjálshyggjumenn eru að nota hamingju-hugtak fjarri hefðbundnum málskilning.

Er þjóð sem á enga sögu tilneydd til þess að treysta á skynsemi? Til þess að formgerðarvæða Íslending er nóg að kenna honum um þjóðveldisöld mjög oft (sem betr fer er til eitthvað töff, hvað ef sjálfsmyndin væri lúsugur, bænaskjalasendandi bóndadurgur?). Er einhver munur á Íbera, Íslendinga og Bandaríkjamanni?

sunnudagur, maí 06, 2007

 
Hansakaupstaðir eru fínir. Merkilegt að maður hafi ekki kynnt sjer sögu Hansabandalagsins ennþá.

Hressi kadlar reka rútufyrirtæki sem hafa hvorki heimasíðu nje skráð símanúmer. Væri ekki fyrir það að jeg bar eina rútuna augum væri verulegur vafi á tilvist langferðabifreiðafjelagsins.

Sætisvasar í flugvjelum eru hættilegir. Tapað-fundið deildir flugfjelaga virðast aukinheldur leggja töluvert minni áherslu á fundið en tapað. Heppnir starfsmenn Finnair og British Airways hafa þannig komist yfir eintök af Metamorphosis eftir Kafka og Kommúnismanum eftir Richard Pipast (í íslenskri þýðingu) á undanförnum mánuðum.

Verkalýðsdagurinn 1. maí í Finnlandi er sjerstakur. Fyrir utan kófdrukkna finna sem eigra stjórnlaust um allar trissur án áfangastaðar eða tilgangs er annar hver maður með stúdentshúfu. Ástæðan er vízt sú að menntamennirnir stálu 1. maí af verkalýðnum. Mjög í anda kommúnismans.

laugardagur, maí 05, 2007

 
Með hóflegt magn í ferðatözku er viðkvæðið almennt: kva, er þetta allur farangurinn!. Slysist maður í ofmatið verður fólki hins vegar að orði: kva, þú pakkar bara eins og kjedling.

Það var ekki fyrr en jeg heyrði hið síðara sem jeg áttaði mig á því að hið fyrra felur líka sjer í félagsmótunarþrýsting.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]