Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, júní 27, 2007

 
Or did you long for the next distraction
And all I need now is intellectual intercourse
A soul to dig the hole much deeper
- Alanis Morisette

sunnudagur, júní 24, 2007

 
Flísalagning er góð skemmtun. Það er einstök tilfinning að ganga um á gólfi sem maður hefur sjálfur flísalagt, maður læðist um með krosslagða fingur í von um að ekkert brotni.

Á Glæsivöllum aldrei
með ýtum er fátt,
allt er kátt og dátt.
En bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt,
í góðsemi vegur þar hver annan.

Horn skella á nösum
og hnútur fljúga um borð,
hógværi fylgja orð,
en þegar brotna hausar og blóðið litar storð
brosir þá Goðmundur kóngur.
- Grímur Thomsen (brot úr Goðmundur á Glæsivöllum)

Grímur Thomsen var aristókrati með hund. Hress kadl.

fimmtudagur, júní 21, 2007

 
„Í úrhelli eða sól
alltaf vil jeg heyra rokk and roll“
- Ragnar Bjarnason borgarlistamaður.

Skipan nýs borgarlistamanns hlýtur að boða nýja tíma með villtu bíti, lakkrísbindum, támjóum skóm og tweed-jökkum. Vilhjálmur Þoddn borgarstjóri er enda ekki þekktur fyrir neitt annað.

Úti í Örfirsey eru geymd gömul hús, þ.á.m. Zimsen húsið en einnig húsið sem fjarlægt var af Laugaveginum í liðinni viku. Eftir að það hús var fjarlægt stóð lítið annað eftir en ein hurð með miða: „Erum flutt að Laugavegi 7“.

föstudagur, júní 15, 2007

 

„Njósnamál í rannsókn hjá rússnesku leyniþjónustunni“


segir á mbl.is. Yndislega fíbblalegt. Stunda leyniþjónustur ekki njósnir? Rannsaka þær eitthvað annað en njósnamál? Kannske sakamál? Ellegar barnamál? „Lögreglan rannsakar glæpi“ verður vafalítið í helstinu í kvöldfrjettunum.

Tímaritið Þjóðmál hefur nokkuð verið mært á lýðnetinu. Það er skýrt merki um að þar fari íhaldsmenn. Í nýjasta hefti er tekið til við eina af uppáhaldsiðjum íhaldsmanna þar sem skórinn er nýddur af ÓRG auk þess sem Játningum heilags Ágústínusar er mikið hampað. Það felst gjarnan í því að vera íhaldsmaður að vera kristinn. Enda er það svo að maður má alveg hafa órökstudda hefðbundna skoðun svo lengi sem vinstrimennirnir rökstyðja allt.

Íhaldsmaðurinn myndi núna svara því til að staðleysur og róttækar hugmyndir hafi aldrei gefist vel.

Svona til þess að setja fyrirvara, þá stuðar það mig ekkert að menn hendi gys að ÓRG. Þegar fullorðið fólk hefur svo mikið dálæti af því að það jafnast við blæti finnst manni þó steininn taka úr.

fimmtudagur, júní 14, 2007

 
Hvað með að byggja fornminjar fyrir framtíðina?

Hagfræðingurinn í manni segir reyndar að það myndi kynda undir metnaðarleysi.

Sem var ekki meðal einkenna Sambands íslenskra samvinnufélaga. Fyrirlestrar Helga Skúla Kjartanssonar þar um eru nokkuð áhugaverð lesning. Einhver myndi segja að hann tæki upp hanskan fyrir SÍS of oft. Samvinnuhugsjónin er skemmtilegt fyrirbæri. Á meðan framsóknarmenn og sjálfgræðið deildu við vinstriflokkana um hvort sameign eða sjereign væri málið deildu þeir sín í millum um hvort samvinna eða samkeppni væri málið. Svo þegar séreignarjetturinn hefur unnið eru vinstrimenn áhugasamir um samkeppni en frjálshyggjumenn vitna aðeins til hennar í framhjáhlaupi þegar á þarf að halda. Reyndar geta alvöru frjálshyggjumenn ekki haft mikið á móti sambandinu sáluga.

miðvikudagur, júní 13, 2007

 
Aðspurður um störf skrifstofumannsins sagði úngi hagfræðingurinn að mjög títt væri að skrifstofumenn sendu gamanefni sín í millum með þar til gerðum tölvupósti.

Bókin um 120 ára sögu Landsbankans sem bankinn gaf út var ljeleg. Mjög ljeleg. Eini skandallinn sem minnst er á er bankafarganið. Eins og barnabarnabörn þáttakenda gætu ekki móðgast? Eini bankastjóri bankans síðustu 100 árin virðist hafa verið Valur Arngrímsson. Jónas Haralz og Sverrir Hermannsson hafa líklega aldrei komið í bankann.

Eigi að síður er bókin skemmtileg aflestrar. Myndin af bankabílnum er t.a.m. óborganleg.

mánudagur, júní 11, 2007

 
Um sjöleytið mátti heyra rónann biðla til annars „Hey, kommon mar! Jeg borga þjer aftur klukkan tíu!“. Líkt og fyrir kraftaverk breyttist viðmælandinn í tilvonandi lánveitanda. Áhorfendum gat ekki dulist að lántakinn hefði ekki staðist greiðslumat fyrir þúsundkadli. Hvað þá að greiðsluflæði væntanlegs lántaka var ólíklegt til þess að verða jákvætt næstu þrjár stundirnar.

En maður gerir vízt fleira en gott eitt þykir.

föstudagur, júní 08, 2007

 
Ekki nenni jeg að fylgjast með sumarþinginu af nokkru viti. Eigi að síður hef jeg fengið það á tilfinninguna að Guðni Ágústson sje að verða leiðtogi stjórnarandstöðunnar.

Að flota gólf er góð skemmtun. Menn skyldu þó gæta að því að blandan sje hæfilega þunn.

fimmtudagur, júní 07, 2007

 
Markaðssetning á tóbakki, kristinni trú og mjólkurvörum beinist að meginstefnu til að börnum. Frekar ósiðlegt.

mánudagur, júní 04, 2007

 
Það er leiðinlegt að lesa umræður um reykingabann. Alltílæ, hamingjuþenkjandi nytjahyggjumenn geta svo sem fundið rök bannsins í hjarta sínu. Þeir eru hins vegar plebbar. Og þegar röksemdafærslan er orðin „reykur er óþægilegur fyrir flesta, bönnum hann“ er augljóslega verið að opna á fleiri bönn, t.a.m. banni við háværri tónlist, ljótum fötum, óþægilegum stólum, vondum kokteilum, vandræðalegum bröndurum og ljelegum dönsurum.

Ljelegir dansarar eru einmitt óþolandi. Hvers á maður að gjalda þegar öll dansgólf höfuðborgarsvæðisins eru sneisafull af lúðum sem varla ná að rugga hausnum í takt við tónlistina og leggja meiri áherslu á að kanna brjóstaskorur og súpa af ginblöndunni sinni en að dansa? Öll ærleg dansfíbbl hljóta að vera sammála því að hjer er aðgerða þörf.

Uppslátturinn um skýrslu Hafró er tekinn töluvert úr samhengi af öllum. Fyrir það fyrsta er vert að benda á að Hafró er að leggja til breytingu á aflareglu (þ.e. að veidd verði 20% stofnsins en ekki 25%). Hluti niðurskurðarins kemur af þeirri ástæðu. Þá er rjett að hafa í huga að allir stofanar aðrir en þorskstofninn eru í ágætum málum. Það er því ekki tækt að draga þá ályktun að fiskveiðistjórnkerfið sje ekki virka. Líklegri skýring er sú að vísindin sjeu ekki að virka.

Fyrir þá sem ekki vita er nauðsynlegt að gera greinarmun á fiskveiðistjórnun annars vegar og rannsóknum á stofnstærð og ráðleggingu um veiðar. Það hlutverk sem Hafró sinnir yrði sinnt af einhverjum í öllum mögulegum fiskveiðistjórnkerfum. Ef Hafró byggir á ljelegum vísindum og af því leiðir ofveiði skiptir engu máli hvort fiskveiðistjórnkerfið sje kerfi framseljanlegra aflahlutdeilda, sóknardagakerfi eða hvað annað. Reyndar yrðu ofveiðiafleiðingarnar alvarlegri en ella í sóknardagakerfi en það er önnur saga. Grundvallaratriðið er það að skilji menn ekki lífríkið nægilega vel getur ekkert manngert fiskveiðistjórnkerfi bjargað málinu.

Hin „svarta skýrsla“ Hafró leiðir því ekki til þess að nauðsynlegt sje að hverfa frá kerfi framseljanlegra aflahlutdeilda. Hvort heldur sem er fræðilega eða empírískt hefur ekkert kerfi reynst betur (ef frá eru taldar frumbyggjaveiðar sem eru a.m.k. sjálfbærar en bann við notkun tækni er varla álitlegur kostur).

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]