Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, janúar 31, 2008

 
Í einhverru hinna hallærislegu dagblaða sem gefin eru út á þessu vogskorna skeri lýsti einhver sagnfræðingur (?) þeirri skoðun sinni að Biflían væri vitlaus þýdd. Ætti það ekki síst við um þá staði þar sem minnst væri á dómsdag. Þótti honum orðalagið þar helst til útvatnað og eiginlega ekki eiga við um dómsdag. Maður hlýtur að spyrja sig ef þetta reynist satt: er Jesúm hættur við að koma til jarðar og dæma lifendur og dauða á hinsta degi?

Og ef hann er hættur við, hvert á maður að snúa sjeg með aflausn synda sinna o.fl. í þeim dúr?


Uppsagnir HB á Skaganum vekja upp umræður um kvótakerfið. Uppsagnir í verslun vekja aldrei upp spurningar um eðli verslunar, enginn spyr sig: ættu innfluttar vörur e.t.v. að vera í sameign þjóðarinnar hvar þær bíða á hafnarbakkanum? eða ætti e.t.v. að raða vörum í hillurnar þannig að innihaldsslýsingin snúi út?

Merkilegt nokk, þetta var ekki jafn heimskulegur útúrsnúningur og þetta leit út fyrir að vera.

Á tíunda áratugnum urðu til vinsæl slagorð á borð við „gjafakvóti“ og „sægreifi“ til þess að níða skóinn af útgerðarmönnum. Allt til þess að fela það að andstaðan við kvótakerfið snýst um hagsmuni hinna dreifðu byggða. Hagsmuni sem kerfið getur ekki verndað nema um leið sje fórnað allri hagkvæmni. Landsbyggðarmenn hefðu þá verið illa launaðir starfsmenn efnalítilla fyrirtækja. Og Ísland töluvert fátækara. Það er ekki Kaldor-Hicks hagkvæmi kosturinn.

Þarna var gefið að koma hefði mátt í veg fyrir hnignun byggðanna. Það er hins vegar mjög ólíklegt. Í Noregi eru aflakvótar sem bundnir eru við byggðalög. Þar í landi er mun meira fé varið til byggðamála. Eigi að síður gengur hvorki nje rekur. Stórstígar framfarir í framleiðslutækni í sjávarútvegi hefðu alveg dugað til þess að „rústa“ hinum dreifðu byggðum. Hvort sem hjer er sóknarmarks- eða aflamarkskerfi er einhver að fara að kaupa sjer risastóran togara (á borð við hina fallegu Engey RE) með gríðarlega veiðigetur og vinnsluaðstöðu um borð. Að banna beztu framleiðslutækin myndi svo gera íslenskan fisk of dýran fyrir erlenda kaupendur hans (nema allir í heiminum komi á samskonar banni).

Það er því kannski frekar kapítalisminn sem er að gera útaf við byggðirnar en kvótakerfið per se. Líklega eru íslenskir landsbyggðamenn illa í stakk búnir til þess að stöðva framrás kapítalismans.
Alveg eins og íslenskir bændur voru illa í stakk búnir til þess að koma í veg fyrir að fólkið flytti í hinar dreifðu byggðir (tókst reyndar í næstum 1.000 ár).

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]