Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, janúar 23, 2008

 
Jeg er kannski svona þykkur en jeg næ því bara ekki af hverju leiðtogi litla flokksins má ekki fá aðalvegtylluna? Þegar H.Ás. varð forsætisráðherra var auðvelt að vera á móti því þar sem H.Ás. er svo vafasamur gæji (andstætt hinum vinalega DO). Nú finnst öllum ÓFM voða vinalegur en of atkvæðalítill til að verða borgarstjóri í smá stund.

E.t.v. huxa jeg þetta svona formlega. Reglurnar kveða á um að kjörnir skulu listar og þeir fulltrúar sem þannig veljast skipta með sjer störfum. Svo skemmtilega vill yfirleitt til að meirihluti kjósenda kaus þá fulltrúa sem hafa meirihluta.

Kannski er óeðlilegt að litlu flokkarnir ráði of miklu. En ef þeir hafa góð mál er það ekki alveg í lagi? ÓFM og VÞV hafa reyndar ekki mjög góð mál og þau versna jafnvel þegar málin eru lögð saman.

Hvað um það. Er upphrópunin „ólýðræðislegt“ ekki bara vísun í eitthvað sem fólk á erfiðara með að koma orðum að? Eins og að þetta þyki hallærislegt, óheiðarlegt, óæskilegt, leiðinlegt, miður, ekki stórmannlegt, vafasamt, asnalegt eða fokking rögl?

Ummæli:
og þú skammar mig fyrir að segja fokking?? sveiattan - mönnum bregst bogalistin.
 
Jeg er vitaskuld að vísa í það hvað annað fólk á við. Jeg myndi sjálfur ekki grípa til svona lágkúrulegs orðbrags.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]