Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, janúar 16, 2008

 
Liverpool's owners Tom Hicks and George Gillett could be forced to sell the club over a row about debt.
- BBC

Líklega bestu frjettir sem borist hafa af eigendum Liverpúl. Reyndar frekar vandræðalegt fyrir þá að hafa ekki fjármögnunina á hreinu. Þetta vesen þeirra útskýrir reyndar af hverju þeir eru sífellt að niðurfæra framtíðaráform sín. Þessum ágætu mönnum hefur bara færst of mikið í fang.

Frá 1995 hafa allar Norðurlandaþjóðir sem taka þátt nema ein unnið Eurovision. Sumsje fjórir af þrettán sigurvegurum. Á sama tíma hafa fjögur ríki sem segja má að tilheyri A-Evrópu sigrað. Af hverju hefur Skandinavíska klíkan ekki skilað Íslandi sigri?

Og já. Hverjir eru í ísraelsku klíkunni?

Ætti það ekki almennt að vera ógildingarannmarki þegar flokksgæðingar eru skipaðir í opinberar stöður? Eða mega þeir búast við að halda starfinu í ljósi mikilla hagsmuna sinna, rjettmætra væntinga og hvað þetta stjórnsýsludóti heitir allt?

Skemmtilegt hvernig Geir neitar að tala um málið nema í samhengi við ráðningar Össurar. Samfylkingin talar svo ekkert um ráðningar Össurar, nei hún stofnar bara vefsíður til höfuðs ÁMM. Svo hafa allir staðið sig svo ljómandi vel þ.a. þetta er allt í himna lagi. En það hljómar svipað og þegar katólska kirkjan stærir sig af stuðning við vísindi með því að benda á að Galíleo Galílei gjekk í katólskan háskóla.

Hin vandaða fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi (sem er síst einsdæmi í veröldinni) gengur svo vitaskuld út á að leyfa sömu mönnunum að endurtaka svipaðann þvætting kvöld eftir kvöld.

Hvar væri lýðræðið án fjórða valdsins? Eða kannske öllu heldur, hvar er lýðræðið með fjórða valdinu?

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]