Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, febrúar 22, 2008

 
Á bloggsíðu Greg Mankiw er smá umfjöllun um framboðsteygni vinnuframlags kvenna. Almennt er því haldið fram í nýklassískri hagfræði að lægri skattur leiði til aukins framboðs vinnuframlags (a.m.k. þar til verðmæti frítímans verður jafnt aukatekjunum). Af því leiðir að jafna mætti stöðu kynjanna á vinnumarkaði með því að lækka skatta á konur nægilega mikið til að þær vinni til jafns við karla (eða hækka skatta á karla til að draga úr vinnuframboði þeirra).

Að sama skapi mætti svo segja að lægri fjármagnstekjuskattur á konur ætti að leiða til fjölgunar kvenna í hópi fjármagnseigenda og þar með aukinna ítaka þeirra í viðskiptalífinu.

Eins og þetta lítur út fyrir að vera mikil töfralausn er merkilegt að maður hefur ekki sjeð neinn feminista hjer á landi velta þessu fyrir sjer. Huxanlegar útskýringar gætu verið:

1) Jafnrétti er rjettlætismál sem á að laga en ekki lokka fólk til að breyta.
2) Feministar eru of marxískir til að huxa í markaðslausnum.
3) Feministar eru flestir konur og konur eru almennt ólíklegri en karlar til að hafa kapítalískt hugarfar.
4) Skattkerfisbreyting er kratískt tæknilausn og þar með óáhugaverð og lítilssigld í huga þess sem vill bylta þjóðfjelagi.
5) Jeg er of upptekinn við að lesa blogg trúarfanatíkera til að hafa tekið eftir vangaveltum af þessu tagi.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]