Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

 
Erkibiskupinn í Kantaraborg vakti hneykslan margra með ummælum sínum um Sharia-lög. Voru nefndar tvenns konar röksemdir gegn þeim. Annars vegar þóttu Sharia-lög slæm en hins vegar þótti illt að ekki gengi þaða sama yfir alla. Fyrri röksemdin er alveg rjett og fullnægjandi. Sú síðari er líklega samþykkt af mun færri.

Víðast hvar í hinum vestræna heimi hefur tíðkast forræði hins geistlega á sifjamálefnum að meira eða minna leyti til skamms eða langs tíma. Ekki ósvipuðu skipulagi var stungið upp á hér á landi ekki alls fyrir laungu þegar rætt var um heimildir þjóðkirkjunnar til giptinga. Þ.e. að ríkið heimilaði trúfjelögum einfaldlega að gipta en trúfjelögin gerðu það svo eftir eigin höfði.

Að íslenskum rétti er að vissu leyti (eða í einhverjum skilningi) heimilt að velja sjer lög. Þannig getur fólk valið að gefa út skuldabrjev, víxil eða gera lánasamning. Sum lög gilda svo bara að lágmarki (t.d. stjórnsýslulög nr.þ 37/1993 og samningalög nr. 7/1936).

Svo er annað mál að óheimilt er að mismuna. Það felur aðeins í sjer að ríkið má ekki láta ólíkar reglur gilda nema málefnaleg rök sjeu fyrir því (ríkið t.d. gefur aðallega þeim peninga sem eiga enga peninga eða fáa) Prinsippið með ein lög á því ekki við hjer.

Nú þykir mjer það augljóst að ef heimila á fólki að velja sjer lög þurfi að vera einhvers konar siðferðilegt gólf. Þannig kynni einhver regla sharia-laga að teljast siðleg og eðlileg, um það er jeg ekki dómbær enda lítt kunnugur sharia-lögum. Aftur á móti er það næsta vízt að sú regla lúthersku-evangelísku kirkjunnar á Íslandi að meina samkynhneigðum um hjúskap stenzt ekki siðferðilegar lágmarkskröfur.

Af þessu vil jeg draga þá ályktun að sje einhver upp á kant við erkibiskupinn í Kantaraborg vegna ummæla hans um sharia-lög hljóti sá hinn sami að vera upp á kant við Karl Sigurbjörnsson. Og sýnist mjer að það muni hitta fyrir allmarga kristilega íhaldsmenn sem ekki myndu vilja kannast við þessa skoðun.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]