Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

 
Jeg held það hafi verið Hannes Gissurarson sem sagði það einhvern tíman í mín eyru (og fleiri, gott ef þetta var ekki í sjónvarpinu) að gæfa sjálfgræðisflokksins væri sú að vera með leiðtoga sem væri aðeins til hægri við flokkinn (allt fram að GHH vitaskuld). Þetta gerði flokkinn breiðan en samt róttækan (mjög hóflega (með áherzlu á mjög)) og ásættanlegan fyrir tiltölulega breiðan hóp.

Eins og til þess að sanna þessa kenningu fer allt í hund og kött um leið og flokksforystan er til vinstri við flokkinn. Gullna jafnvæginu er raskað.

Það gæti nú verið fróðlegt að fylgjast með deilum háskólamanna um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar. Fyrst málið var í blaðinu í dag kann að vera opinber valdabarátta fræðimanna í uppsiglingu. Lof sje vísindalegri aðferð og fræðilegu hlutleysi.

Alltaf hlakkar svolítið í mjer þjer starfsstjettir fletta ofan af sjer. Sjer í lagi þó þegar blaðamenn gera það. Mjer þykir það fullauvirðilegt starf til þess að verðskulda siðareglur. En feluleikurinn verður að halda áfram.

Einhverjir spekingar hjer í bæ virðast telja það ómögulegt að skeita saman tveimur íslenskum orðum til þess að búa til hið þriðja yfir samansafn hluta sem aldrei áður hefur verið nefnt einu orði. Þykir slík nýyrðasmíð ekki fín enda hið nýja orð ekki til. Ef það væru nú til fleiri slíkir menn þá þyrfti ekki að glíma við túngumál með hundruðþúsunda orða en aðeins tugþúsunda orða orðabækur. Ó, hve einföld væri þá veröldin.

Jeg geri mjer fulla grein fyrir því að þessi bloggfærsla kann að hafa stuðað einhvern og jafnvel sært. Á því axla jeg fulla ábyrgð og hætti að blogga fram að næstu færslu.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]