Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

 
Nýlega hefi jeg sjeð bæði Kastljós og Kiljan Egils Helgasonar. Er skemmst frá því að segja að Kastljósið í gær var einhver lágkúrulegasti þáttur sem jeg hefi sjeð lengi. Einhver Egill ásamt einhverjum Friðriki voru þar að þræta um hvort einhver vinur Egils hefði uppnefnt Friðrik eða hvort Friðrik væri bara að væla.

Maður sá fyrir sjer sjö ára börn:
- „þú byrjaðir“
- „nauts, jeg snerti þig ekki mar“
- „júts, þú gerðir sona sjáðu“
- „ááááaai“
- „sko, þetta er geðveikt vont“

Án þess að vilji með því bera blak af misyndismönnunum sem hrópuðu ókvæðisorðin. Að bera sona klögumál á borð fyrir fólkið í landinu er hins vegar ekki boðlegt. Þetta var verra en að horfa á pólitíkusa rífast:
- „þið gerið aldrei neitt fyrir fólkið“
- „við höfum nú gert ýmislegt“
- „nauts, ekki t.d. sona“
- „við viljum það samt alveg, bara samstarfsflokkurinn vill það ekki“

Kastljósið ákvað svo að gerast menningarlegt og fjalla um íslenska samtímamenningu. Það var gert með umfjöllun um frjettaljósmyndir. Aldrei slíku vant var umfjöllunin nokkuð ítarleg. Augljóslega helgast það af umfjöllunarefninu og einstakri sjálfhverfni fjölmiðla.

Kiljan Egils Helgasonar (KEG) afgreiðir einmitt bækur á núlleinni eða þar um bil. Á þeim tíma ná málglaðir og hraðmælgir viðmælendur að koma út úr sjer athugasemd eða svo um viðkomandi ritverk. Þá taka við hikorð þáttastjórnanda, handapat og tilraunir til að koma nýrri bók fyrir á þar til gerðum standi. Snilld.

Hvað varð af þessum peningum sem Bjöggi lagði til innlendrar dasskrárgerðar?

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]