Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, maí 27, 2008

 
Menn hafa gjarnan gaman af því öfundast út í Frakka sökum aggressívra mótmæla sem þar eiga sjer stundum stað. Frakkar eru núna fyrst að mótmæla háu bensínverði. Virðast mótmælin ætla að bera nokkurn árangur en Sarkozy er að meta að lækka skatta á eldsneyti.

Nú myndi hagfræðingurinn greina þetta með frekar einföldum hætti. Staðreyndir málsins virðast vera þessar:
1) Frakkar mótmæla af hörku
2) Íslendingar mótmæla ekki af hörku
3) Franskir ráðamenn láta að hótunum
4) Íslenzkir ráðamenn láta mótmæli sem vind um eyru þjóta

Af þeim má draga nokkrar ályktanir. Tiltölulega staðföst mótmæli þar sem hótað er verulegum skemmdum hafa áhrif á veiklundaða ráðamenn. Veik mótmæli þar sem hótað er takmörkuðum skemmdum hafa lítil áhrif óháð staðfestu ráðamanna.

Ráðið til íslenzkra vörubílstjóra ætti þá að vera það að þeir ættu að mótmæla af mun meira þunga og valda mun meiri spellum. Þá fáum við a.m.k. að vita hvort íslenzkir ráðamenn sjeu fullir hörku.

Til er sú lausn önnur sem er margreynd og hefur gefið góða raun. Menn stofna hagsmunasamtök um verðugt verkefni. Hagsmunasamtökin hjúfra sig upp að stjórnvöldum og gæta þess að fá að segja álit sitt á lagafrumvörpum og sitja í nefndum. Í hinum faglega, nútímalega og lýðræðislega heimi sem við búum í er það líklega áhrifaríkasta (og ódýrasta) leiðin við að koma sérhagsmunum á framfæri.

Ummæli:
þú fílar frakka.
Viðurkenndu það...
 
Jeg á reyndar fjóra frakka. Einn vetrar hlýjan og þrjá sona til skiptanna. Mjer þykja þeir ágætir.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]