Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, desember 10, 2008

 
Í grunnskólum landsins tíðkast sá kristni siður í upphafi 21. aldar að fara með saklaus börnin í kirkju. Vitaskuld fá foreldrar barnanna aðvörunarmiða. Um leið og foreldrarnir eru varaðir við er þeim boðið að forða börnum sínum frá kirkjunni og þjónum hennar. Sem er ágætt. En samt ekki.

Nú er það svo að mjög ólík niðurstaða fæst ef gert er ráð fyrir samþykki nema annað sé tekið fram eða ef gert er ráð fyrir samþykkisleysi komi ekkert samþykki fram. Þannig hefur það komið í ljós að starfsfólk sem vinnur hjá fyrirtækjum þar sem það fer sjálfkrafa í eftirlaunakerfi fyrirtækisins nema annað sé tekið fram sparar að jafnaði meira en starfsmenn fyrirtækisins sem þurfa að bera sig eftir því að taka þátt í slíkum kerfum.

Það er víst segin saga að flest börnin eru dregin í kirkjurnar. Enda ekki mörg börn sem fá frelsandi neitun foreldra sinna með sér. Nú leikur mér forvitni á að vita hversu mörg börn færu í kirkju ef aðvörunarmiðinn væri með öðrum hætti. Það er, hversu mörg börn færu ef foreldrar þyrftu sérstaklega að óska eftir því?

Mér segir svo hugur að hlutfallið myndi snarlækka. Jafnvel niður í 20% eða þar um bil.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]