Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, maí 30, 2008

 
Við Höfða er gróðrarstía ófrískra leikkvenna.

miðvikudagur, maí 28, 2008

 
Aldrei hef jeg upplifað mig sem jafnmikinn menningarvita og þegar jeg hjólaði á herramannsreiðhjólinu mínu á pósthús miðbæjar og náði í Skírni.

þriðjudagur, maí 27, 2008

 
Menn hafa gjarnan gaman af því öfundast út í Frakka sökum aggressívra mótmæla sem þar eiga sjer stundum stað. Frakkar eru núna fyrst að mótmæla háu bensínverði. Virðast mótmælin ætla að bera nokkurn árangur en Sarkozy er að meta að lækka skatta á eldsneyti.

Nú myndi hagfræðingurinn greina þetta með frekar einföldum hætti. Staðreyndir málsins virðast vera þessar:
1) Frakkar mótmæla af hörku
2) Íslendingar mótmæla ekki af hörku
3) Franskir ráðamenn láta að hótunum
4) Íslenzkir ráðamenn láta mótmæli sem vind um eyru þjóta

Af þeim má draga nokkrar ályktanir. Tiltölulega staðföst mótmæli þar sem hótað er verulegum skemmdum hafa áhrif á veiklundaða ráðamenn. Veik mótmæli þar sem hótað er takmörkuðum skemmdum hafa lítil áhrif óháð staðfestu ráðamanna.

Ráðið til íslenzkra vörubílstjóra ætti þá að vera það að þeir ættu að mótmæla af mun meira þunga og valda mun meiri spellum. Þá fáum við a.m.k. að vita hvort íslenzkir ráðamenn sjeu fullir hörku.

Til er sú lausn önnur sem er margreynd og hefur gefið góða raun. Menn stofna hagsmunasamtök um verðugt verkefni. Hagsmunasamtökin hjúfra sig upp að stjórnvöldum og gæta þess að fá að segja álit sitt á lagafrumvörpum og sitja í nefndum. Í hinum faglega, nútímalega og lýðræðislega heimi sem við búum í er það líklega áhrifaríkasta (og ódýrasta) leiðin við að koma sérhagsmunum á framfæri.

mánudagur, maí 26, 2008

 
Jeg er enn að jafna mig af því að franska evróvisjónlagið hafi verið súngið á ensku. Hvað varð um heimskulegt stolt kjarnorkuríkisins?

fimmtudagur, maí 22, 2008

 
- Halló
- Sælinú, Albert heiti jeg. Er Sebastian við?
- Sæll Albert, þetta er Sebestian.
- Sæll Sebastian, ertu upptekinn?
- Nei Albert. Það er jeg ekki.
- Indælt. Hvað segirðu um það að við förum í gufubað? Sebastian
- Það hljómar vel Albert.

...

miðvikudagur, maí 21, 2008

 
Þá er Degen kominn og líklegt að Dossena bætist einnig við. Það skyldi nú aldrei fara svo að bakvarðamálin verði afgreidd fyrir júní. Þá í þeirri merkingu að Benitez sje búinn að finna bakverði sem hann telur bæta einhverju við liðið. En nú vill maður líka eina stjörnu, þessir tveir bakverðir ætla nú ekki að verða mjög dýrir (að meðaltali).

þriðjudagur, maí 20, 2008

 
Einu sinni rjeðust úrslit júróvísjón af fjölmörgum nefndum hinna vísu. Þá voru atriðin öðruvísi og sinfóníuhljómsveit á staðnum. Núna tíðkast símakosning ásamt stuttum pilsum, björtum ljósum og tilgerðarlegri sviðsframkomu.

Mjer finnst afskaplega leiðinlegt að RÚV telji sig þurfa að útvarpa rasískum skoðunum í frjettunum. Börn eru ekki einu sinni vöruð við. Eins og það sje ekki nóg að útvarpa messum í gríð og erg.

Hlutverk rúv skv. lögum nr. 6/2007 um stofnunin er :
1. Að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.
2. Að senda út til alls landsins og næstu miða a.m.k. eina hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring. Enn fremur að birta valda hluta efnis síns, breytta eða óbreytta, ásamt öðru þjónustuefni í breyttu eða óbreyttu formi með öðrum miðlum, þ.m.t. að gera efni aðgengilegt almenningi með þeim hætti að hver og einn geti fengið aðgang að verkinu á þeim stað og á þeirri stundu er hann sjálfur kýs.
3. Að framleiða og dreifa hvers konar útvarpsefni fyrir sjónvarp og hljóðvarp á sviði fréttamiðlunar, fræðslu, lista og afþreyingar. Efnið skal fullnægja eðlilegum kröfum almennings um gæði og fjölbreytni.
4. Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag.
5. Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.
6. Að flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi sem sjónvarpi.
7. Að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða.
8. Að flytja efni á sviði lista, vísinda, sögu, íþrótta og annars tómstundastarfs.
9. Að miða útvarpsefni við fjölbreytni íslensks þjóðlífs, þar á meðal að sinna eðlilegum þörfum minnihlutahópa.
10. Að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og útvarps utan höfuðborgarsvæðisins.
11. Að halda uppi nauðsynlegri öryggisþjónustu á sviði útvarps.
12. Að eiga eða leigja, sem og að reka, hvers konar búnað og eignir, þar á meðal tæknibúnað og fasteignir sem nauðsynlegar eru fyrir starfsemi félagsins.
13. Að varðveita til frambúðar frumflutt efni, enda sé gengið frá samningum við aðra rétthafa efnis um að slíkt sé heimilt.

föstudagur, maí 16, 2008

 
Stundum sjer maður hinn og þennan blaðamanninn nefndan „stjörnublaðamann“. Í hvaða blaði er þessa umfjöllun um himintúnglin að finna?

 
Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að Jakob Frímann skyggir á dauða tugþúsunda í Kína í íslenskum frjettatímum. Já, og hinni nýfundnu tízku íslenskra vefmiðla að segja frá hverju kynferðisafbrotamáli sem á sjer stað og er til marks um verulega afbrigðilega háttsemi.

Í seinni frjettum sjónvarpsins í gær var sagt frá því að æðsti dómstóll Kaliforniuríkis hefði komist að þeirri niðurstöðu að samkynhneigðir mættu giptast. Sem er æðisleg efnisniðurstaða. Aftur á móti sagði ekkert um hvað það væri sem gerði stjórnarskrá Kaliforníuríkis þannig að hún leiddi til þessarar niðurstöðu. En það er það sem hefur úrslitaáhrif á það hvort niðurstaðan muni hafa áhrif á fleiri fylki.

Á sama tíma hafa fáir áhyggjur af því að GÞÞ leggur til að einhleypar konur fá að fara í tæknifrjóvgun. Enda fínt mál.

föstudagur, maí 09, 2008

 
„Auðvitað er land eins og Ísland ekki hagstæðasta myntsvæði. Það kostar nokkuð að halda gjaldmiðlinum í jafnvægi. Gengið er mjög sveiflukennt, sem leiðir til mikilla sveiflna í neyslu í gegnum verðlagið. Gjaldmiðillinn er frekar uppspretta óstöðugleika en að hann geti dregið úr áhrifum utanaðkomandi áhrifaþátta.”
- Arnór Sighvatsson

Jeg á nú hálfbágt með að trúa því að rjett sje haft eftir aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands. Hann verður ekki skilinn öðruvísi en svo að hann vísi til kenningar Mundels um hagkvæma stærð myntsvæða. Það er ekkert auðvitað við það að Ísland sje ekki hagkvæmt myntsvæði.

Ísland er sannarlega lítið. Samt þrisvar sinnum stærra en Danmörk. En kenningin hefur ekkert með fýsíska stærð að gera. Í sinni einföldustu mynd er hugmyndin sú að einhvers staðar rekist ábatinn af lægri viðskiptakostnaði stærra myntsvæðis og aukinn kostnaður af sameiginlegri peningamálastefnu.

Hinn lækkaði viðskiptakostnaður sem fylgir stærri mynt á vitaskuld við, a.m.k. fyrir marga (evran er samt ekki helmingur utanríkisviðskipta). Á móti kemur aftur á móti getur kostnaðurinn af því að vera ekki nægilega svipuð öðru mynstvæði verið töluverður líkt og Spánverjar og Ítalir hafa fengið að kynnast.

En hjer er einmitt önnur ástæða fyrir því að ekki má fullyrða um stærðina. Sje ekki þekkt hvernig myntsvæði á að stækka er kostnaðarfallið algerlega óþekkt (það verður í sjálfu sjer aldrei þekkt). Stæði til að taka upp myntsamstarf með Suður-Afríku eða Zimbabwe liggur fyrir að ávinningurinn myndi seint svara kostnaði.

Jæja. Það var nú óþarfi að skrifa allan þennan teksta til að sanna að annað hvort þyki Arnóri evran fínn kostur eða rangt var eftir honum haft.

Það má finna margan löstinn á nútímanum. Eitt er það þó sem telja verður honum til tekna. Það er góssentíð fyrir kverúlanta.

fimmtudagur, maí 08, 2008

 
Hversu kómískt er það ekki að eftir að hafa hrópað úlfur úlfur í mörg virðist Dagur Bergþóruson hafa fundið vott af spillingu í samflokksmanni sínum Jakobi Frímann?

Hversu kómískt er það að eftir að hafa verið þráfaldlega hafnað í prófkjörum samfylkingarinnar hlýtur Jakob Fríman lox dúsur úr hendi Ólafs Eff og sjálfgræðisflokksins?

Mjer er fullkunnugt um það að Jakob lagði lag sitt við aðra í síðustu kosningum.

föstudagur, maí 02, 2008

 
Sæll og glaður úngur löffræðingur gjekk út úr viðskiptaráðuneytinu í morgun með kansellísbrjev upp á það að hann væri hagfræðingur.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]