Kurteislegt brjev til kanselísins

mánudagur, apríl 20, 2009

 
Mjer sýnist það verða æ ljósara að það var alveg óþarfi að hafa þessar kosningar. Fyrirfram hefði maður búist við því að kosningar myndu leiða til þess að:

1) Ekkert myndi gerast
2) Allir stjórnmálamenn yrðu brosandi
3) Vinstri menn myndi kynna (með óbeinum hætti) aðgerðatillögur sínar

Og ekkert er að gerast. 80d vinstristjórnin hefur bara samþykkt það sem kratastjórnin hafði undirbúið. Og bannað vændiskaup jú. Það er í ljósi yfirlýsinga mjög slakur árangur. Í tilefni af kosningabaráttunni þorir enginn stjórnmálamaður að gera neitt eða segja og öll erfiðu málin eru lögð til hliðar. Bankarnir eru enn í lamasessi, enginn er gerður gjaldþrota, fyrirtækin vita ekkert hvað á eftir að gerast og bankarnir eru í óvissu. Allt af því að það má ekki taka óvinsælar ákvarðanir fram að kosningum.

Eftir kosningar munu svo Samspillingin og Vinstri grænir sammælast um að halda áfram að gera helst til lítið nema koma í gegn gælumálum VG (sem er fínt), reyna að komast í ESB (sem mun ekki takast og er tímaeyðsla og þess fyrir utan vitleysa) og láta hærra skatt redda fjárlagahallanum (þó að það muni ekki duga til) og láta krónuna redda kreppunni.

Þetta hlýtur að vera góssentíð fyrir völvur.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]