Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, september 16, 2009

 
Því hefur verið haldið fram að fjármálaeftirlit víða í heiminum hafi farið þannig fram að opinberir starfsmenn hafi gefið til kynna hvað þeir vildu og að eftirlitsskyldir aðilar hafi jafnan hagað sjer þannig. Með því mátti forða nánari rannsókn með tilheyrandi kostnaði. Nú er ljóst að sú aðferðafræði gengur á svig við ýmsar hugmyndir um málefnalega og eðlilega stjórnsýslu. Þó að fyrirkomulagið sé vissulega praktískt. Reyndar hefur maður heyrt því haldið fram að íslenska Fjármálaeftirlitið hafi iðkað öllu lögbundnari stjórnsýslu.

Nú hafa að því er virðist þrír af fimm mönnum í nefnd sem metur fjárfestinga erlendra aðila sent frá sér fréttatilkynningu um að nefndin hyggist rannsaka eitthvað sem vill svo til að er í fréttum. Svo skemmtilega vill til að fréttatilkynningin og annað kemur frá þekktum vaffgje liðum en samstarfsmenn í borgarstjórn hafa svo hent þetta á lofti. Frjettatilkynningin lítur að því að hugsanlega sé andi laganna brotinn.

Vitaskuld má halda því fram að með því að stjórnvöld framfylgi í hvert eitt sinn anda laganna sé framfylgd þeirra í samræmi við tilgang og markmið hverra laga þannig bezt tryggð. Eftir því sem lengra er gengið er hins vegar hugmyndum réttarríkisins um fyrirsjáanleika og réttaröryggi hafnað af meiri krafti. Jafnframt kemur að þeim punkti að stjórnsýslan er hætt að vera lögbundin og þar með hoggið nærri grundvallarstofnunum lýðræðisins.

Nú hefur maður alla samúð með þeim sem vilja túlka lög eftir anda þeirra og jafnvel láta hann ráða. En bindislausa fólkinu á alþingi getur varla munað mikið um að breyta lögum sem ekki gera sitt gagn.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]