Kurteislegt brjev til kanselísins

laugardagur, nóvember 21, 2009

 
Það er augljós líkindi með merki HSBC og Arion banka. Altso þessir skemmtilegu þríhyrningar.

föstudagur, nóvember 20, 2009

 
Nú þegar búið er að velja flæmskan hagfræðing til þess að gegna embætti forseta Evrópu í bakfylltu reykherbergi er einni spurningu enn ósvarað. Var ákvörðunin tekin við kvöldverðinn eða var liðið byrjað að gæða sjer á konjakinu?

fimmtudagur, nóvember 19, 2009

 
Man einhver eftir því þegar það var talið mjög mikilvægt að klára Icesave fyrir 23. október?

miðvikudagur, nóvember 18, 2009

 
Maður kemst ekki hjá því að hugsa, jafnvel um fólk sem er með doktorspróf, að það sje fíbbl ef það bloggar á blogcentral.

Ekki þar fyrir, doktorpróf veita enga sjerstaka vernd gegn fíbblaskap og vitleysisgangi.

þriðjudagur, nóvember 10, 2009

 
Jeg er ennþá að jafna mig eftir að hafa komist að því að Rapid Vín getur státað af þýskalandsmeistaratitli. Að hugsa sjer ef það væri nú einn Danmerkurmeistarabikar í skápnum hjá káerr. Já eða Kalmarsambandsmeistaratitill.

Annars veltir maður því fyrir sjer hvað verður um neikvæðu bókagagnrýnina. Eins og dæmin sanna er hin jákvæða vel geymd (sem er í mörgum tilfellum skrifuð af vinum höfundarins). Er neikvæð gagnrýni bara ávísun á að allir gleymi því sem maður sagði? Nema e.t.v. hörundssárir höfundar sem bera kala til viðkomandi ritdómara alla ævi.

Það er altjent vízt að eina neikvæða gagnrýnin sem jeg er líklegur til þess að heyra um tilvísaða bók var í Víðsjá í dag. Rýnirinn sagði hana ömurlega.

 
Það var agaleg gagnrýni á hann Robbie minn Williams í mogganum um daginn. Nú er jeg farinn að hafa áhyggjur af því að hinn ómálefnalegi ritstjóri mogganns sem allir óttast sje farinn að skipta sjer af tónlistarrýninni. Þá yrði Raggi Bjadna einn um að fá góða dóma.

laugardagur, nóvember 07, 2009

 
Mjer finnst það soldið krúttlega þegar Bókasýningin í Frankafurðu er nefnt Bókamessan í Frankfurt. Það er svo freistandi að íslenska messe ekki neitt. Sjer í lagi þegar það dregur úr vörusýningarbrag sýningarinnar. Það er andstætt eðli bókmennta sem menningarfyrirbæris að tala um vörusýningu.

Það er hins vegar lítið varið í það að kalla allar sýningar messur. Það er bara leiðinda þýskusletta.

föstudagur, nóvember 06, 2009

 
Ólafur Páll Jónsson talar um það í Skírni að Alþingi þurfi að spítta í lófana og gera eitthvað af viti. Meirihlutinn ekki bara að neita aflsmunar og þingmenn ekki að sætta sig við það að rök skipti engu máli.

Eitthvað rámar mig nú í það að hafa haldið því sama fram en aukinheldur hafnað því að að það væri hægt. Nútíminn er bara svo slakur.

Sú kenning að núveranda kreppa sje einhvern veginn skorti á lýðræði að kenna finnst mjer að mörgu leyti vafasöm. Ef við eigum við það að meira mas hefði bjargað málinu þá er það líklega kolrangt. Gagnlítið þing, handónýtir fjölmiðlar og fávís, firrt alþýðan hefði engu bjargað.

Út frá þessu sjónarhorni væri eðlilegra að halda því fram að minna lýðræði hefði gert þetta skárra.

þriðjudagur, nóvember 03, 2009

 
Jeg hvet Streingrím Jóhann og Jóhönnu til þess að lýsa yfir einhverju fáránlega blaðurslegu á næsta blaðamannfundi og sjá hvort það komi ekki í hádegisfrjettum rúv. Þau gæti t.a.m. lýst því yfir að þau sjeu á móti gróðurhúsaáhrifum eða að þeim þyki vænt um börn.

mánudagur, nóvember 02, 2009

 
Verða menn meira brjálaðir yfir barnalánum en kynferðisafbrotum gegn börnum?

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]