Kurteislegt brjev til kanselísins

laugardagur, desember 31, 2005

 
Hér er belja af Galloway kyni. Þær þekkjast af því hversu loðnar þær eru. Þessum indælu beljum þarf ekki að gefa neitt annað en gras til þess að fá fínt kjöt. Aldeilis fínt.

föstudagur, desember 30, 2005

 

Hér gefur að líta belju af kyninu Angus. Þessar beljur eru einnig sagðar vera af bisnesskyni þar sem þær fjölga sér auðveldlega. Einstaklega falleg belja.

þriðjudagur, desember 20, 2005

 
Maður í mogganum sagði að það þyrfti að hafa landbúnað hér á landi til að tryggja matvælaöryggi. Mér finnst líka að það þurfi að vera hér pjeningamálaöryggi til að koma í veg fyrir að iðnfyrirtæki flýji land. Þess vegna ætti íslenska ríkið að einbeita sér að því að íslenska krónan verði ein af fimm stærstu gjaldmiðlum í heiminum (eða seks helstu öllu heldur þegar krónan hefur bæst við). Það ætti auðvitað að vera raunhæfur kostur fyrir Malawi og Kazasktan að fá lán í íslenskum krónum.

laugardagur, desember 17, 2005

 
"Our scientific power has outrun our spiritual power. We have guided missiles and misguided men."
- Marteinn Lúther King

Einar Karl Haraldsson er ótrúlegur í viðtali í blaðinu. Að svona öfgaíhaldssemi sé til og að fólk nenni að tala við þá er með ólíkindum.

föstudagur, desember 16, 2005

 
Á leiðinni heim úr frískandi prófi í alþjóðahagfræði tók ég eftir blaði á hverju hvíldi saur. Þetta hefði ekki verið í frásögur færandi nema fyrir það að blaðið var Fréttablaðið. Gaman að sona listaverkum sem broddur er í. Þýðverski vinur Stefáns Jóns kúkaði bara í krukku og lét þar við sitja.

Talandi um skemmtileg atvik úr hversdagslífinu þá gékk ég fram á tvo únga drengi um daginn sem voru í hrókasamræðum. Komst ég ekki hjá því að heyra annan þeirra segja "Viltu vita hver tilgangur lífsins er?". Vinurinn hafði ekki mikinn áhuga á því.

miðvikudagur, desember 14, 2005

 
Basilicata er varla hálfdrættingur á við lombary hvað varðar lífsgæði. Svipaða sögu má segja um Mississippi og Kaliforníu. Svo eru víst einhverjar nokkrar sýslur í nyrst í BNA hvar miðgildi launa er helmingurinn af launum annarra Bandaríkjamann. Rík lönd eru að verða ríkari en fátök lönd þó að munurinn á milli ríkra landa sé að minnka. Einhvern veginn er mun auðveldara að útskýra af hverju Hondúras er fátækt en Hong Kong rík en af hverju framangreindi tekjumunurinn stafar. Til gamans (en samt ekki) má geta þess að fákækt Mississippi hófst í þrælastríðunu hvar fylkið var í vondukadlaliðinu.

mánudagur, desember 12, 2005

 
Mandelson er í miklu stöði og ætlar ekki að gera neitt til að liðka fyrir doha lotunni (söpræs). "Now it is clear that unless a miracle occurs - and I'm not even sure what kind of miracle - we won't have a final deal ... in Hong Kong," sagði utanríkisráðherra Brasilíu. EFTA er líka farið að gera fleiri viðskiptasamninga sem myndi þýði að ekkert verði úr Dohalotunni ef kenning um öfugt samband gengis WTO-viðræðna og tvíhliða viðskiptasamninga er rétt.

 
Að fyllast þjóðarstolti vegna fegurðarsamkeppni er lágkúrulegt.

föstudagur, desember 09, 2005

 
Rýnirýn. JS er voða hress tappi. Athugasemdin við andriki.is voða réttmæt. Maður skyldi þó ætla að hún skrifist á klaufaskap frekar en nokkuð annað. Þennan punkt JS hefði þó verið nauðsynlegt að skýra betur: "En frá sjónarhóli trúarbragðafræði ef vitaskuld best að halda allri stærðfræði og öðru sem gerir rannsóknir of nákvæmar í hæfilegri fjarlægð".

Stærðfræði þvert á móti tekur almennt nákvæmnina úr hagfræði. Jöfnuhneppi með milljón jöfnum sem hver hefði milljón breytur sem breyttust daglega væri mjög nákvæmt. Á móti kemur að það má ekki búa það til. Til þess að búa til stærðfræðilíkingu fyrir allt fólkið í heiminum þarf augljóslega að smætta hellinga af dóti þannig að það verði viðráðanlegt. Um þetta var fjallað eftirminnilega í útreikningsdeilunum. Því verður hins vegar ekki í móti mælt að tölfræðirannsóknir sem sýni fram á vensl einhverra breyta geti verið gagnlegar.

Varðandi punkt JS um að menn séu í hagfræði að skoða einstaklinga er rétt að benda á að menn telja sig gjarnan vera að því. Sú er hins vegar ekki alltaf raunin. Alveg eins og menn þykjast oft beita Pareto hagkvæmni (distributive efficiency) en eru í raun að nota Kaldor-Hicks viðmiðið (wealth maximization). Aðferðafræðilega einstaklingshyggja sem hefðbundnir hagfræðingar þykjast alla jafna beita felst voða mikið í því að lýta á heiminn sem samansafn af fullkomnlega skynsömu fólki sem röltir um og hámarkar hag sinn. Oftar en ekki breytir þetta fólk allt eins og einn maður. Þetta á ekkert voða vel við alla þá sem JS nefndi eða við alla Chicago-drengina.

F.A. Hayek litli kom með skemmtilega punkta um aðferðafræði í ræðu sem hann hélt þegar hann tók við nóbelnum, hvar hann segir meðal annars: "We [þ.e. hagfræðingar] have indeed at the moment little cause for pride: as a profession we have made a mess of things." En þetta var einmitt 1974. Þá var Kaynsisminn í algleymingi og mikil stemming fólgin í því að leika sér í stærðfræðilíkönum. Með litlum árangri reyndar. Hayek samsvarar sig hinum hagfræðingunum sem er athyglisvert þar sem hann hafði varað Kaynes við, hann hafði tekið þátt í útreikningsdeilunum (sbr. áður) og gefið út Road to Serfdom til áréttingar því að ríkisvaldið væri ekki mjög heppilegt til að stjórna öllu.

Annað sem er skemmtilegt við Hayek. Í staksteinum styrmis var rædd um miðjusókn Winstons nokkurs Churchills. Um þann mann ritaði áður nefndur Kaynes bókina "The Economic Consequences of Mister Churchill" en það tengist einhverjum gengisæfingum á þriðja áratugnum ef ég man rétt. Kaynes var einmitt miðjusóknarmaður eins og mogginn (a.m.k. á efri árum). Í kosningabaráttunni 1946, eftir stríðið, vitnaði Churchill blessaður í Hayek (þ.e. Road to Serfdom) við litlar vinsældir. Hlýtur það að teljast allmerkileg miðjusókn sem felst í að flagga F.A. Hayek. Hvað um það, Clement Attlee vann kosningarnar og þjóðnýtti Bank of England ásamt öðru. Svo skemmtilega vill til að það kom einmitt í hlut Margrétar Thatcher fjögurtíu árum síðar eða svo að einkavæða allt draslið. Thatcher þessi var einmitt mjög hrifinn af F.A. Hayek! Hún var samt ekki hluti af miðjusókn að mati moggans heldur einhverju allt öðru.

Þess má til gamans geta að F.A. Hayek stúderaði soldið sálarfræði og félagsfræði. Sem hvort um sig er að mínu viti mjög gagnlegt fyrir hagfræðinga. Meira gagnlegt en að læra mikla stærðfræði. Fólk passar alltaf svo illa inn í formúlur.

 
Ef atvinnuleysi er að hluta til upplýsingavandamál af hverju hefur það ekki farið lækkandi á Vesturlöndum?

miðvikudagur, desember 07, 2005

 
Það er marg líkt með skyldum. Reyndar er allt eins. Mas kvótið í Billie Armstrong.


Deilurnar um fjárlög ESB eru hressandi. Það væri gaman ef íslensku fjárlögin væru útbúin með sama hætti. Allir embættismenn ríkisins myndu hittast og ræða um hver fengi kvað. Þá myndu allar klíkur, eigingirni, sérhagsmunir og kverolantaskapur koma í ljós.

mánudagur, desember 05, 2005

 
Gabon, Venúsúela og Kasakstan hafa haldið slappar kosningar.

Það þurfti Stefán Ólafsson til rannsaka málið áður en segja mátti liðinu að bætur hafa ekki hækkað í samræmi við launavísitölu. Samt hefur ekki verið farið í felur með að þingmeirihlutinn hækkar bætur ekki til samræmis við launavísitölu.

Dagur Bergþóruson Eggertsson ætlar að huxa í jólafríinu.

Hvað fær svo mest pláss i fjölmiðlum? Það sem máli skiptir auðvitað.

Það er rétt rúm vika í ráðstefnu WTO í Hong Kong sem er kröns tæm í Doha-lotunni. Fyrir sum ríki skiptir þetta svolitlu máli. Önnur ríki haga sér með skammarlegum hætti í svona samningaviðræðum.

föstudagur, desember 02, 2005

 
Vinnumarkaðskönnun Eurostat er soldið áhugaverð. Staðfestir það sem maður vissi að Íslendingar eru ekki jafn ríkir og þeir vilja vera láta. Einnig er sérstakt að í sumum löndum, t.d. Þýskalandi, eru laun stighækkandi eftir aldri alla ævina (lækka ekki eftir fimmtugt). Íslendingar vinna áberandi mesta yfirvinnu. Menntunarpremía virðist vera minni í Finnlandi en annars staðar. Hvað segir það um gæði skólakerfisins og áhrif þess á hátækniiðnað sem svo oft er haldið fram?

 
Hvernig getur maður ekki gerst áskrifandi?

fimmtudagur, desember 01, 2005

 
Kirkjan ræður ekki við samkynhneigða. Meiri púkarnir. Gústaf öfgaíhaldsmaður spáði því að kirkjan myndi eyðileggjast fengi hún að pússa saman samkynhneigð pör. Ef satt, þá væri mjög skynsamlegt að heimila kirkjunni að gefa saman samkynhneigða. Ef ekki, þá má kirkjan bara halda áfram að vera fordómapúki.

Það er eitthvað svipað með lögunum Push the button og Ring my bell. Aðallega hvað tekstann varðar. Efast um að viðlíka dónamyndbönd hafi verið útbúin við síðara lagið.

Hressandi að komast að því þar sem mar er að lesa voða mikið um peninga og gjaldmiðla að hagfræðingum hefur varla tekist að fá líkönin sín til þess að passa við sveiflur í hreyfingum gjaldmiðla. Nánast betra að kasta upp pjening. Sem er skemmtilega kaldhæðið.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]