Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, janúar 31, 2006

 
Myndbirting Jyllandsposten er mál sem manni þætti fyndið ef það væri ekki vopnað fólk sem er bandbrjálað. Lætin vegna páskagrín Spaugstofunnar um árið voru einmitt mjög kómísk. Eins og þetta hegningarlagaákvæði:

125. gr. Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.

Þegar trúað fólk eins og Einar Karl halda fram trúarskoðunum sínum finnst mér það hljóma eins og brandari. Það væri hins vegar ólöglegt að skrifa lélegan kaldhæðnis útúrsnúningapistil um málið a la Þráinn Bertelsson.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

 
Það var ágætt í fyrsta félagsfræðifyrirlestrinum sem ég hef farið í.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

 
Kaup Dagsbrúnar á Securitas gefa aldeilis tilefni til gróusagna trúi maður því að OgVoðafón hafi kíkt í póst Jónínu. Gott ef Valhöll kaupir ekki þjónustu Securitas.

Ef þú ætti að hitta einhvern í Reykjavík á morgun án þess að vita hvar eða hvernig, á hvaða stað og hvenær myndirðu hitta hann?

sunnudagur, janúar 22, 2006

 
"Profits key if stocks are to recover" segir í fyrirsögn á vef Reuters. Hver hefði búist við því að það væri sterkt samband á milli hagnaðar félaga og verðmætis þeirra?

miðvikudagur, janúar 18, 2006

 
Stefán Ólafsson hækkaði pínulítið í áliti hjá mér í dag. Vilfredo Pareto hefur hins vegar verið tekinn tímabundið í sátt en það er önnur saga. Stebbi talar um skattalækkunalygi í mogganum. Sem er rétt en samt ekki. Skattar hafa verið lækkaðir verulega en raunskattstofninn er hins vegar annar. Skattbyrðin hefur því aukist. Sem rímar mjög vel við það hve ríkisútgjöld jukust í fjármálaráðherratíð GHH. Þetta allt saman minnir mann á það sem segir í laginu:

"illusions never change, into something real"
- Natalie imbruglia

Geiri litli virðist hafa verið soldil sjónhverfing.

Ekki bara vegna þess að hann hefur ekki sést eftir embættisskiptin.

 
Fyndið með bandarískan rétt hvað hugtökin eru gjarnan mis-alvarleg/háfleyg. Sem dæmi má nefna Fraudulent conveyance og cram-down.

Bókin Game Theory and the Law er nokkuð áhugaverð þó að teksti Pickers, Bairds og Gertners sé ekkert æði. Það er einhvern vegin sama hvaða tæki eru notuð til að greina skaðabótareglur almenna skaðabótareglan og hlutlægar reglur virðast jafnan vera hagkvæmar eins og þær eru notaðar núna. Á móti kemur að leikjafræðiniðurstaðan finnst mér opna á að mat á saknæmi eigi ekki að vera bundið skilyrðum um sennilega afleiðingu og orsakatengsl. Það væri líklega nær Nash-jafnvægi félaganna og gott ef ekki (Kaldor-Hicks) hagkvæmt.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

 
Það væri indælt að hafa íslenskun á hugtökunum "debt discharge" og "legal centralism"

 
Halldór Ásgrímsson er á góðri leið með að tryggja legasíið hans Davíðs. Sem er nokkuð vel af sér vikið miðað við aðstæður.

Það er skemmtilegt sjónarmið prestsins í mogganum sem heldur því fram að andstaða kirkjunnar við hjónabönd samkynhneigðra helgist af því að ekki séu til fullnægjandi orð fyrir hjónavígzlur samkynhneigðra. Þessi sama ástæða liggur einmitt því til grundvallar að íslenzka ríkið hefur látið "curling" afskiptalaust.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

 
Skemmtilegr dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um forgangsréttarákvæði. Slíkt tíðkazt aðeins á Íslandi og í Danmörku (íslenzk verkalýðsfélög kannast reyndar ekki við það).

Í þætti um Japan í gærkvöldi á RÚV virtist sem annar kver maður fremdi sjálfsmorð, oft eftir hvatningu þar um. Muni maður eitthvað úr þriðjabekkjarsögunni í MR tíðkaðizt þetta líka meðal Rómverja. Akkúrru?

sunnudagur, janúar 08, 2006

 
Ætli hugtök plati ekki svoldið. Eins og hugtakið hjúskapur. Njáll og Bergþóra voru í hjúskap. Davíð og Ástríður eru í hjúskap. Fyrir utan nafnið er fátt líkt með hjónaböndunum. Stofnunin hjúskapur er nebnilega dýnamísk. Sjálfsagt er munurinn á hjúskap á þjóðveldisöld og í dag svipaður og munurinn á USS Ronald Reagan og skipunum sem Xerxes sigldi á til Grikklands. Þegar biskupinn talar um að ekki megi henda hjónabandinu á ruslahaugana ber að skilja hann sem svo að hann vilji skilnaðarbönn, hagkvæmnishjónabönd, banna hjúskap fátækra og svo framvegis líkt og tíðkazt hefur í gegnum aldirnar?

Íslenska kýrin er klárlega ekki mjög hagkvæm. Hún hefur þó það sér til ágætis að vera falleg enda til í mörgum litum. Svo hefur hún vízt menningarlegt gildi fyrir að hafa framleitt lítið af mjólk og kjöti og þannig stutt dyggilega við vannæringu fólksins sem byggir Ísland (sem heitir reyndar "að halda lífi í íslenzku þjóðinni" í munni þjóðernissinnans).

Samkvæmt tölfræðihluta FAO er Ísland á svipuðum stað og sum þróunarlönd hvað varðar fjölda einhverra véla per íbúa. Miðað við málflutning bænda undanfarið verður vart annað ályktað en að íslenzkur landbúnaður sé að meginstefnu til óhagkvæmur. Þá mætti gera meira en bara að lækka tolla til að ná niður matvælaverði.

föstudagur, janúar 06, 2006

 

Engin kýr í heiminum framleiðir jafn mikla mjólk á einingu líkamsþyngar og Jersey kýrin. Hún er einmitt frá eynni Jersey í Ermusundi hvar einnig má fá góða bankaþjónustu.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

 
Holtsetalandskýrin er vinsælasta mjólkurkúin í heimi. Hún getur framleitt eins og 12.000 lítra af mjólk á ári. Fituinnhald mjólkurinnar er einnig afar heppilegt.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

 

Hereford beljur er svo indælar að kálfarnir verða feitir og ljúffengir frekar snemma. Þess vegna varð Hereford voða vinsælt kyn þar til fólkið tók upp á því að vera á móti mjög feitu kjöti.

mánudagur, janúar 02, 2006

 
Biskupinn er voða lítið elskulegur kadl. Hnýtti bæði í samkynhneigða og þá sem hafa markmið önnur en trúarleg í lífinu. Nýársdótið hans var eiginlega óður til íhaldssemi og asnalegra siðferðisviðmiða.

Minnir óneitanlega á frægt verk Dieters Roth hvað var krukka full af skít.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]