Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

 
Vitandi það að valmöguleikar hafi áhrif á val ætli maður hætti við að kaupa miðstærð af poppi og kók næst þegar mar fer í bíó?

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

 
Fólk heldur vízt sona „mental account" yfir pjeninga sína. Þannig er til dæmis það sem er í veskinu ætlað til að kaupa það sem hugurinn girnist þá stundina en verðbréfeigninni ætlað að nýtast í ellinni. Hér sumsje gildir einu að pjeningar eru einsleitir, þeir sundagreinast í hugum fólks. Aldrei hafði maður sjeð þetta mjög skýrt í yfirlýsingum forkólfa viðskiptalífsins þar til GSE bjó til tapsjóð fyrir Nyhedsavisen. Soldið heimilislegt reyndar: „Jæja, nú hættum við að reykja, leggjum pjeningana í sjóð og gerum eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn".

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

 
Mikið er fallegt af Baugi að leyfa GSE að einbeita sjer að útrásarverkefnum í stað þess að stjórna 30 milljarða fjelaginu þeirra. Aðspurður sagði Jack Welch um málið „Jeg vildi bara að þeir hefðu, rekið fleiri, fyrr".

Kárahnjúkar hafa verið stórslys mánaðarins í soldið langan tíma. Það er leiðinlegt. Hefði ekki verið betra að virkja bara eggjabakka?

sunnudagur, ágúst 27, 2006

 
Einhvern veginn les maður allar frjettir út frá crisis-of-the-month sjónarhodni þessa dagana. Það er hræðilegt að senda heim erlendar konur sem eru barðar af eiginmönnum sínum en upp komna tilfellið af þessu tagi ýkir mjög líklega líkurnar á því að hlutir af þessu tagi eigi sjer stað og færa fókusinn frá öðrum raunum sem útlendingar kunna að lenda í hjer á landi.

Kárahnjúkavirkjun hefur þetta sama element. Eina umhverfismálið í hálfan áratug. Enda er allt annað í himnalagi.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

 
Mikið óskaplega geta blessaðir jakkalakkarnir í UEFA gert mikið úr meistaradeildardrættinum.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

 
Ginningarfíbl er með skemmtilegri orðum. Verzt að maður skuli ekki þekkja eitt slíkt svo færi gefist á að nota það.

Þeir sem skella sjer á þetta eru þó ginningarfíbl.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

 

mánudagur, ágúst 21, 2006

 
Af trúarlegum ástæðum geta islamistar ekki notast við hefðbundna fjármálagerninga heldur aðeins Súkúk. Sem væri ágætt hljómsveitarnafn. Svo mætti yrkja um fjármálagerninga. Kannski eitthvað sona í anda PCD: „Dontcha which your bond had coupons like me?"

 
Að dansa án tónlistar, elska án elsku er að lifa.

Er þá gott að vanta?

föstudagur, ágúst 18, 2006

 
Af hverju lendir maður aldrei í samræðum um trúmál án þess að minnst sé á höfuðrit viðkomandi trúarbragða (reyndar enginn minnst á veda-ritin við mig). Ef kristið fólk trúir ekki á endurkomuna, sköpunina, meyfæðinguna, upprisuna og þess háttar dót hvaða máli skiptir þá Biblían?

Brandarabækur eru skemmtilegar að því leytinu til að einn eða tveir ljelegir brandarar eyðileggja ekki restina af bókina.

Það má auðvitað túlka hina brandarana þangað til þeir verða fyndnir.

 
Ben Bernanke myndi líklega vinna titilinn myndarlegast seðlabankastjórinn með sjónarmun.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

 
Merkilegt að tveir Chelsea-strákar hafi skorað fyrir England í vináttuleik gegn Grikklandi. Vanalega eru það Liverpool-menn sem bjarga því sem bjargað verður fyrir England. Eins og t.d. að gera út um þennan tiltekna vináttuleik.

Athyglisvert hvernig jeg nota stílbragðið strákar-menn til draga fram yfirburði annars liðsins.

Það er reyndar ekki athyglisvert. Hið athyglisverða er þessi bloggfærsla sem analýserar sjálfa sig.

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

 
Það jafnast ekkert á við frískandi landamerkjadeilu. Verst að einhver skyldi deyja.

Í fyrra sumar deildu Kanadamenn og Danir um hina merku Hans-eyju. Hinir vinalegu dátar á Vædderen eða hvað það nú heitir eru vízt tíðir gestir þar en á eyjunni gera þeir margt sjer til dundurs. T.d. að reisa dannebrog að húni.

Jeg væri alveg til í að rúnt um heiminn og draga íslenska fánann að húni.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

 
The radio is on but sound is all gone
[...]
The tv is on, but the colours are gone

- Roxette

Líklega bestu tekstabrot hljómsveitarinnar sem kom með líkinguna „Tasty like a raindrop". Regndropa eru svo einstaklega bragðgóðir og ljúffengir. En svo gæti jeg líka verið að misskilja.

mánudagur, ágúst 14, 2006

 
„Þetta eru líka trúarbrögð alveg eins og vinstri hugmyndafræðin og fyrir mér eru þetta þau einu réttu." segir á tíkinni. Þannig að þetta er spurning um að kasta upp krónu og byrja að trúa.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

 
Huxandi á ensku í miðbæ Reykjavíkur heyrir maður hvar maður svarar í símann: „Já". Hva, er bara Íslendingur hjer?

Sextugur maður á bláum slyddujeppa rúllar framhjá. Rúfurnar niðri og Bó í botni. Já, það er er ekki gó...

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

 
Þetta er sona sjerstakur klassi af máltækjum:

"Fall seven times, stand up eight." - Japanese proverb

Voða einfalt máltæki en sona æðruleysi í því, áskorun. Sem er gaman.

Í gær byrjaði jeg (loxins) að kynna mjer atferlishagfræði. Eitt af atriðunum sem gerir fólk frábrugðið ofurmenninu homo economicus er skortur á viljastyrk. Það er víst algengt að fólk forðist að geyma óhollan mat heima hjá sjer þegar það er í megrun vegna vantrúar á eigin viljastyrk.

Sem svo aftur útskýrir hvað er skemmtilegt við þetta máltæki, meðvitundin um eigin breyskleika.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

 
Sundhöll Reykjavíkur lokað án allra tilkynninga út vikuna. Bömmer.

föstudagur, ágúst 04, 2006

 
Manni finnst ekki mjög fínn frjettaflutningur af Úkræínu. Hann er þó einhver, annað en af Sierra Lione.

Biskupinn fer hamförum í tímaritinu Ský. Vantrúað fólk er vízt bara eitthvað að reyna sig gagnvart foreldrum sínum og sona, uppreisn gegn viðteknum gildum. Það er eitthvað annað með kristið fólk, það er í uppreisn gegn skynseminni.

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

 
„Fyrir fáum árum síðan þótti ýmsum það vera til marks um hreint ofsóknaræði, heimsku og jafnvel rasisma að tala um að múslimar kynnu innan ekki svo langs tíma að verða meirihluti íbúa ýmissa Evrópuríkja." segir hér. Sem betur fer hefur það ekki breyst. Rjett er að nótera að munur er á því að staðhæfa eða spá fyrir um demógrafíska þróun af fræðilegum áhuga og að setja fram staðhæfingar af þessum toga vegna hræðslu/andúðar á múslimum.

Oh I want you, I want you, I want you
On a chair with a dead magazine
In the cave at the tip of the lily
In some hallways where love's never been
On a bed where the moon has been sweating
In a cry filled with footsteps and sand
- Leonard Cohen

Hann á að vera svo djúpur og svo mikið skáld þessi maður. Þetta er nú flott en mjer tekst ekki að fá vit í allt saman. Stóllinn í annarri línu táknar líklega bið en dead magazine er flóknara. Annaðhvort er tímarit tákn fyrir tilgangsleysi [þá kemur biðstofa upp í hugann] og dauði þess merkir þá lok tilgangsleysisins. Hins vegar gæti maðurinn átt við tómt magasín en þá á hann líklega við að stríðið/átökin sjeu búin. Nema þetta sje snilldarleg tvíræðni þar sem maður á í átökum við tilgangsleysið. Manni dettur nú bara í hug eitthvað dónaleg varðandi hellinn við enda liljunnar. Í fjórðu línu er augljóslega átt við hjarta sem hefur ekki elskað. Ætli sviti mánans sje ekki morgundögginn sem segir þá að maðurinn vilji vakna með þeim sem ort er til. Org eða grátur fullur fótspora og sands kann að vera tímaleikur. Fótspor eru fortíð, sandur eilífiðin en ópin, þ.e. lífið, eru stutt.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

 
Er maður kúl þegar manni tekst að lýta á alla nýja hluti sem hversdagslega?

Maður í gulum bol með bónuspoka. Er það ekki soldið tacky? Jæja, nú er jeg farinn í bónus, bezt að fara í eitthvað gult til þess að vera í stíl við pokana.

 
Lúxus þess sem talar undir rós og eftirlætur öðrum að skilja sig er að sá hinn sami þarf ekki einu sinni að skilgreina sig fyrir sjálfum sjer. Böl hins beinskeitta er að velja orð af nægilegri kostgæfni svo hann verið ekki misskilinn.

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

 
Nú stenzt jeg ekki mátið lengur.

Á heimasíðu úngra jabnaðarmanna eru tvær tilkynningar. Annars vegar er auglýst að úngir jabnaðarmenn hafi í hyggju að tjalda til einnar nætur. Hins vegar er um að ræða tilkynningu um að úngir jabnaðarmenn ráði ekki einu sinni við að tjalda til einnar nætur.

Það er gott að hafa nýjar og fínar vefsíður sem útvarpa því sem máli skipta.

 
Um sjöleitið sjer maður hvar mæðgin koma á móti manni. Barnið í vagni sem móðurin ýtir. Barnið segir hátt og snjallt við svefndrukkna móður sína: „Mamma! Jeg er bara að stríða þjer". Í stað þess að öfundast út í lífsgleði barnins er ekki annað hægt en að vera jákvæður og glaður sjálfur. Lítið er hins vegar hægt að gera öfundist maður út í móðurina fyrir að vera móðir.

Að minnsta kosti til skamms tíma.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]