Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, september 27, 2006

 

Skipasmíðastöðin í Gdansk er einkar glæsileg, ásamt því að vera hin sögufrægast í heimi.

þriðjudagur, september 26, 2006

 
Það er soldið sjoppulegt að „nýjar“ hugmyndir samfylkingarinnar um lækkun matarverðs skuli kosta u.þ.b. 15 milljarða en að nánast ekkert virðist hafa verið pælt í málinu. Nema auðvitað því að hafa tízkuorð í frjettatilkynningunni.

Svo sjer mar í kastljósinu að menn hafa efni á þessu með því að hætta við skattalækkanirnar. Sem var ekki í frjettatilkynningunni eða annars staðar. Svo er bannað að taka upp nýja styrki en samt virðist eiga að taka upp einhverja styrki. Reyndar er óskiljanlegt að samfylkingin vilji styrkja bændur meira þar sem aðeins 2% þeirra kjósa flokkinn. Og fyndið að flokkurinn vilji toppa skattalækkanirnar eftir allt þensluhjalið.

Eins og danskurinn segir er þetta meiriháttar „kioskeligt“

Þá er rjett að geta þess að tímaritið Þjóðmál er einstaklega rasískt og ætti að halda fjarri bödnum.

 
Fyrirsagnir á mbl:
Fyrir utan það hversu hallærislegt það er að hafa sömu frjettina tvisvar tekst blaðamanni mbl að gera vitlausar gæslalappir tvisvar!

föstudagur, september 22, 2006

 
Fólk á fullerfitt með að skemmta sjer á aðalfundum. Bankastjórum finnst reyndar mjög gaman að ræða um methagnað á aðalfundum.

Tru.is fer að kostum:
- Eftir uppgjöf í að útskýra sköpunarsöguna: „Að mínu mati skiptir mestu fyrir kristinn einstakling að trúa að Guð sé að baki allri sköpun, allri veröld okkar, og að hann hafi skapað okkur mannkyn í sinni mynd, til samfélags við hann. Það er það sem skiptir máli.“

- Ekki alveg með á nótunum: „Kristin trú höfðar ekki síður til tilfinninga okkar en vitsmuna.“ Það horfir auðvitað til vandræða með vitsmuni trúarinnar. Kristin trú auðvitað höfðar til manns vitsmunalega af því meyfæðingar, endurkomur, upprisur o.þ.h. er svo áhugavert.

fimmtudagur, september 21, 2006

 
Það fer í taugarnar á mjer þegar menn vilja meina að aðalfundir sjeu kosningar. Hvað með hefðbundin aðalfundarstörf? Skýrslu formanns? Reikningana? Önnur mál?

Endowment effect og Theory of Public Choice gefa hvað? Jeg er auðvitað svo ljelegur í almannavalsfræði. Ef til er dýnamísk almannavalsfræði [svo ætti að vera] ætti hún eiginlega að vera soldið Marxísk. Sem er skemmtilegt.

Aðspurður um hvernig gengi í megrununni svaraði úngi hagfræðingurinn „Tja, af það væri búið að flóta mig myndi jeg skortselja massíft.“

Aðspurður um hvernig gengi í megrununni svaraði úngi löffræðingurinn: „Tja, jeg held að stúlkunni sem á fyrsta veðrjett í mjer sje laungu hætt að lítast á blikuna.“

þriðjudagur, september 19, 2006

 
Ef lesið er aðeins lengra í hneykslunarummælum páfa má sjá: „hver sá sem vill leiða menn til trúar þarf að vera mælskur og geta rökrætt almennilega“. Hjer er maðurinn auðvitað óbeint að kalla mannkynið hálfvita. Það mun vera þokkalegasta hneykslunarhella.

mánudagur, september 18, 2006

 
„Heimurinn yrði ekki öruggari án trúarbragða. Þvert á móti myndi dýpri þekking og innilegri guðrækni verja okkar gegn því að bregðast við ótta með örþrifaráðum. Þetta segir Raymond Helmick prófessor sem ásamt Rodney L. Petersen framkvæmdastjóra tekur þátt í ráðstefnu um Sáttaleið til friðar, sem Kjalarnesprófastsdæmi efnir til í Hafnarfjarðarkirkju 22. þessa mánaðar.“
- Einar Karl Haraldsson

Gott, gott. Maðurinn getur þá bara sleppt því að koma, EKH veit hvað hann segir. Rökstuðningurinn er þessi samkvæmt EKH:

1) Trúað fólk er firrt .
2) Trúarleiðtogar eru það ekki en kunna að hafa ljót markmið.
3) Það er auðvelt fyrir trúarleiðtoga að misnota firrta áhangendur trúarbragða.

Ergo: Trúarbrögð eru ekki ástæða ófriðar heldur er ófriður fjelagslegur.

Frábært. Það er bara eitt að. Fólk er ekki firrt af hendingu heldur gerir trúin það að verkum. Að sama skapi eru ljót áhugamál trúarleiðtoga ekki nauðsynlega utan hins trúarlega. Samkvæmt hetjum EKH, þeim Hemlick og Petersen eru einmitt allir illir trúarleiðtogar með markmið utan trúar. Þetta eru skrítnar forsendur um trú og trúarlíf. Það er engan vegin gefið að trúað fólk séu friðarsinnar eða umhyggjusamt. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fólk telji að trúarbrögð skipi því að taka þátt í átökum. Þannig fólk er nú til.

sunnudagur, september 17, 2006

 
In the sea of love, where everybody would love to drown
- Fleetwood Mac

Skammtilega kaldhæðnislegt í Pjetri Gaut:

- Hver ertu?
- Jeg, getur þú sagt hið sama?

Sá hinn sami ráðleggur andhetjunni að fara í kring. Eins og sönn andhetja fattar hann ekki spurninguna og tekur ráðinu, forðast sjálfan sig.

Máltækið betri er krókur en kelda á ekki við þegar keldan er átökin við sjálfið.

laugardagur, september 16, 2006

 
Trúarleiðtoginn skammaðist sín, ekki fyrir að tala illa um trúlausa, heldur fyrir að tala illa um villutrúarmenn.

föstudagur, september 15, 2006

 
Haustboðinn ljúfi, Heimdallar-kosningar, er kominn á kreik.

fimmtudagur, september 14, 2006

 
„Jeg er búinn að framleiða mörg grömm af löffræði“ sagði úngi löffræðingurinn hróðugur.

miðvikudagur, september 13, 2006

 
79% bandaríkjamanna og 76% evrópubúa telja stóra hópa innflytjenda vera ógn. Þó að það sje gaman að finna eitthvað sem menn eru sammála um beggja vegna Atlantshafsins tekur hjer steininn úr.

En í þessu ljósi mæli jeg með því að bandaríkin og evrópa hætti að taka á móti innflytjendum en afnemi þess í stað öll höft á útflytjendur.

föstudagur, september 08, 2006

 
Wayne Rooney floored Michael Gray with one punch after the "sleazy" Blackburn full-back made unwelcoming advances to the England star's girlfriend Coleen in a trendy Manchester bar. (The Sun) - BBC

Hver segir svo að þetta sje ekki herramaður?

miðvikudagur, september 06, 2006

 
Í inngangi allra greina á sus.is segir „Í pistli dagsins". Allt í læ, það er einfalt og gott. En af því að flestar greinarnar eru endurbirtar spyr maður sig „hvaða dax?"

Þessi málsvörn íhaldsmanna er skemmtileg. Þeim finnst vanta hina hressu Kacynski-bræður frá Póllandi í íslenska pólitík. Eimmitt, það er það eina sem vantar.

„Evidence shows that certain prejudices about migrants in Western countries are by and large ill-founded, the report says. These include complaints that immigrants take locals' jobs, depress wage levels and are a burden on the social welfare system. "Empirical evidence to support each of these complaints is weak or ambiguous - at least at the aggregate level," the report says."
- BBC


þriðjudagur, september 05, 2006

 
Kæri alnafni!

Það eru vandræði með þolmælingu yðar á morgun.

kv.
Þinn nafni

sunnudagur, september 03, 2006

 
Boilerplate-ákvæði kalla þeir ákvæði sem eru mikið notuð og hafa mjög skýra merkingu. Skemmtilegt.

Það koma fleiri hit þegar jeg fletti sjálfum mjer upp í gegni en Daniel Kahneman. Annar hvor þessara hefur fengið Nóbelsverðlaun. Krasý.

laugardagur, september 02, 2006

 
Sálfræðingur óskast til skrafs og ráðagerða.

föstudagur, september 01, 2006

 
You said that life is what you make of it,
Yet most of us just fake
- Stereophonic

 
Finndu fimm villur (Það er frekar augljós fylgni á þessu korti á milli iðnaðarframleiðslu/þróunar/menntunarstig/gæða heilsugæslu/o.s.frv. og breytunnar á kortinu).

 
Það þurfti Stefán Ólafsson til þess að einhver tæki eftir því að GINI-stuðullinn hefði hækkað. Merkilegt.

Ekki virkaði það hjá Sigurjóni Þórðarsyni sem hefur samvizkusamlega spurt um þetta.
Kannski af því að hann benti ekki á möguleg tengsl við einhverjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Stefán gengur reyndar fulllangt í því að kenna skattastefnu um og eins er BNA samanburðurinn ekki beinlínis af nákvæma fræðilega taginu. En það breytir ekki hinu að tekjuskipting er ójafnari á Íslandi og það er tiltölulega líklegt að hluta þess megi reka til skattkerfisbreytinga (eða breytingaleysis).

En frjettamenn nenna að hlusta á SÓ en ekki SÞ. Kannski af því að SÓ er í samfylkingunni eða af því að menn telja SÞ vera vitlausann. Menn skyldu þó ekki vanmeta mann sem er með framhaldsnám í fráveitu- og vatnshreinsifræðum (Water Pollution Control Technology) frá Cranfield á Englandi. Hann veit að minnsta kosti hvað GINI-stuðullinn er og það er meira en margur getur sagt.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]