Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, október 31, 2006

 
Hámark karlmennskunnar hlýtur að vera Müllersæfingar kviknakinn í frostinu.

Er það sona feminískt djók að barbapabbi sje bleikur en áhugamál barbabadnanna í samræmi við staðalmyndir?

mánudagur, október 30, 2006

 
Þetta er auðvitað spurning um viðskiptabann.

 
„Ríkisstjórn Íslands hefur tilkynnt um aðgerðir til lækkunar á matvælaverði. Hagar hafa fagnað tillögum ríkisstjórnarinnar, enda um verulega kjarabót að ræða fyrir íslensk heimili. Matvara hefur verið ofurskattlögð á Íslandi. Reiknað er með að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi áhrif á næsta ári, þar sem þær koma til framkvæmda 1. mars.“

- Frjettatilkynning Haga

Ánægjulegt hvað Hagar eru áhugasamir um hag íslenskra heimila. Skuldunautar fjelagsins eru ef til vill ekki sammála því en þessari tilkynningu er einmitt beint að þeim.

föstudagur, október 27, 2006

 
Einhvedn veginn fær mar ekki nóg af laginu Tribute

He asked us:
"(snort) BE you angels?"
And we said,
"Nay.
We are but men."
Rock!

Þetta finnst mjer einstaklega skemmtilegt. Sona trúleysingjaklám. Fínt.

fimmtudagur, október 26, 2006

 
Á vegi mínum urðu í gær tvö stykki trúboðar. Mjer tókst ekki að sannfæra þá um að trúleysi væri málið. Jeg trúi því að ástæðan sé einvörðungis sú að þessir úngu menn þori ekki að fara heim til safnaðarins og lýsa trúboðsferð sinni sem floppi.

Jeg mun sannfæra næstu. Kannski með rökunum „Jeg er löffræðingur, jeg veit hvað jeg syng“.

 
It's not always true that time heals all wounds.
There are wounds that you don't wanna heal,
the memories of something really good,
something truly real, that you never found again.
- Human League

Aftur með þetta Louise lag. Þessi hluti fer í taugarnar á mjer. Hvað er maður að gera með „wounds“ eftir minningu um eitthvað gott? Sjálfsagt á ekki að skilja þetta þannig.

miðvikudagur, október 25, 2006

 
Jeg get ekki mælt með bókinn Behavioral Law and Economics sem ritstýrt er af Cass Sunstein. Thaler, Kahneman og Tversky eru samt góðir. Restin er slök kenningarlega og aðferðarfræðilega. Sunstein kannski velur ekki rjettar ritgerðir þar sem hann er löffræðingur. Eða vegna þess að atferlisrjettarhagfræði er soldið afmarkað svið. Samt þurfti að endurprenta þetta rit.

God Delusion eftir Richard Dawkins er hins vegar hressandi lesning. Uppbygging tekstans er reyndar slök (sem mjer finnst mínus) og röksemdafærslurnar sumar hverjar undarlega framsettar (sem mjer finnst plús) en frískandi tilvísanir og þokkalega lipur teksti bæta upp fyrir það. Og ekki sjer maður betr en að þessi maður ætli sjer að halda fyrirlestur annað kvöld.

þriðjudagur, október 24, 2006

 
"Hello Louise,
Remember me?
Now should we part
Or stay awhile?
As if we were still lovers"
- Human League

Mikið indælislag. Nema hvað það ætlar að sitja endalaust í hausnum á manni.

 
Við skoðun á veraldarvefnum sést vel hversu margir landsmenn okkar tala niðrandi um Guð, hnjóða í trúarlegt atferli, lasta trúarkenningar einstaklinga og trúfélaga og smána trúarefni með ýmsum hætti. Ef saksóknari hefði ekki annað þarfara að gera væri hægt að sækja marga til saka. Sem betur fer eltir embættið ekki kjánaskapinn.

Mér hefur orðið nokkurt umhugsunarefni hvað valdi að svo margir láti vaða á súðum, sendi frá sér efni sem getur meitt og sært trúmenn með ýmsum hætti. Smekkleysan flæðir um æðar netsins. Er þetta bara sóðakjaftur illa gefinna unglinga? Niðurstaða mín er, að megnið af skætingi í garð trúar og trúarefna eigi sér rætur í slæmum smekk og lélegu skopskyni, sem fer því miður oft saman.

- Sigurður Árni Þórðarson

Þeir sem trúa ekki á gvöð en hallmæla ekki átrúnaði eru hins vegar í lagi samkvæmt Sigurði. Ekki rugga bátnum. En hvursslags trúleysingi er það sem hallmælir ekki átrúnaði eða einstökum kenningum?

sunnudagur, október 22, 2006

 
Bob Mundell er indæliskadl. Þeir tveir fyrirlestrar hans sem jeg hefi hlýtt á hafa algerlega sannfært mig um það að einn daginn muni jeg hljóta nóbelsverðlaun.

Röksemdafærslan John Stuart Mill, Alfreð Marshall og John Maynard Kaynes segja það og þess vegna er það rjett er æði. Ekki spillti fyrir að Paul Volcker var einnig sömu skoðunar. Svo útskýrði maðurinn bara hvernig ætti að koma á heimsgjaldmiðli. Hið svokallaða DEY. Fínt.

Punkturinn hans með að sjónarhodn á pjeninga sje rangt er reyndar góður. Það er pjeningar eru fyrst og fremst verðmælir eða reikningseining en ekki eign. Þá kemur Mental account atferlishagfræðinnar sterkt inn. Þarf að pæla í þessu.

Baumols-sýkin er frískandi. Framleiðni í einkageiranum eykst sífellt en ekki í opinbera geiranum. Einkageirinn ræður launastiginu og fyrr en varir hefur ekkert ríki efni á velferðarkerfinu lengur. Gott hjá stjórnmálamönnum heimsins að láta vandann bara reka á reiðanum. Mjög í samræmi við almannavalsfræði. Full einfalt, allt plain vanilla rekstrarhagfræði. Greina betr, ekki gerði hinn indæli Lindbeck það.

föstudagur, október 20, 2006

 
Tvo daga í röð hefi jeg yfirgefið heimili mitt án þess að morgunblöðin sjeu komin. Sömu tvo daga hefi jeg gengið fram hjá blaðbera með sakbitið augnaráð.

fimmtudagur, október 19, 2006

 
Rudebox með Robbie Williams er góð. Andri Snær Magnason mun kvóta ´ann í næstu bók.

Bob með fyrirlestur á morgun. Efast um að hann hlusti á Robbie. Hann er meira sona ABBA-týpa.

 
Amicus curiae. Vinur rjettarins. Skemmtilegt. Væri ekki dónalegt að vera vinur rjettarins.

Þetta er svo rangt. Öllum tölunum er röglað saman og höfundrinn virðist ekkert skilja hvaða þetta þýðir allt saman. Það er ekki nauðsynlega einn á móti einum samband á milli heildsöluverðs og smásöluverðs líkt og ýjað er. Það er samband á milli neysluverðs og launavísitölu en á það er ekki minnst og í reynd er engin ályktun dregin af þróun launavísitölu. Þá er ályktunin um tíma sem það tekur að vinna sjer inn fyrir mjólk dregin af breytingu í hlutfalli mjólkurneyslu af heimilisútgjöldum. Þessar skemmtilegu staðreyndir virðist ekki leyfa mikið flóknari ályktanir en: Aukinn kaupmáttur leiðir ekki til samsvarandi aukningar í mjólkurkaupum.

Það væri gaman að vera bóndi.

miðvikudagur, október 18, 2006

 
Það er ekki hægt að kalla nýjan aðalritara sameinuðu þjóðanna annað en Bangsímon.

þriðjudagur, október 17, 2006

 
„When asked by AFP news agency why they had tanks, he said that if soldiers move they "have to take their equipment“
-BBC

mánudagur, október 16, 2006

 
Hversu hallærislegt er það að áður en manni vex almennilega grön skuli andlitshárin taka að grána?

föstudagur, október 13, 2006

 
„Dont bother, ill be fine“
- Shakira

Merkilegt hvað maður getr vælt yfir smá pústrum.

fimmtudagur, október 12, 2006

 
„West Ham dismissed a takeover bid by Icelandic biscuit baron Eggert Magnusson...“
- BBC

Bita-Barón, fínt. Hammers samt ósáttir. Hvað vilja þeir? Kex-kóng?

miðvikudagur, október 11, 2006

 
Það er soldið vandræðalegt að vera að strípast með salernispappírssnifnsi á rassinum í sturtuklefa sundlauga Reykjavíkur. Sjer í lagi þegar allir fjelagarnir úr slökkviliðinu eru að fara í sturtu.

Skemmtilegt hvað blatt-liðar hafa öðlast mikla og skyndilega virðingu fyrir lögum Heimdallar. Hver veit nema næst á dagskrá sje að skrifa alvöru ársskýrslu og skila reikningunum rjettilega?

 
Ríkasti maðurinn í Kína er kona. Ánægjulegt.

þriðjudagur, október 10, 2006

 
„Jafningjasamfélag kirkjunnar er samfélag kærleikans, það er samfélag hugsjóna, sem kennir okkur að greina rétt frá röngu.“
- Bolli Pétur Bollason

Og allt þetta fólk sem mætir ekki messu og missir af jafningjasamfélaginu! Þjáist af tómhyggju og siðleysi, allir sem einn!

Það er merkilegt hvað þessir gvöðfræðingar á tru.is koma með marga sniðuga punkta sem sóma sjer mun betur án helgislepju eða jesúhjals. Enda hafa mörg sjónarmiðin heyrst af frægum gvöðleysingjum. Þetta eru jafnvel ágætis sjónarmið sem menn eins og jeg geta kvittað uppá.

mánudagur, október 09, 2006

 
Blessað viðskipta og iðnaðarráðuneytið er ekki alveg með það á hreinu hvort maður þurfi að sækja um leyfi til að kalla sig hagfræðing. Hressandi. Þess gerist eigi að síður þörf. Spurning um að púlla kverúlant á þetta og fara bara í mál við ríkið til staðfestingar á rjetti mínum. Hjer er auðvitað á ferð gróft brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár eins og hún verður skilin með hliðsjón af atvinnufrelsisákvæði sömu laga.

sunnudagur, október 08, 2006

 
I left my baby and it feels so bad
Guess my race is run
Shes the best girl that I ever had
I fought the law and the law won
- dunno

Úngu löffræðingadnir hafa gaman af þessu lagahjali. Þrátt fyrir að átt sje við lögmálið. Þrátt fyrir að niðurstaðan sje ekki sú sem maður hefði kosið.

miðvikudagur, október 04, 2006

 
Merkilegt þykir mjer að í öllum þeim umræðum sem sprottið hafa upp vegna Draumalands Andra Snæs Magnasonar að enginn hafi bent á jarteikn góðs tónlistarsmekks rithöfundarins únga. Í bókinni vitnar hann nebbnilega í teksta Robbie Williams lagsins góðkunna Tripping.

þriðjudagur, október 03, 2006

 




Eða einhvedn vegin þannig.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]