Kurteislegt brjev til kanselísins
föstudagur, ágúst 29, 2008
Eftir heila viku af „flokksþingi“ demókrata tekur við álíka uppákoma repúblikana. Frá þessu þurfa íslenskir fjölmiðlar að segja. Já og senda frjettamenn.
Ossetar, sómalir og zimbabwar mega eiga sig.
Við þurfum að vita hvort Hillary styðji nokkuð Barak Obama. Nauðsynlegt. Í tilefni þessa hefi jeg samið stutta endursögn á flokksþingi demókrata:
Hillary segir: Obama er æði
jeg vil njóta hans leiðtogahæfileika
Obama segir: No mccaine
He is so lame
Samkomur af þessu tagi hljóta að bræða mörg hjörtum. Blása einræðisherrum lýðræðisást í sinn Og jeg veit ekki hvað.
fimmtudagur, ágúst 28, 2008
Skv. áróðursriti Fjármálaráðuneytisins hafa útgjöld ríkissjóðs verið 13 milljörðum meiri en efni stóðu til. Það er umfram svonefnda „áætlun“. Þar eru það líklega fjárlög sem nefnd eru áætlun. Unaður. Hvað um það. Þetta er aðhaldssöm og góð stefna.
miðvikudagur, ágúst 27, 2008
Steingrímur nokkur Jóhann reit greinarkorn eitt í dagblað nokkuð sem gefið er út á Íslandi. Átaldi hann þar Þorgerði nokkra Katrínu dóttur Gunnar Eyjólfssonar leikara, krata og jógaiðkanda (eða hvaðannúer) fyrir að fljúga til Kína og til baka fyrir einhverja sýndarmennsku. Er það rjett hjá honum og góð ábending.
Gleymdi Steingrímur Jóhann hins vegar að gagnrýna sinn gamla samherja hr. Ólaf Grímsson sem sleppti næstum heilli loftlagsráðstefnu á vegum SÞ til þess að þeysast til Íslands og til baka til Asíu á einkaþotu.
Nú verð jeg að játa vankunnáttu mína á innviðum gamla Alþýðubandalagsins en var klíkan hans Steingríms Jóhanns ekki á móti hr. Ólafi Gríssyni?
þriðjudagur, ágúst 26, 2008
Afar ánægjulegt að Olympíuleikunum skyldi ljúka með því að hinn geðþekki Liverpúl leikmaður Javier Mascherano hlaut gullmedalíu.
Allir farþegar bílsins sobbnuðu þegar
von Thünen keyrði með um sveitir Íslands. Því miður fyrir þá. Ætli það hafi einhver rannsakað þetta?
Altjent virðast búskaparhættir að meginstefnu ríma við kenninguna. Hrossaræktin stíngur reyndar aðeins í stúf.
fimmtudagur, ágúst 21, 2008
Þrátt fyrir gríðarlegar auglýsingar fjölmiðla mætti enginn að mótmæla við ráðhúsið. Allt undir tvöþúsund (talið af aðstandendum) er vonbrigði.
Kannski eru bara allir sáttir. Nema Dagur Bergþóruson. Það er undarleg pólitík hjá honum að taka undir með Ólafi að hann hafi verið narraður og plataður. Að samþykkja málflutnings hins vænisjúka er ekki mjög greindarlegt. Nema Dagur sje að reyna að hræra í greyinu. Þá er það ekki mjög faglegt að setja Marsibil Sæmundardóttir „bara í einhverja nefnd á vegum samfylkingarinnar“. Tvo vindhögg samdægurs hjá lýðræðislega og nútímalega únga manninum.
Núna er GMB nánast orðinn nútímalegri og faglegri með því að hjóla í vinnuna og fara í nám í London.
Annars eru borgarmálin svolítið eins og neðri deildirnar í fótbolta. Meiri harka, minni tækni og allir dreyma um að komast í efstu deild - vera með stóru
strákunum.
Hápunktur ólympíuleikanna hljóta að vera hlaupaafrek Usain Bolt. Phelps stóð sig líka vel en sund hefur bara ekki sama sjarma og spretthlaup.
Annars eru þessir olympíuleikar ekkert spennandi. Jú Mascherano gæti orðið olympíumeistari. Það væri nú gaman fyrir hann.
þriðjudagur, ágúst 19, 2008
Marsibil fjekk að vera fræg í smá stund. Gaman fyrir hana.
Mig grunar að nytjafall Ólafs F. Magnússonar sje svona:
f(x) = S(Ex) + V(I*n) + Sn(ob)
Þar sem E er fjöldi kvenna og I er sopafjöldi. Til þess að hámarka þarf bara að diffra sem gefur
SVIn
Oooh, jeg er svo málefnalegur, faglegur, lýðræðislegur og nútímalegur í upphafi nýrrar aldar. Yndislegt.
Djöfull eru útvarpsfrjettirnir á Rás 2 slakar. Bara eins og óspjallaðar meyjar á útihátíð svo vitnað sje í forstjóra hjerlends fjármálafyrirtækis.
mánudagur, ágúst 18, 2008
Gefum okkur að í hverri fjármálakreppu hverfi núvirt 10% landsframleiðslu sem engin möguleiki er á að endurheimta. Á Vesturlöndum er komið í veg fyrir þetta með reglum um fjármálafyrirtæki sem takmarka samkeppni (skv. kenningunni leiðir það til minni áhættutöku). Skv. OECD liggur álagið á útlánsvexti vegna takmarkarðrar samkeppni á bilinu 30-100 punktar. Fyrir Ísland sem skuldar u.þ.b. landsframleiðslu merkir það að á hverju 8-25 tímabili greiða íslenskir lántakendur sem samsvarar tapinu við fjármálakreppu til íslenskra lánastofnanna. Nú hefur enn ekki orðið fjármálakreppa á Íslandi og er ekki fyrirsjáanlegt að hún verði á næstunni. Það er samt búið að borga fyrir hana.
Maður ætti sumsje að vera lánveitandi. Þar stuðið.
Annað. Ef bankarnir eru homo economicus og með fullkomnar upplýsingar vita þeir sem er að öllum vandræðum í fjármálakerfinu er mætt með aðgerðum hins opinbera. Þessar aðgerðir fela t.a.m. í sér bættan aðgang að lánsfje og nær alltaf frekari takmörkunum á samkeppni og ýmsu sem kemur litlum bönkum illa. Til langs tíma litið ætti stór íslenskur banki því ekki að draga úr áhættutöku sinni þrátt fyrir samkeppnistakmarkanir þar sem afleiðingar slysanna dreifast á marga og þeim fylgir ávinningur á móti.
sunnudagur, ágúst 17, 2008
Gríðarlega upplífgandi að sjá Jónas Sen tala illa um verk Andrew Lloyd Webber i Fréttablaðinu. Jeg var alltof úngur þegar jeg sá Jesus Christ Superstar í fyrsta sinn til þess að fatta hvað það er hræðilega leiðinlegt. Variations byrjar reyndar ágætlega en það er líklega Paganini að þakka.
Webber til varnar er líklega rétt að taka fram að hann heldur með hinu fornfræga Leyton Orient sem er nokkuð töff.
föstudagur, ágúst 15, 2008
Tíð borgarstjóra skipti í Reykjavík hljóta að vera slæm tíðindi fyrir spurningarkeppnisnörda framtíðarinnar. Óþolandi að læra utanað lista með svona mörgum nöfnum. Það var öllu þægilegra að hafa bara Pál Einarsson og Knud Zimsen sem fv. borgarstjóra. Reyndar endist Páll ekki lengi. En hr. Zimsen bætti upp fyrir það.
miðvikudagur, ágúst 13, 2008
Þegar Gísli Marteinn var í Kastljósinu var það stundum áhorfanlegt. Núna þegar ljóst er að hann verður ekki borgarstjóri (a.m.k. næsta áratuginn eða svo) ætti hann e.t.v. að snúa sjer aftur að Kastljósinu.
Það hefur þó líklega engin áhrif. Hið slæma Kastljós er sjálfsagt afleiðing viðvarandi metnaðarleysis og pressu áhorfskannanna og auglýsenda.
Þeir passa sig þó á því að kæta alþýðuna með því að sýna fúllyndan og fjöllyndan borgarstjóra munnhöggvast við sjálfbirgingslegan úngling.
þriðjudagur, ágúst 12, 2008
Gríðarlegur uppsláttur í blöðunum á vanskilahlutföllum. Það er oft hlutfallslega mikil aukning þegar farið er úr einhverju lægsta gildi sem um getur. Vanskil eru reyndar afar lág enn sem komið er eins og FME reyndar tekur fram í
frjettatilkynningu sinni. Þegar jeg fór á fætur fannst mjer eins og allir væru að verða gjaldþrota.
mánudagur, ágúst 11, 2008
Mjer finnst Batmanmyndin nýja ofmetin. Ekki þar fyrir að hún sje leiðinleg. Verst er hvað handritið er ósannfærandi. Það stappar nærri að hetjudáðir John McClane séu trúverðugri en átök Jokersins og Leðurblökumannsins.
Mjer leiðist frjettamat fjölmiðlamanna (og þar með líklega alþýðunnar). Má t.a.m. ekki velta því upp hvort klúður Doha-lotunnar muni hafa góð eða slæm áhrif á þær milljónir mann sem líklega munu látast vegna hás matvælaverðs?
Mjer leiðist nöldur og neikvæðni.
miðvikudagur, ágúst 06, 2008
Stundum hefur hvarflað að manni að Dean Ashton sje vanmetinn leikmaður. En að hann þurfi að kosta 15 milljóni GBP. Hvað ætli Tottenham myndi borga fyrir að fá mig?
Söfn
2004/04 - 2004/05
2004/05 - 2004/06
2004/06 - 2004/07
2004/07 - 2004/08
2004/08 - 2004/09
2004/09 - 2004/10
2004/10 - 2004/11
2004/11 - 2004/12
2004/12 - 2005/01
2005/01 - 2005/02
2005/02 - 2005/03
2005/03 - 2005/04
2005/04 - 2005/05
2005/05 - 2005/06
2005/06 - 2005/07
2005/07 - 2005/08
2005/08 - 2005/09
2005/09 - 2005/10
2005/10 - 2005/11
2005/11 - 2005/12
2005/12 - 2006/01
2006/01 - 2006/02
2006/02 - 2006/03
2006/03 - 2006/04
2006/04 - 2006/05
2006/05 - 2006/06
2006/06 - 2006/07
2006/07 - 2006/08
2006/08 - 2006/09
2006/09 - 2006/10
2006/10 - 2006/11
2006/11 - 2006/12
2006/12 - 2007/01
2007/01 - 2007/02
2007/02 - 2007/03
2007/03 - 2007/04
2007/04 - 2007/05
2007/05 - 2007/06
2007/06 - 2007/07
2007/07 - 2007/08
2007/08 - 2007/09
2007/09 - 2007/10
2007/10 - 2007/11
2007/11 - 2007/12
2007/12 - 2008/01
2008/01 - 2008/02
2008/02 - 2008/03
2008/03 - 2008/04
2008/04 - 2008/05
2008/05 - 2008/06
2008/06 - 2008/07
2008/07 - 2008/08
2008/08 - 2008/09
2008/09 - 2008/10
2008/10 - 2008/11
2008/11 - 2008/12
2008/12 - 2009/01
2009/01 - 2009/02
2009/02 - 2009/03
2009/03 - 2009/04
2009/04 - 2009/05
2009/05 - 2009/06
2009/06 - 2009/07
2009/07 - 2009/08
2009/08 - 2009/09
2009/09 - 2009/10
2009/10 - 2009/11
2009/11 - 2009/12
2009/12 - 2010/01
2010/01 - 2010/02
2010/02 - 2010/03
2010/03 - 2010/04
2010/04 - 2010/05
2010/05 - 2010/06
2010/06 - 2010/07
2010/10 - 2010/11
2010/11 - 2010/12
2010/12 - 2011/01
2011/08 - 2011/09
2011/10 - 2011/11
2011/11 - 2011/12
2011/12 - 2012/01
2012/12 - 2013/01
2013/02 - 2013/03
2013/03 - 2013/04
2014/05 - 2014/06
Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]