Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, febrúar 25, 2009

 
Jeg fylltist vonleysi við að heyra baráttuhug DO í Kastljósinu. Það virðist ekkert ætla að verða til þess að hleypa krafti í nokkurn hlut. Allt landið er á valdi kreppubarlóms og þúnglyndis.

Við verðum bara að bíða eftir því að kapítalistarnir nái vopnum sínum og góðærið byrji aftur.

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

 
Það var einhver ægilegur glæpur sem Höskuldur Þórhallsson hafði framið þegar hann kom í Kastljósið í gær. Komst þó ekki í hálfkvist við yfirheyrsluna á forstjóra Barnahúss. Jeg skil ekki hvað jeg horfi á þetta Kastljós. Merkilega heimskulegt.

Flöt niðurfelling framsóknarflokksins á skuldum íslenskrar alþýðu þótti heldur ekki merkileg. Rúv sagði bara „lægri vextir“. Jeg held að mörgum væri sama um óbreytta vexti ef höfuðstóllinn lækkaði um 20%.

Annars er uppáhalds hátíðisdagur allra góðra mann í dag. Svo hefst fastan.

mánudagur, febrúar 23, 2009

 
Nei hefur sumsje verið yfirtekið af á Já. Hvers eigum við að gjalda?

föstudagur, febrúar 20, 2009

 

Óviðjafnanlegur ljótleiki tónleika- og ráðstefnuhúss Norður-Kóreumann er sögulegt afrek. Á meðan milljónir svelta eru víst til fjármunir til þess að byggja hluta og hluta af þessu ferlíki á nokkurru ára fresti (það er líklega háð því að herinn þurfi ekki peningana).

 
Eitt það fyrsta sem maður huxaði þegar kreppan brast á var „það þarf nú meira högg en þetta til þess að ganga af kapítalismanum dauðum“. Og viti menn. Allir stjórnmálamenn keppast við að reyna að halda í horfinu.

Hins vegar gleymdi jeg hinu að andvara- metnaðar- og getuleysi samtímans er ansi ólíklegt til þess að hverfa einhvern tíman í bráð.

fimmtudagur, febrúar 19, 2009

 
Ætti maður að eigna íslenskum fjölmiðlum eða verkalýðshreyfingunni það að eftirlaunafrumvarpið sje tekið til baka? Jeg hallast að því að allt málið skrifist á blaðamenn. Þetta er einfald og þægilegt efni til að miðla til alþýðunnar „grmbl, há eftirlaun!“. Þægileg 20 sekúndna innslög með viðtölum við t.d. Gylfa Arnbjörnssön fylgja svo í kjölfarið „hurruburru, há eftirlaun!“. Þetta í sjálfu sjer einfalda mál hlaut aldrei neina umræðu, umfjöllun eða nokkurn skapaðan hlut en allir voru vissir um þetta væri agalega rangt.

Mjer finnst það með ólíkindum að heil stjett geti sætt við að gera mikið úr litlu máli án þess að hafa nokkurn tíman gert grein fyrir því.

þriðjudagur, febrúar 17, 2009

 
Umsögn Seðlabankans um seðlabankafrumvarpið er nokkuð góð. Það var manni reyndar ljóst við fyrsta lestur að þetta væri ekki mjög gott frumvarp. Nú þykir manni hins vegar einsýnt að þetta sje mikil hrákasmíð.

Maður veit ekki með þessa ríkisstjórn. Reka Davíð var nú ekki eina markmiði með breytingunum. Átti ekki að hefja fagleg vinnubrögð til vegs og virðingar?

mánudagur, febrúar 16, 2009

 
Og stuttu eftir 200 ára ártíð kemur afmæli Hæstaréttar Ísland. Veiii.

fimmtudagur, febrúar 12, 2009

 
Landafræðingar streyma á þing þegar þeir sjá framan sem þeim kann að hlotnast.

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

 
„He had my full support. I'm sure two or three of the other players would say the same“
- John Terry

Hvað skyldu nú vera margir í aðalliðinu? En hvað um það. Það eru greinilega einhverjar klíkur og leiðindi í Chelsea liðinu. Af hverju gat Morinho ráðið við öll stórstjörnu-egóin en ekki Scolari? En Scolari þjálfaði þó Portúgal og Brasilíu.

þriðjudagur, febrúar 10, 2009

 
Hvar er hægt að nálgast billegt kóngablátt stroff með gylltum sverðvopnuðum ljónum til þess að skreyta úngbarnavöggur?

Já og himnasæng auðvitað.

 
Núorðið má varla tala um kreppuna án þess að minnast á trúverðuleika og traust. Það er vízt í miklum mínus á landinu bláa.

Gjaldeyrishöft er t.a.m. afar slæm fyrir erlenda fjárfestingu. Sem er í grundvallaratriðum rjett. En í ríkjandi árferði eru þau alls ekki svo slæm. Sjer í lagi þar sem ljóst er að þau verða ekki varanleg. Í Bretlandi marsera menn og krefjast breskra starfa fyrir breskra verkamenn, kaninn vill kaupið kanavörur ákvæði í efnahagsinnspýtingarpakkann sinn o.s.frv.

Svo er íslenski seðlabankinn svo ótrúverðugur. Sjá fyrri færslur.

Þetta trúverðuleika vandamál er mikið til í kollinum á Íslendingum. Skyndilega virðist sem íbúar eyjunnar bláu hafi breyst í beiskar barlómskrákur. En í stað þess að viðurkenna vanmátt sinn segja þeir að útlendingar telji Íslendinga ekki nægilega trúverðuga.

Af erlendu frjettunum að dæma virðist hins vegar sem soldið gáfaðri frjettamenn sjeu að lepja vitleysuna eftir íslensku frjettamönnunum. Íslensku frjettamennirnir segja svo frjettir af því að útlendingar hafi sagt frá Íslandi. Sona hringavitleysa.

mánudagur, febrúar 09, 2009

 
Þegar eitt fíflið fer út kemur annað inn.

Það á ekki af frjálslyndum að ganga.

 
„1964
Graduate of the Ecole nationale supérieure des Mines de Nancy “Ingénieur civil des Mines“
1966
Graduate of the Université de Paris in economics
1966
Graduate of the Institut d'études politiques de Paris
1969 - 1971
Graduate of the Ecole nationale d'administration
Appointed to the "Inspection générale des Finances"“
- vefsetur ECB
Það er engu líkara en sjálfur seðlabankastjóri Evrópu uppfylli ekki starfsgengisskilyrði nýframlagðs frumvarps ríkisstjórnarinnar um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans. Forveri hans í starfi var þó með doktorspróf í hagfræði en skv. wikipediu fjallaði doktorsritgerð hans um hagræn áhrif afvopnunar. Það mætti segja að hann hafi skrifað sig inn í starfið.

En talandi um prófgráður og embættiskilyrði seðlabankastjóra skv. nýframlögðu frumvarpi. Þá er Már Guðmundsson vízt ekki með doktorspróf.

En það væri auðvitað ekki lýðræðislegt, faglegt og nútímalegt að sníða starfgengisskilyrði að hugsanlegum umsækjendum.

föstudagur, febrúar 06, 2009

 
Svona í ljósi þess að Kaupfélag Héraðsbúa er að liðast í sundur væri þá ekki gaman að fá eitt rækilegt kaupfjelagakommbakk? Hvað ef Kaupfélag Skagfirðinga myndi nú bara kaupa Haga af Gaumi? Hver myndi ekki vilja versla í KS-bónus stores?

Annars er jeg ekkert hissa á að hjeraðsbúar renni á rassinn.

fimmtudagur, febrúar 05, 2009

 
„I think we agree, the past is over.“
- GWB

Stórfurðlegt að Jóhanna hafi ekki vitnað til fyrrum Bandaríkjaforseta í ræðu sinni í gærkvöldi.

Ætli Steingrímur Jóhann muni einhvern tímann fá hinn þýða vinalega talanda ráðherra eða skyldi hann ávallt vera jafn fullur vanþóknunar og vandlætingar?

miðvikudagur, febrúar 04, 2009

 
Er ekki til Íslendingur með doktorspróf í peningamálahagfræði?

Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra til sjö ára í senn að undangenginni auglýsingu. Seðlabankastjóri skal hafa lokið meistaraprófi í hagfræði og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á peningamálum.
- Frv. til um breytingar á Seðlabanka Íslands

Meistaraprófið er ekki einu sinni bundið við neina sjerstaka sjerhæfingu.

 
Sátt hefur verið um það á Vesturlöndum og jafnvel víðar að peningamálastefna sje best rekin með sjálfstæðum seðlabanka. Svo segir einhver hagfræðireglan nota skuli eitt tæki til þess að ná hverju markmiði. Og þess vegna átti Seðlabanki Íslands að hemja verðbólgu með stýrivöxtum sínum.

Sami löggjafinn og ákvað að Seðlabankinn ætti að gera þetta ákvað nefnilega að ríkið myndi á sama tíma eyða óheyrilegu magni peninga sem skapar þenslu. Og já, verðbólgu. Seðlabankinn varð því að hækka vexti. Og hækka enn meir.

Fyrir þetta eiga svo seðlabankastjórarnir að gjalda með æru sinni og starfi.

Einn helsti kostur sjálfstæðra seðlabanka í fræðunum er einmitt hve lausir þeir eru við pólitík. Stjórnmálamenn geta gagnrýnt þá og öfugt en hvorugur ræður yfir hinum. Í fræðunum.

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

 
„Ögmundur dregur sig tímabundið í hlé“
- bsrb.is

Hann er sumsje í einu af þessum tímabundnu hléum.

Manni hefði þótt það meira sannfærandi að segja bara einfaldleg af sjer í ljósi þess innan vjebanda BSRB eru starfsmenn ríkisspítalanna. Þetta orkar svolítið tvímælis.

mánudagur, febrúar 02, 2009

 
Nokkrum sinnum hef jeg sjeð menn taka saman ljelegt gengi Benitez gegn topp4 liðunun. Á þessu tímabili sýnist mjer þetta vera sona:

LFC 4 3-1-0 6-2 10
AFC 3 2-1-0 5-3 7
Manure 4 1-1-2 6-5 4
CFC 5 0-1-4 2-9 1

Þá þarf maður auðvitað að taka þetta sjálfur saman. Einhvern tíman taldi maður nú að árangur í þessari mini-deild skilaði sjer vel. Núna er jeg alls ekki jafn viss.

 
Nú er engin ástæða til þess að draga fjöður yfir það að ÁMM var slakur fjármálaráðherra. Altjent skar hann ekkert niður eins og þurfti að gera. Var honum hins vegar helst legið á hálsi fyrir að vera dýralæknir. Er næsta vízt að fjölmiðlar muni draga mikið dár að fjármálaráðherra með þetta síví:

„ Stúdentspróf MA 1976. B.Sc.-próf í jarðfræði HÍ 1981. Próf í kennslu- og uppeldisfræði HÍ 1982.
Vörubifreiðarstjóri á sumrum 1978-1982. Við jarðfræðistörf og jafnframt íþróttafréttamaður hjá sjónvarpi 1982-1983.“
- af vef alþingis

Hann mun líklega ekki skera mikið niður. Eftir að þeirri kenningu hafi verið fylgt í mörg að heppilegt sje að auka ríkisútgjöld statt og stöðugt óháð öllum þjóðshagsbreytum er líklegt að tekin verði upp keynsísk kreppulausn. Sumsje að eyða enn meiru.

Annað hvort hljóta stjórnmálamenn eða hagfræðin að vera soldið krasý.

sunnudagur, febrúar 01, 2009

 
Það er góðra gjalda vert að vilja gera Morgunblaðið að einhvers konar hlutlausum fjölmiðli. Metnaðarfullur fjölmiðill væri reyndar ofar á dagskrá hjá mjer. Hvernig í ósköpunum hlutleysið á að ríkja skil jeg ekki. Ekki eitt einasta dæmi hlutafjelags, jafnvel með mjög dreifða eignaraðild, þekki jeg þar sem enginn fer með völdin. Ef það er ekki einhver hópur hluthafa þá er það framkvæmdastjórinn.

Hins vegar er hægt að stefna að tengslaleysi við helstu viðskiptajöfra eða valdablokkir. Það væri sjálfsagt fínt.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]