Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

 
Skandinavískir löffræðingar virðast vera orðnir æstir í að skrifa í moggann. Alþýðu þessa lands til ánægju og yndisauka.

Um daginn skrifaði einhver maður í moggann svargrein í hverri hann benti á að umræður á Íslandi snerust mikið um manneskjur en lítið um málefni. Þannig var einmitt sagt frá einhverjum dönskum löffræðingi sem Baugur hafði ráðið og hver skoðun hans væri í fréttum í gærkvöldi. Engin tilraun var gerð til þess að útskýra rök grey mannsins eða ástæður skoðana hans. Kannski af því að sannleiksgildi skoðana hans ræðst af því hver réð hann.

Sömuleiðis hefur andríki undanfarna daga haldið því á lofti að Stefól sé stuðningsmaður andstæðinga ríkistjórnarinnar og aukinheldur starfsmaður Reykjavíkurborgar. Líkt og með því sé útilokað að sannleikskorn sé í skrifum hans.

föstudagur, febrúar 24, 2006

 
Það má kannski segja að þankagangur manns hafi náð nýjum lægðum þegar mér datt það í hug í dag hvar ég var í göngutúr í miðbæ Reykjavíkur að orðið hnappur (e. button) í laginu Þrýstu á hnappinn (e. Push the Button) með hinum dagfarsprúðu Sykurgellum (e. Sugarbabes) á auðvitað við þjóhnapp sbr. ljóðlínurnar:

I'm kind of showing off for his full attention
My sexy ass has got him in the new dimension

Líklegra verður þó að teljast að tekstahöfundurinn hafi átt við svipaðann hnapp og White Stripes syngja um:

I´m thinkin´ about my doorbell
When ya gonna ring it, when ya gonna ring it



 
Greinar ISG og SJS í mogganum í gær voru hálfkómískar. Stjórnarandstaðan virðist ekki vera nógu klár í efnahagsmálum til þess að gagnrýna stjórnina almennilega. Leiðinlegt að það þurfi útlendinga til að benda á vandamálin. Þeir eru heldur ekki góðir í því.

Stefáni Ólafssyni tókst reyndar ekki nógu vel upp í grein sinni í Mogganum í dag. Greinin virðist vera brennd pólítísku marki. Fullyrðingar hans um skatta fyrirtækja eru þannig undarlegar enda hefur skattbyrði þeirra samkvæmt mælikvarða Stefáns líklega aukist lang mest undanfarinn áratug. Bankarnir einir greiða nógu mikið til að dekka menntamálaútgjöld ríkisins plús skiptimynt í skatt. Að öðru leiti held ég með stebba.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

 
Bara um daginn minntist einhver á það við mig hve lítill munur væri á samfylkingunni og sjálfgræðisflokknum. Því var gaman að lesa eftirfarandi á heimasíðu sus: "Þá mun hann [þ.e. Sigurður Kári Kristjánsson] skerpa á þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir." Ekki seinna vænna að einhver taki sig til og skerpi stefnuna aðeins. Ekki gerði Landsfundur það, svo mikið er vízt.

Af einskærri eðlislægri meinfýsni minni má ég til með að minnast á þesssi ummæli Brynju Magnúsdóttur í grein á pólitík.is: "Maður fer nú að spyrja sig hver sé kallinn í brúnni – ríkisstjórnin eða Seðlabankinn?" Það er einstaklega vandræðalegt að skrifa geððeikt langa grein um efnahagsmál og opinbera svo í niðurlaginu (ég nennti ekki að lesa það sem stóð á milli þess og fyrirsagnarinnar) svo augljósa vanþekkingu sína. Nema þetta séu mistök.

Talandi um mistök. Í ræðu um daginn sagði fjármálaráðherra "Frá árinu 2003 hefur ríkistjórnin markað langtímastefnu í ríkisfjármálum, sem hefur miðast við að draga úr örum vexti útgjalda á þenslutíma. Fyrir vikið hafa auknar tekjur í uppsveiflunni leitt af sér myndarlegan afgang, sem hefur haft mikil áhrif til að draga úr spennunni undanfarin tvö ár. Í ár er áfram stefnt af því að ríkissjóður skili tekjuafgangi". Þetta eru reyndar borderline-mistök. Mér finnst ekki mega ráða annað af þessu en að skatttekjur hafi aukist um helling undanfarið og að ríkið hafi verið svo vinsamlegt að eyða tekjunum ekki heldur stinga þeim í vasann. Hvernig getur það gerst að skatttekjur aukist án þess að skattbyrði aukist? Jú, veltuskattar gætu skilað meiri tekjum en hluti ástæðunnar hlýtur að vera aukin skattbyrði. Fólk ber reyndar einnig byrðar af vaskinum. Skattalækkanirnar voru því húmbúkk.

Annað sem ÁMM segir er jafnvel meiri mistök beri maður það saman við yfirlýsingar GHH forvera hans. GHH vildi aldrei viðurkenna að ríkisútgjöld væru að aukast. ÁMM segir hins vegar þá stefnu hafa verið markaða að draga úr örum veksti útgjölda á þenslutíma. Hann talar bara um að draga úr örum veksti og vill því líklega að vöksturinn sé aðeins hóflegur.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

 
Það er soldið langt gengið ef menn ætla bara að taka lóðirnar af ByggBen. Fyrirvarar leiða ekki til þess að stjórnvald geti gert hvað sem er. Þessir aumu íslensku fréttamenn geta svo ekki asnast til þess að birta fyrirvarann heldur segja aðeins þannig frá honum að mar skilur hann ekki.

Annars var athyglisvert að sjá í mogganum að það er óvíða svo að hið opinbera úthluti jarðnæði. Það væri athyglisvert að kanna hvort það taki ekki íslenskum skipulagsháttum fram.

Það eru ansi hressir karlar sem byrja umfjöllun um réttarsögu á steinöld.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

 
Hver hefði trúað þessu.


You scored as Anarchism. <'Imunimaginative's Deviantart Page'>

Anarchism


92%

Green


67%

Democrat


58%

Communism


42%

Socialist


42%

Republican


17%

Fascism


8%

Nazi


0%

What Political Party Do Your Beliefs Put You In?
created with QuizFarm.com

laugardagur, febrúar 18, 2006

 
Tell me, tell me, tell me the answer
You may be a lover but you ain't no dancer.
- The Beatles



fimmtudagur, febrúar 16, 2006

 
Mikilvæg gildi í kapítalisma eru karlmennskugildin samkeppnisandi, áreitni, metnaður og barátta. Hverju myndu kvenmenskugildi breyta? Einhver myndi nú vilja halda því fram að hagkvæmustu gildin séu jafnan valin og því yrðu kvenmennskugildi óhagkvæm. Reynslan af t.d. kvalveiðum við Norð-Austur strönd Bandaríkjanna benda til annars.

Stefáni Ólafssyni tekst í Hugarfar og hagvöxtur [sic] að sleppa því að minnast á eignarétt í tengslum við almenna umfjöllun kapítalismann. Fyrir utan það að vera hugtaksatriði skiptir það reyndar ekki miklu máli í bókinni hans. En ég hef ekki lesið hana alla.

Það er forkastanlegt af Orator að halda hátíðarmálþing um stjórnskipunarmál og bjóða fulltrúa kverolantanna í Þjóðarhreyfingunni en engum úr Hinu íslenska félagi áhugamanna um stjórnskipan.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

 
"Under the Code [of Hammurabi], you could hypothecate your wife. But a creditor could seize her for only three years. And he would have to return her in as good condition as she came." las maður á síðu einhverra áhugamanna um skuldabréf. Burtséð frá siðferðilegum atriðum, er þetta ekki frekar lélegt veð?

En maður veit sossum ekki mikið um Babylon, mar hefr bara heyrt lagið "Rivers of Babylon" með Booney M.

 
Singles Awareness Day (SAD) er í dag. Fyrir okkur einstæðingana.

mánudagur, febrúar 13, 2006

 
You left when I told you I was curious,
I never said that I was brave.

- Leonard Cohen

 
Þetta er yndyslega lúðalega heymasýða. Sona gamaldags "heymasýðan mýn". En hann er með sona lysta yfir fólk sem hann lýtur upp tyl. Topp tíu meira að segja. Ætli maður myndi ekki nefna Posner, Hayek, Smith, Jón Þolláksson, Schumpeter og bara búið.

Kannski er maður ekki nógu yfirlýsingaglaður. Nema mar sé svo illa að sér.

Ég hef reyndar skírteini upp á það að ég sé of hógvær.

laugardagur, febrúar 11, 2006

 
Hver er fanatíkerinn?
- Samkynhneigðir mega ekki giftast þar sem gvöð skilgreinir hjúskap sem gellu og gæja dæmi.
- Það má ekki drepa fóstur þar sem gvöð skóp lífið.
- Ekki má setja veraldleg lög sem ganga framar lög gvöðs.

Pro-læf liðið í BNA, sharíafylgismenn heimsins og andvígismenn samkynhneigðra á Íslandi er ferlega áberandi lið þrátt fyrir að eiga að heita í minnihluta.

Hvar eru öll skemmtilegu minnihlutasjónarmiðin?

mánudagur, febrúar 06, 2006

 
Og viti menn. Daxbrún græddi rúmar 300 milljónir á prentmiðlum sínum. Og varla meira en tvö ár síðan Fréttablaðið varð síðast gjaldþrota.

laugardagur, febrúar 04, 2006

 
„Við hefðum átt að drepa alla þá sem móðguðu spámanninn en þess í stað erum við hér, að mótmæla með friðsamlegum hætti," segir Zahar sbr. MBL. Þá er það komið á hreint. Hamas eru hófsamir gæjar.

Angela Merkel með 80% approval rating. Hver hefði trúað því.

föstudagur, febrúar 03, 2006

 
Gamlingjabandalagshagfræðingurinn Einar Árnason var nálægt því að afsanna hið fornkveðna, nebbnilega að þeir sjeu góðir þessi gömlu í æsifréttatíma NFS í gærkvöldi.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

 
Mun stærri hluti tekna hins opinbera á Íslandi kemur frá óbeinum sköttum en annars staðar í heiminum. Það gerir lækkanir á tekjuskatti ódýrar hvað varðar tekjutap hins opinbera. Tekjuskattur er hins vegar sýnilegur skattur sem allflestir eru líklega mjög meðvitaðir um. Það gerir pólitíska ávinninginn af lækkun hans mikinn. Alþjóðlegur samanburður á tekjuskattshlutfalli verður sömuleiðis svolítið ósanngjarn þar sem Íslenska reikið reiðir sig hlutafallslega meira á vaskinn en önnur ríki.

Þar sem laun á Íslandi eru lág (að teknu tilliti til vinnutíma) en vöruverð hátt mætti einnig ætla að með þessu móti verði minni verðbjögun.

Fyrirlestur Jóns Þórs Sturlusonar í hádeginu um rannsókn sína á nýtingarleyfum var áhugaverður. Tilraunahagfræði er reyndar yfirleitt skemmtileg.

Söngleikur Verzlunarskólans er einnig skemmtilegur.

Þá er óhætt að fullyrða að vökublaðið lítur betur út en röskvublaðið þetta árið, innihaldið er eitthvað sem mar nennir síður að kanna.

Það er gaman að fara í fyrirlestur hjá góðum kennara. Það má þó segja að steininn hafi tekið úr þegar aðra vikuna í röð var farið nánar í hvað átt er við með máltækinu um að peningar hafi tvær hliðar.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]