Kurteislegt brjev til kanselísins

mánudagur, september 29, 2008

 
Það fór aldrei svo að Davíð fengi ekki að taka þátt í að niðurlægja Baugsveldið.

laugardagur, september 27, 2008

 
Jeg fæ ekki skilið þessa skyndilega krónumaníu. M.a.s. Spaugstofan gerir grín að krónunni. Eigi að síður skal RÚV skv. 1. tl. 2. mgr. 3. gr. laga um Ríkisútvarpið ohf.

...leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.

Svartir englar eru sjálfsagt tilraun RÚV til þess. Hvað um það. Þetta var útúrdúr. Að jafnaði sveiflast gjaldmiðlar þ.a. þegar þeir eru veikir dregur úr kaupmætti alþýðunnar en þegar þeir eru sterkir eykst hann. Þannig keyptu allir sjer flatskjái og lúxusbíla um árið. Núna er er krónan hins vegar veik og allir hættir því. Kannski eðlilega er krónan bara pirrandi þegar hún er vond við mann. Þó að hún sje stundum vond hefur hún eigi að síður þann kost umfram erlenda gjaldmiðla (ennþá) að gefa tækifæri til þess að jafna sveiflur í þjóðarbúskapnum. Þ.e. hinn sveiflukenndi gjaldmiðill getur dregið úr slæmum áhrifum hagsveiflunnar.

Þá hefi jeg smættað þessa krónunspurningu niður í hvort maður vill heldur reglulegar holskeflur atvinnuleysis eða rýrnaðs kaupmáttar innfluttrar vöru?

Fyrir alþýðuna ætti svarið að vera halda krónunni enda er atvinnleysi afar slæmt fyrir fólk. Sjer í lagi þá sem verða atvinnulausir. Hins vegar þyrfti fleiri breytur fyrir aðra.

þriðjudagur, september 23, 2008

 
„Jeg er viss um að ríkisstjórnin er að gera sitt besta“
- Davíð Oddson

Unaður. Hressandi viðtal.

Eitthvað annað en Eiríkir Bergmann Einarsson í frjettum RÚV í gær. Ótrúlegt að frjettastofan kynni hann bara sem lektor á Bifröst. Hann er vitaskuld fanatískur EB-áhugamður fyrir það fyrsta og stjórnmálafræðingur í annan stað. Frekar óvarlegt að leyfa honum að tjá sig undir þessum formerkjum í sjónvarpi. Hvers á óupplýst alþýðan að gjalda?

Eða enn meira aðkallandi, af hverju þurfa evrusinnarnir aldrei að framkalla almennileg rök?

föstudagur, september 19, 2008

 
„Dvölin í 1. Deild verður ekki löng og þeir hljóta að fara upp eins og tundurskeyti. Ég hef mikla trú á Skagamönnum og það eru margir góðir fótboltamenn í þessu ÍA liði,“
- Logi Ólafsson

Unaður. Jeg hefi nú takmarkaða þekkingu á tundurskeytum. Eitt þykist jeg þó vita og það er það að tundurskeyti ferðast neðansjávar að skotmarki sínu. Ef við gerum nú ráð fyrir að Logi deili þekkingu minni á tundurskeytum hlýtur hann að vera að óska Skagamönnum langrar veru í neðri deildum.

fimmtudagur, september 18, 2008

 
Víglundur Þorsteinsson útskýrir efnahagsástand heimsins í Frjettablaðinu í gær. Lesið. Ætli hann fari ekki nærri lagi. Og ætli það skipti nokkuð máli fyrir umræður um efnahagsmál þó að einhver hitti naglann á höfuðið.

Hann gleymir hins vegar alveg Íslandi. Sem er ef til vill skiljanlegt. En samt ekki. Vill enginn tala um að líklega hafi ríkið eytt og miklu á umliðnum árum? Og núna er íslenska niðursveiflan að fara í gang. Verst að þetta sje á sama tíma.

Annars er þjóðhagfræði leiðinleg. Hún útskýrir varla þetta boom´n´bust dót.

miðvikudagur, september 17, 2008

 
Fallegt af íslenska ríkinu að ætla sjer að ginna erlenda ferðamenn til landsins um hávetur. Reyndar held jeg að það muni ekki ganga.

Nú hefi jeg fengið þá snilldarhugmynd að banna ætti sýningar kvikmynda frá majórunum (þ.e. Warner Bros, Columbia, Paramount, Fox, Disney og Universal Studios) í kvikmyndahúsum og söngleiki eftir Andrew Lloyd Webber. Ísland gæti þá orðið fyrsta landið í heiminum sem bannar algera smekkleysu.

Auglýsingin yrði mun meira virði en 100 milljóna. Fyrir utan hvað það væri æðislegt að hafa eitthvað til að fara á í bíó.

Lögin gætu heitið eitthvað eins og „lög um bann við smekkleysu“ eða „lög um góðan smekk“ þar sem það hljómar betur á ensku (þ.e. The Good Taste Act).

mánudagur, september 15, 2008

 

Vantrú.is er að toppa um þessar mundir.

föstudagur, september 12, 2008

 
Og í gær byrjaði jeg lesa ritling eftir Chomsky. Í stuttu máli heldur hann því fram að fjölmiðlar sjeu tæki til þess að halda fáfróðum almúgunum hræddum og ranglega upplýstum (e. misinformed) valdamennirnir geti farið sínu fram. Eða með öðrum orðum áróður er lýðræðinu það sem fallexin var einræðinu.

Sem er skemmtileg kenning og góð.

En svo hefur fólk ólíkan smekk fyrir fjölmiðlum eftir stöðu. Fjölmiðlar breytast líka eftir því sem lestur þeirra eykst sem og aðhald áhorfskannanna og arðsemiskröfu.

Ætli sjónarhorn málfræðingsins sje ekki bara einum of þröngt.

fimmtudagur, september 11, 2008

 
Nú huggnast mjer ekki nýr kirkjugarður í Úlfarsfelli. Fyrir því eru nokkrar ástæður:

1) þrátt fyrir Ísland sé tómt er alveg óþarfi að nota fleiri hektara af höfuðborgarsvæðinu undir hina dauðu
2) Íslendingar eru alltof hrifnir af því að vera grafnar í risakistum þ.a. þeir taka um 2fm dauðir
3) einokun ríkiskirkjunnar á kirkjugarðaþjónustu er til skammar

 
Heimsendi hefur verið frestað. Aftur. Fylgist með frá byrjun.

Hvernig skyldi það nú vera að fylgjast með sekúndunum líða á úrinu sínu bíðandi eftir heimsendi?
- „Jesús er að koma, jesús er að koma. Húff. Jesús kemur“
Smá þögn.
- „Æ, nei!“
- „Hvað?“
- „Jeg gleymdi að slökkva á eldavjelinni!“
- „Hvað með það? Það er að koma heimsendir. Jeg lærði ekki heima.“
- „En Jesúm, hann hleypir bara þeim í þúsund ára ríkið sem eiga það skilið"“

þriðjudagur, september 09, 2008

 
Í gærkvöldi var í frjettum RÚV sagt frá dr. Allyson Pollock sem var gagnrýnin á einkavæðingu í breska heilbrigðiskerfinu. Gagnrýnin hljómaði býsna skynsamlega og almannavalsfræðingurinn í manni færðist allur í aukana. Því miður láðist RÚV að geta þess að dr. Pollock er „medical doctor“ en ekki að því er virðist með doktorsgráðu í nokkrum öðrum vísundum.

Þá spyr maður sig, treystir maður svari læknis við hagfræðilegilegu álitaefni sem sett er fram á túngumáli fjelagsfræðinnar?

En almannavalsfræðingurinn var laus. Hann hafði svarið. Samráðsferli þau sem tíðkast víða í lýðræðisríkjum fela í sjer að stjórnvöld ráðfæra sig við sjerfræðinga. Þannig hafa breskir læknar og bresk lækningafyrirtæki fengið að ráða einhverju um hvernig heilbrigðiskerfið þróaðist. Og þá þarf enginn að vera hissa á því að eftir standi högnunartækifæri fyrir hverja? Já einmitt þá sem ráðlögðu stjórnvöldum um hvernig lögin ættu að vera.

 
Í morgun huxaði jeg með mjer að e.t.v. ætti jeg að taka upp á því að vera umburðarlyndari. Mjer var hins vegar synjað þar um. Enn fást því sleggjudómar, palladómar og aðrir dómar í miklu úrvali.

Jeg kann nokkuð vel við Sigurbjörn heitinn biskup. Hann viðurkenndi það sem rjett er að annað hvort trúir maður á krist með öllu sem því fylgir eða ekki (það kallar sig enginn liverpúl stuðningsmann sem styður liverpúl bara í sumum leikjum). Það er rjett og góð afstaða hjá Sigurbirni. Svo var hann á móti samkynhneigðum, mannrjettindum og ýmsu fleiru enda leiðir það beint af biflíunni og kristi.

Þetta er rjett og eðlileg afstaða trúmanns.

Hafandi sagt það, þá hafa vaknað upp ágengar spurningar um heimspeki Sigurbjörns og gvöðfræðileg afrek fyrir hver honum hefur verið mikið hampað. Lítt hefur verið um þau fjallað. Hef jeg þó sjeð ófáar stilkurnar með þusi Sigurbjörns. Þar hefur jafnan verið á ferðinni hefðbundið krisslinga þus með öllu fínni orðum en tíðast eru notuð.

föstudagur, september 05, 2008

 
Bara í dag mun jeg bjóða öllum sem kommenta upp á facebúkk aðgang.

fimmtudagur, september 04, 2008

 
Nú orðið má varla opna fyrir viðtækið án þess að RÚV mæri B. Obama. Hann er örugglega prýðiskadl. En þetta verður soldið þreytt.

þriðjudagur, september 02, 2008

 
Meiðslalitinn á Physioroom.com er spennandi. manure gæti verið án kantmanna sem þýðir að enginn kantmaður verði með í leiknum. Nema jú e.t.v. Albert Riera. Það gæti orðið frískandi.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]