Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, desember 18, 2008

 
Gaman hvað Alþýðusamband Íslands fer oft í fýlu út í ríkisstjórnina og Alþingi fyrir að fara ekki að vilja þess. Eins og ASÍ sje einhver konar yfirstjórn Alþingis; „Sæl, Gylfi heiti jeg Arinbjörnsson og er yfirstjóri Íslands“.

Frá fleiri en einni heimild hefur maður nú heyrt að bókhaldið hafi blekkt menn út í gengdarlaus fjárfestingaræðið sem riðið hefu rækjum á umliðnum árum. Það er sannarlega illt í efni þegar mælitækin eru farin að stýra okkur leið. Og ef efnhagsreikningarnir hafa verið útbelgdir af einhverju rugli þá fæst lítð upp í Isave.

miðvikudagur, desember 17, 2008

 
„Á opnum fundi einnar undirnefndar Evrópunefndarinnar mánudaginn 15. desember kom fram sú skoðun, að markmiðið með því að efna til landsfundarins í lok janúar væri að forysta Sjálfstæðisflokksins fengi umboð til þess að semja við aðra flokka um að aðildarumsókn Íslands að ESB yrði lögð fram. Þessum skilningi var mótmælt á fundinum m.a. af fulltrúa í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem átti aðild að hinni upphaflegu ákörðun um að flýta landsfundinum.“
- Styrmir Gunnarsson

Eftir að hafa bölvað honum í mörg ár sem ritstjóra Morgunablaðsins er hann nokkuð skynsamur sem almennur fjelagsmaður í sjálfgræðisflokknum.

Annar maður sem neyðir mann til þess að endurmeta sig er Göran Persson sem var gestur Boga Ágústssonar í gær í Viðtalinu. Maður skilur af hverju fólk vill kjósa krata sem hafa næmt auga fyrir því sem er pólitískt mögulegt, eru pragmatískir og umfram allt skilja að efnhagslífið og velferðarkerfið eru samhangandi fyrirbæri. Það þarf að hlúa hæfilega að hvoru fyrir sig.

þriðjudagur, desember 16, 2008

 
Athygli mín hefur verið vakin á því að skammtafræðinleg úthlutun skógjafa af hálfu jólasveinsins sje engan vegin bezta leiðin. Einfaldast sje vízt að fá alla foreldra í heiminum til þess að taka þátt í gríninu. Hver trúir því að slíkt alheimssamsæri um að ljúga að litlum börnum sje mögulegt?

Hefur þú samvizku í þjer?

 
Formannsslagurinn í framsókn hefur aldrei verið jafn spennandi. Nú hefur Siv Friðleifs tilynnt að hún ætli að bjóða sig fram til millileiks-formennsku eftir u.þ.b. þráttán mánuði (þ.e. þegar næsti formaður hefur sagt af sjer).

Stórfurðulegt að strákakjánarnir bítist um formennskuna en reynslumikla konan fari í varaformanninn. Það þarf nú sjálfsagt ekki að leita lengi til þess að finna feminstann sem myndi fullyrða að þarna væri skýrt merki þess þýlyndis sem feðraveldið innrætti konum og gerði jafnrjettisbaráttuna svo erfiða.

mánudagur, desember 15, 2008

 
Af því að þetta gleymist hvort eð er og enginn nennir að huxa mikið um hvað Baugur ræður mikið yfir Baugsmiðlunum tek jeg mjer það bessaleyfi að drepa málinu á dreif:

„Ég finn mig knúinn, samvisku minnar vegna, að segja frá því að frétt sem ég skrifaði fyrir DV ...“
Jón Bjarki Magnússon

Blaðamaður DV segist hafa samvizku! Á dauða mínum átti jeg von.

 
Jólasveinninn hlýtur að nýta sjer skammtafræðina t.þ.a. koma pökkum í skó barnanna.

fimmtudagur, desember 11, 2008

 
Mjer hefur stundum þótt Gísli Tryggvason eiga í svolitlum ímyndarvandræðum. En svo fær hann birta mynd af enninu á sér á mbl.is (búið að fjarlæga). Þetta hlýtur að vera klækjabragð. Hann er að undirbúa eitthvað stórt.

miðvikudagur, desember 10, 2008

 
Í grunnskólum landsins tíðkast sá kristni siður í upphafi 21. aldar að fara með saklaus börnin í kirkju. Vitaskuld fá foreldrar barnanna aðvörunarmiða. Um leið og foreldrarnir eru varaðir við er þeim boðið að forða börnum sínum frá kirkjunni og þjónum hennar. Sem er ágætt. En samt ekki.

Nú er það svo að mjög ólík niðurstaða fæst ef gert er ráð fyrir samþykki nema annað sé tekið fram eða ef gert er ráð fyrir samþykkisleysi komi ekkert samþykki fram. Þannig hefur það komið í ljós að starfsfólk sem vinnur hjá fyrirtækjum þar sem það fer sjálfkrafa í eftirlaunakerfi fyrirtækisins nema annað sé tekið fram sparar að jafnaði meira en starfsmenn fyrirtækisins sem þurfa að bera sig eftir því að taka þátt í slíkum kerfum.

Það er víst segin saga að flest börnin eru dregin í kirkjurnar. Enda ekki mörg börn sem fá frelsandi neitun foreldra sinna með sér. Nú leikur mér forvitni á að vita hversu mörg börn færu í kirkju ef aðvörunarmiðinn væri með öðrum hætti. Það er, hversu mörg börn færu ef foreldrar þyrftu sérstaklega að óska eftir því?

Mér segir svo hugur að hlutfallið myndi snarlækka. Jafnvel niður í 20% eða þar um bil.

 
Eftir að hafa lesið djevaff hefi jeg komist að því að allir sem hafa laun sem eru fargmeldi af ráðherralaunum eru lúsablesar sem ættu að lækka launin sín.

þriðjudagur, desember 09, 2008

 
Alveg eins og gagnkynhneigðin gegnsýrir og mengar alla okkar huxun gerir lýðræðið ekki hið nákvæmlega sama? Eða megum við segja að Kópavogsfundurinn hafi verið eðlilegt og sjálfsagt skref í sögu danska konungdæmisins?

Vandinn við að svamla um í keri ríkjandi hugmynda hlýtur samt að vera sá að sumar hugmyndirnar eru svo óskýrar að maður finnur hvergi á þeim nokkuð grip.

Ítarlegar rannsóknir mínar benda til þess að auðveldara sje að opna Óskajúgórt með hnetu- og karamellubragði en aðrar Óskajógúrtdósir án þess að lokið rifni.

 
Sjónvarpið sagði við mig að fólk kynni að skila lyklunum að fasteignum sínum og flytja til útlanda. Það leiðir hugann að Lúganósamningnum um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum sbr. l. nr. 68/1995. Menn eru jú persónulega ábyrgir fyrir skuldbindingum sínum.

mánudagur, desember 08, 2008

 
Þegar Sturla Jónsson er byrjaður að mótmæla með einhverjum óskiljanlegum kröfum þá hættir skynsama fólkið líklega að taka þátt.

Annars hef jeg haft gaman af því að á myndum af mótmælum í blöðunum stendur jafnan einhver fremst með skilti á hverju stendur "vér mótmælum öll". Svartir stafir á hvítum feldi. Virðist þar vera sama hverju er mótmælt.

Manni dettur helst í hug að hjer sje frændi blaðamanns á ferð.

fimmtudagur, desember 04, 2008

 
Pampered Manchester United stars have had a hi-tech noticeboard installed in their dressing room informing them when they are scheduled for pedicures, massages and haircuts. (The Sun)“
- bbc

Svona nennir maður ekki að skoða frumheimild. Vísar bara í bbc sem vísar í sun. Enda nauðaómerkilega saga. Eigi að síður ljómandi skemmtileg.

miðvikudagur, desember 03, 2008

 
Nú Seðlabankinn er tómur
þó bankastjórinn sé frómur
af næsta hól
berst mikið gól
eintómur kreppubarlómur

þriðjudagur, desember 02, 2008

 

Ísland er sona verðbólguland (myndin er frá Hagstofu Íslands). Fram á áttunda áratuginn hækkar vísitalan töluvert þó að það sjáist ekki á myndinni enda nokkuð há gildi á y-ásnum. Þá held jeg að rjett sje að gera þann fyrirvara að mæliaðferðir hafa breyst töluvert (frá einföldu meðaltali helstu nauðsynjavara yfir í vegið meðaltal neyslukönnunarvörukörfu). Stökin sem sjást ekki eru þannig ósambærileg fallinu sem rís upp þarna hægra megin á myndinni.

Jæja, íslenska krónan hefur sumsje fallið gríðarlega hratt í verði mælt í vörum. Fyrr um 100 árum var hún á pari við norrænu krónurnar en nú verðgildi krónunnar rýrnað næstum 2.500 sinnum meira en hinna (gengið væri 2.500 ef ekki hefðu verið klippt af tvö núll).

Þetta hefur mjer verið sagt að sje sterkt einkenni smárra gjaldmiðla, þ.e. mikil verðbólga eða rýrnun verðgildis gjaldmiðilsins. Sem gengur svolítið gegn stúdíunni sem maður sjer gjarnan vísað til hvar niðurstaðan er að smáir gjaldmiðlar sveiflist ekkert mikið meira en aðrir. Og þegar dollar-evru krossinn er skoðaður finnst manni það alls ekki ólíklegt.

Krónísk verðbólga finnst mjer þá höfuðvandamál íslensku krónunnar. Sem segir að það væri ágætt að flytja inn erlendan lágverðbólgu gjaldmiðil. Svona sem bónus eykur það á nauðsyn aðhalds í fjármálastefnu ríkisins.

Fjármálastefnunnar sem einmitt kynnti undir eignaverðsbólunni að hluta sem aftur leiddi til kreppunnar.

mánudagur, desember 01, 2008

 
Maður hlýtur að velta fyrir sjer Cantillon-áhrifum í þessu árferði.

 
Finnst engum það athyglisvert að yfirlýsingar Björgvins G. Sigurðssonar um að það þurfi að bjóða út fyrirtæki í rekstrarvanda sem skulda ríkisbönkum skuli ekki fara að hafa nein áhrif fyrr en eftir að Jón Ásgeir reddar 365 en áður en búið er að redda Árvakri?

Ekki þar fyrir. Mjer þykir ólíklegt að það verði breyting á eigendahóp félagsins.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]