Kurteislegt brjev til kanselísins

laugardagur, júlí 31, 2004

 
Aðeins tvö skakkaföll í dag. Þetta er met. Hinn fullkomni dagur nálgast.

Það stóð líka í tímariti Votta Jóhóva, reyndar kallaður æðsti dagur eða eitthvað þess háttar.

föstudagur, júlí 30, 2004

 
Ótrúlega lélegt svar við grein Kristins á politiík.is. Eru þessir menn ekki að grínast? Nafn greinar þeirra segir reyndar allt sem segja þarf. Þeir eru komnir í rökþrot, bull og vitleysu. Skrítið að þeir skuli vilja deila því með heiminum. Rökþrot eru reyndar etv ódeilanleg?

Reyndar eru politikurliður oft svolítið skrítnir. Einhvern vegin finnst mér eins og þeir hafi mælt með mengunarsköttum (Pigou-sköttum en þeir eru almennt álitnir voða jafnaðarmannalegir) en hins vegar birtist grein á vefriti mannana gegn sykurskatti. Þó að nákvæmlega sömu rök séu notuð fyrir hvorum skattinum um sig! Rökin má sjá á þessari mynd:

Kenningin er sú að samfélagslegi kostnaðurinn sé hærri en kostnaðurinn fyrir einstaklinginn og því sé eðlilegt að skattleggja til að endurspegla samfélagslega kostnaðinn. Pigou hefur vitanlega rangt fyrir sér í þessum efnum en ef við gefum okkur að svo sé ekki fæst skemmtileg niðurstaða.

Af hverju endurspeglar kostnaður einstaklings við sykurát ekki samfélagslega kostnaðinn? Kostnaðurinn við sykurát felst í því (með nokkurri einföldun) að kaupa sykurinn og fást við afleiðingar átsins. Allir borga fyrir sykurinn en enginn borgar fyrir afleiðingarnar. Það er vongildi kostnaðar vegna mögulegra afleiðinga í formi sjúkdóma nálgast núll. Vongildi kostnaðar vegna verra gengis á hjúskaparmarkaðnum kann að vera hærra. Eftir stendur að kostnaður einstaklinga við sykurát er bjagaður vegna þess að hið opinbera greiðir sjúkrakostnað. Hagkvæmari aðferð við að draga úr sykuráti væri því að rukka amk þá sjúklinga sem fá sjúkdóma sem rekja má til sykurneyslu fullt verð. Þá yrðu allar ákvarðanir um sykurát teknar á hagkvæman hátt.

Þá myndast svona jafnvægi og litlu sætu rekstrarhagfræðingarnir og jafnaðarmennirnir geta verið ánægðir. Nema hvað þeir voru felldir á eigin bragði.

 
Stjórnarþingmennirnir endurspegla vilja þjóðarinnar mjög vel. Þegar Ólafur verður settur í embætti munu fæstir stjórnarþingmanna fylgjast með. Þjóðin einmitt nennti ekki að kjósa mannleysuna eins og menn muna.

fimmtudagur, júlí 29, 2004

 
Hér átti að vera innihaldslaus kjaftavaðall. Verður að bíða betri tíma.


miðvikudagur, júlí 28, 2004

 


Rosalega er gaman að setja gröf á bloggið sitt. Þetta er algert æði. Hér má sjá að fjöldi fáanlegra liðþjálfa hefur aukist mjög. Það gæti verið ánægjuleg þróun, hver veit? Einnig má sjá að grafið er gert í excel og er ekki mjög fallegt. 

þriðjudagur, júlí 27, 2004

 
Verkalýðsfélagskadl sagði í mogganum að öllum væri skylt að greiða til verkalýðsfélags. Bölvuð vitleysa. Ég hef ekki greitt til verkalýðsfélags í fjögur ár. Ekki það að í því felist einhver sönnun. Því miður er ég ekki að brjóta einhverja reglu með þessari háttsemi. Borgaraleg óhlýðni gagnvart ægivaldi verkalýðsfélaganna er náttúrlega ótrúlega falleg. Mar kæmist til himna. Staðfest.

mánudagur, júlí 26, 2004

 
Er asnalegt að kommenta hjá sjálfum sér?

sunnudagur, júlí 25, 2004

 
Myndum við treysta bílasala til að ráðleggja okkur um bílakaup ef hið opinbera myndi greiða fyrir bílinn? En við treystum læknum. Þeir eiga svo fína sloppa.

föstudagur, júlí 23, 2004

 
Á degi eins og þessum er rétt að hlusta á Toxic, Brother Luie og jafnvel Alphamenschen.

Snorri birti  # 3:42 e.h. 0 Ummæli

fimmtudagur, júlí 22, 2004

 
Foreldrar eiga það til að vera hressir. Það er þó allur gangur á því. Við uppeldi barna er hægt að verja auðlindum með þrennum hætti;
">
Rawls-fallið er öfgatilvik þar sem foreldrarnir verja ávallt aðföngum til að bæta hag verr setta barnsins. Beina línan er hitt öfgatilvikið þar sem foreldrarnir verja öllum tiltækum aðföngum til menntunar og menningar barna sinna (hámarks afrakstur). Á milli er hefðbundið Cobb-Douglas fall. Þar bæta foreldrarnir hvorki fyrir né ýta undir þá eiginleika sem börnin hafa frá nátturunnar hendi. Það finnst einhverjum hagfræðingum spennó.
 
Mér finnst tilvikið þar sem foreldrar gera upp á milli barnanna sinna meira spennó:

">
 
Empírískar rannsóknir þessara manna segja reyndar að foreldrar gæti almennt jafnræðis á milli barna og velji ekki Rawls. Foreldrarnir eru heldur ekki í náttúrlegu ástandi fullkominnar þekkingar með vitneskjuhulu eða hvernig sem Rawls lagði málið nú upp. 
Snorri birti  # 10:03 f.h. 0 Ummæli

miðvikudagur, júlí 21, 2004

 
Af hverju fannst mér eins og Viðar Þorsteinsson héldi rosamikið uppá Arafat þar sem hann talaði í útvarpinu í morgun? Fylgir það því að halda með Palestínumönnum að halda með Arafat? Mér var illa við hann þegar ég var barn. Hann hefur ekki gefið mér ástæðu til að skipta um skoðun.

Snorri birti  # 11:59 e.h. 0 Ummæli

sunnudagur, júlí 18, 2004

 
Firefox vafrinn er góður. Reyndar virkar heimasíða Kauphallarinnar ekki í honum né get ég uppfært Frelsið. Einhver vinstrisíða virkar ekki alveg en ég fer nú varla að gráta það. Á politík.is er athugasemd við grein sem birtist á Frelsinu. Spurning hvort maður ætti að svara henni. Athugasemdin er tiltölulega efnislega röng. Sniðugt hjá vinstrimönnum að beita fyrir sig efnislega röngum staðreyndum í samræmi við röngu skoðanirnar þeirra. Það skyldi þó aldrei vera að það væri einhver tenging? (e. missing link).

Snorri birti  # 8:36 e.h. 0 Ummæli

föstudagur, júlí 16, 2004

 
Það er farið að styttast í næsta mánudag. Þvílík hamingja.

Snorri birti  # 10:09 f.h. 0 Ummæli

miðvikudagur, júlí 14, 2004

 
Hvaðan skyldi þessi tilvitnun vera tekin: „Einar K. Guðfinnsson, hinn hræsnisfulli og svikuli þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi og formaður þingflokks íhaldsins..."?

Alveg örugglega ekki úr málgagni virðulegs stjórnmálaflokks sem telur stefnu sína og málefni sönn og rétt. Örugglega ekki úr ranni nokkurs flokks sem vill láta taka sig alvarlega og stunda málefnalega umræðu.

Þriðja vísbendingin er sjálfsagt óþörf. Þetta er auðvitað frá frjálslynda flokknum.

Myndi heyrast hljóð úr horni ef á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins stæði eitthvað á borð við: „Drulluháleistinn og herpitúttan Jónína Bjartmarz þingkona Alfreðs Þorsteinssonar og hans kóna..."?

Þá yrði allt brjálað. Af hverju það? Jú Sjálfstæðisflokkurinn er sona flokkur sem menn taka alvarlega.

Af hverju eyðir mar púðri í sona píp?

Snorri birti  # 6:03 e.h. 0 Ummæli
 
Þrjár vítaspyrnur dæmdar á Manchester United á Old Trafford milli 1993 og 2004. Sumir fá sérmeðferð. Fjölmiðlapistill Ólafs Teits í VB í dag er góður. Wie immer.

Snorri birti  # 5:45 e.h. 0 Ummæli

mánudagur, júlí 12, 2004

 
Ég er að huxa um að gerast þjóðrækinn í nokkra daga. Tala um syni Íslands og dætur ásamt því að býsnast yfir afrekum feðranna í harðbýlu landi. Óblýð náttúra landsins hefur auðvitað styrkt fólkið og eflt þannig að Íslendingar gátu náð lengra en ella. Skiptir hin hljómfagra íslenska tunga einnig miklu máli enda geymir tungan erfiði kynslóðanna og vizku.

Hvað eiga forsvarsmenn skrílræðishreyfingarinnar sameiginlegt? Jú þeir hafa allir sóst eftir einhverju frá ríkinu og ekki fengið. Ólafur Hannibalsson vildi reyndar fá þingmannssæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn en sem betur fer fékk hann það ekki. Farið hefur fé betra, t.d. Jón Sæti, E.B. Schram og Sverrir Hermannsson. Ótrúlega eftirsóknarvert að komast í hóp þessara manna. Ætli athugsemdin „kverúlant" sé við nöfn þeirra í spjaldskrá Ríkisútvarpsins?

Af gefnu tilefni tel ég rétt að geta þess að bloggið mitt er ekki skemmtiefni. Því síður er því ætlað að verða mönnum til menntunar eða menningar.

Snorri birti  # 5:34 e.h. 0 Ummæli

föstudagur, júlí 09, 2004

 
Lagið Brother Louie með hljómsveitinni Modern Talking er jafnan hressandi.

Snorri birti  # 10:01 e.h. 0 Ummæli

fimmtudagur, júlí 08, 2004

 
Ef ég væri kristinn (þó ekki Kristinn) myndi ég segja mig úr evangelísku lúthersku kirkjudeildinni vegna framgöngu Arnar Bárðar Jónssonar.

Snorri birti  # 10:23 e.h. 0 Ummæli

miðvikudagur, júlí 07, 2004

 
Einhvern tíman hefði það þótt saga til næsta bæjar að til væri þjóðarhreyfing um skrílræði. Ekki það að um raunverulega þjóðarhreyfingu sé að ræða. Engin þjóð stendur að þessu og engin þjóð getur hreyft sig samkvæmt hefðbundnum skilning þess orðs.

Snorri birti  # 11:52 e.h. 0 Ummæli

þriðjudagur, júlí 06, 2004

 
Hvernig getur þetta vinstralið fullyrt að stjórnarskráin eigi að njóta vafans? Hver bannaði t.d. einkadansinn í Reykjavík? Flestir lögfræðingar landsins hefði sagt áður en dómur gékk í málinu að bannið væri andstætt stjórnarskrá en naut hún vafans?

Náttúran á víst líka að njóta vafans. Mér er hins vegar tekið með fyrirvara.

Snorri birti  # 8:25 e.h. 0 Ummæli

mánudagur, júlí 05, 2004

 
Skemmtileg áletun á stuttermabol: „Til hvers að fá sér hund þegar maður getur eignast grís?". Sá svoleiðis bol um helgina. Hann var nokkuð flottur. Myndin var afar viðeigandi.

Stjórnarandstaðan var merkilega lengi að finna mótrök við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ég hefði nú svo sem getað hjálpað þeim. Mótrökin eru frekar augljós. Ekki mikið hald í þeim samt. Þá er bara að tala meira um „valdhroka", „skort á samráði" og „óvandaða málsmeðferð".

Hvernig skyldi það vera, þyrfti þjóðin ekki að fá umsagnaraðila frumvarpsins inn í stofu til sín svo þjóðin geti tekið jafn faglega og vandaða ákvörðun og vinstraliðinu þykir æskilegt?

Í frumvarpinu þeirra góða er ekkert svoleiðis. Mjög hressandi frumvarp með skemmtilegri greinargerð. Stjórnarandstaðan þarf nú ekki að færa mörg rök fyrir máli sínu.

Snorri birti  # 5:31 e.h. 0 Ummæli

fimmtudagur, júlí 01, 2004

 
Hvernig stendur á því að rugl eins og 1. maí verður mönnum að yrkisefni en ekki þrotlaus barátta athafnamannsins við að halda niðri kostnaði en samt uppfylla þarfir fólksins?

Það er nokkuð ljóst hvort er fallegra.

Snorri birti  # 5:48 e.h. 0 Ummæli

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]