Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

 
Með fullri virðingu fyrir aðstandendum Heimdallar, hvað er málið með að veita VÞV og MG frelsisverðlaun HD? Smá rökstuðningur fyrir því að hallærislegur íhaldskadl eigi skilið frelsisverðlaun frá samvizku sjálfgræðisflokksins.

Þekkingardagur FVH náði því að vera grunnhygginn. Ekki margir fyrirlestrar sem komast á það stig.

 
Svona pistlar útskýra af hverju góð skilgreining á frjálshyggjumanni er „sá sem sjer engin vandkvæði á því að klámefni sje sjónvarpað á laugardagsmorgnum“. Þetta ofurafstæði sem í tilvitnaðri grein birtist í því að stuðningsmenn klámsráðstefnu skyldu ekki veigra sjer við að verja klám er ekki fallegt (og samlíkingin hræðó).

Sem minnir mann á þennan pistil hvar annar stór galli frjálshyggjunnar gerir vart við sig. Ótrúleg oftrú á frjálsum vilja.

Klámsjónvarp á laugardaxmorgnum veitir reyndar einstakt tækifæri til þess að innræta úngum bödnum það að varast klámið. Hver veit nema þetta sje bara hin fullkomna blanda?

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

 
Það var augljóst hverjir sundlaugargesta höfðu hámað í sig saltkjöt og baunir.

Nokkrir úngir drengir súngu lög með vafasömum tekstum og hlutu sætindi fyrir.

Sprengisdaxmatur er loftmyndandi.

 
Menn skyldu endilega hringja í dómsmálaráðuneytið og fá að vera á bið. Frábær músík. Reyndar bara hjá öllu stjórnarráðinu. Unaður.

Einhvern veginn á jeg erfitt með að sjá að Glitnismenn fari eftir reglum um stjórnarhætti fyrirtækja hvað varðar skipun stjórna.

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

 
Sprettigluggi er frábær þýðing á pop-up.

Merkilegt hvernig þokkalega skynsamlegum umræðuefni á borð við Draumaland Andra Snæs, svokallað upplýsingasamfjelag og tilraunir forseta lýðveldisins til þess að auka völd sín mistekst að verða að nokkrum sköpuðum hlut.

Skemmtilegustu rökin fyrir vændi sem jeg þekki eru svona eitthvað á þá leið að menn skyldu umfram allt selja blíðu enda er aldrei nóg af blíðu í heiminum. Sem mætti heimfæra á klámráðstefnuna sem er svo á milli tannanna á fólki svo: nútíminn er hvort eð er klám.

föstudagur, febrúar 16, 2007

 
Talsmenn atvinnulífsins og viðskiptablöð fjalla fyrst um refsingar þegar breyta á samkeppnislögum og öðrum lögum á fjármálamarkaði. Þá koma athugasemdirnar um að langar refsingar skili engu o.s.frv. Sem er svo sem rjett. Það er hins vegar merkilega marxískt. Valdastjettin passar upp á sitt en skiptir sjer ekki mikið af kynferðisafbrotum eða þess háttar.

Það er svo sem engin hörgull á fólki sem vill tala illa um þenna þjóðfjelagshóp. Það er athyglisvert hvernig tímabilið þegar hann rjeð (um aldamótin 1900) hefur í margvíslegum skilningi lagt grundvöllin að efnalegri velferð 20. aldar.

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

 
I'm still the boy next door
That's if you're Lord Litchfield and Roger Moore
- Robbie Williams

Í gær átti Robbie amli. Gott hjá honum. Í dag (sje miðað við gregoríanskt tímatal) er frjósemishátíðardagur Rómverja sem kristna hyskið stal og gerði að degi elskenda.

Dómarar í innflytjendadóti í Svíþjóð eru jafn góðir í að greina lygar og háskólanemar. Eru reyndar að greina „outgroup“ en fólk er vízt almennt verra í „cross-cultural lie detection“.

Þá spyr maður sig. Hvernig eiga efnuðu íhaldsmennirnir sem gerast dómarar á Íslandi að greina lygar þegar þorri sakborninga kemur úr öðrum þjóðfélagshóp? Gætu staðið sig ágætlega í skaðabótamálum.

mánudagur, febrúar 12, 2007

 
Maður býr ekki í sama veruleika:

„5. Flokkarnir [VG og samfylking] hafa lagst gegn breytingum á útlendingalöggjöf, sem miða að því að styrkja lögheimildir og úrræði íslenskra stjórnvalda til að halda uppi eftirliti á landamærum og beina þeim frá landinu, sem koma hingað á ólögmætum forsendum. Þeir hafa látið eins og frekar ætti að losa um þessar heimildir en skerpa þær.“
- BB

Þetta er vízt dæmi um stórmál. Skv. GHH væri sjálfgræðisflokknum ómögulegt að starfa með rasistunum í frjálslynda flokknum.

föstudagur, febrúar 09, 2007

 
Íslendingar vinna lítið á löngum vinnudegi. Langur vinnudagur þykir töff. Af hverju er ekki töff að vinna mikið á stuttum vinnudegi og eiga meira frí?

Frumkvöðla-stefna samfylkingarinnar er fyndin. Kratar eru fyndnir. Samt bara fyndnir ef maður er glaður. Ef maður er í fýlu eru þeir leiðinlegir. Það er soldið ofmat að hjálpa kapítalismanum svo mikið að jafnvel þó allt fari á versta veg græði frumkvöðlarnir samt. Það er í raun bjarnargreiði og gæti haft slæm áhrif á frumkvöðlastarfsemi. En þeim hvort eð er tekst ekki að gera mikið meira en að auka framlög úr styrktarsjóðum einhverjum.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

 
Það er alveg óskiljanlegt að sauðfjárveikivarnargirðingar sjeu ekki mannheldar. Hvað ef aðkomamaður reynir að laumast til Reykjavíkur með berkla eða gvöð má vita hvað annað? Sömuleiðis þyrfti að girða af öll badnmörg hverfi enda eru bödn alræmt fyrir að fá njálg, lús og aðra óværu.

mánudagur, febrúar 05, 2007

 
Ætli hamingjusinnaðir frjálshyggjumenn hafi áttað sig á því að hamingja á Vesturlöndum hefur ekkert aukist samfara auknum kapítalisma undanfarin 50 ár?

Það er soldið frægt hvernig fólk velur jafnan að fá lága peningaupphæð gefins fá allir aðrir lægri upphæð. Það skrýtna er að hið sama gildir ekki um frí, þá mega hinir fá meira fái maður sjálfur sem mest.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]