Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

 
„Í fyrsta lagi þá má bara túlka lög og hver gerir það á sinn hátt.“
- Katrín Oddsdóttir

Jeg tjái mig ósköp sjaldan um lögfræðileg málefni á þessari bloggsíðu. Enda sjaldnast ástæða til. En að í 6-10.000 manna hópi sje ekki til betri lögfræðingur en þetta þykir mjer undarlegt. Og ræðan hennar fjallar mikið til um lögfræði.

Nema hjer sje kominn nýr skóli í íslenskri lögfræði. Við gætum t.a.m. nefnt hann póstmóderníska skólann. Samkvæmt honum túlkar fólk lögin bara á sinn hátt. Að kjósa upp á nýtt og gera hvað það er sem hún vill hefur ekkert gildi þegar lögin eru túlkuð á þennan hátt. Enda felur þessi nýja kenning í sér veruleg frávik frá þeirri viðteknu skoðun að á Íslandi sé lögbundið stjórnarfar.

Sem er svo aftur ein af skilgreiningum ríkis skv. Montevideo-sáttmálanum.

Jeg er samt ekki týpan sem kvartar undan anarkismanum. Mjer finnst hann fínn.

þriðjudagur, nóvember 25, 2008

 
Hrútaskráin, vinsælasta rit sauðfjárbænda, er nýkomin út en þar má finna allar upplýsingar um 50 bestu kynbótahrúta landsins. Ritstjórinn segir mikla eftirspurn eftir skránni enda hafi bændur hana á náttborðinu yfir fengitímann, sem er að hefjast, og þá sé vissara að hafa valið réttu hrútana á ærnar.
- err uu vaff púnktur is

Maður getur ekki varist því að hugsa að hrútaskráin sje kjörið nafn á stefnumótasíðu samkynhneigðra karlmanna.

föstudagur, nóvember 21, 2008

 
Í kjölfar kreppunnar miklu tók við stjórnartaumum Stjórn hinna vinnandi stétta. Það tók nokkra áratugi að fletta ofan af vitleysu þeirrar ágætu stjórnar. Af hverju er fólk svona áhugasamt um að endurtaka það?

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

 
Í 13. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 segir:

„Áður en hjónavígsla fer fram skulu hjónaefni leggja fram vottorð þess efnis að könnun hafi átt sér stað á hjónavígsluskilyrðum samkvæmt því sem segir í II. kafla og að lög tálmi ekki ráðahagnum.“

Skilyrðin sem upp eru talin í II. kafla eru þau að hjón skulu hafa náð fullnægjandi aldri, vera lögráða, ekki of skyld, ekki tengd með ákveðnum hætti gegnum ættleiðingu, mega ekki vera gipt áður auk þess sem fjárskiptum við fyrr maka sje honum til að dreyfa skal lokið.

Nú segir á mbl.is í dag:

„Skömmu eftir samtal Ólafs og Davíðs hafi skilnaðarvottorð Dorritar hins vegar borist frá Bretlandi.“

Þetta er eftir hjónavígsluna. Hún var með öðrum orðum ólögmæt.

Sem afsagnaróðum skrílnum ætti að þykja markvert. Af hverju ívitnaða frjettin en svona skrifuð er hins vegar óskiljanlegt. Kannski af því að þetta er frjettatilkynning frá höfund bókar um ÓRG sem ætlar að gera út á andúð DO á forsetanum.

 
Sjaldan búa hofmóðugir í hósiló.

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

 
Skemmtilegt að heyra útvarpsmenn Rásar 2 spyrja hvern samfylkingarmanninn á fætur öðrum eftir ræðu DO sömu spurningarinnar „finnst þjer davíð ekki ennþá vera fíbbl?“. Merkilegt nokk þá svöruðu allir samfylkingarmennirnir eins: „heyrðu jú, mjer finnst það. og hefur reyndar þótt það lengi“.

Það er engu líkara en vælukjóaþátturinn hans Bubba hafi sett nýjan standard í íslenzku útvarpi.

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

 
„I´m gonna milk it till I turn it into cheese“
- Robbie Williams

Óvenjulítið fór fyrir degi íslenskrar túngu að þessu sinni. Það er vitaskuld reginhneyksli. Jeg krefst þess að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir af sjer sem menntamálaráðherra. Já og vitaskuld ber Jónasi að segja af sjer sem þjóðskáldi. Annað er ekki líðandi.

Jedúddemía, jeg segi ekki meira.

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

 
Ballest kjölfestanna hefur verið eitthvað skökk.

 
Aldurinn er bölvun hins þroskaða.

 
Hressandi frjettir af brjevi Jón Ásgeirs til Ágústs Ólafs. Það þarf að minna á bankaleyndina. En ef svo er og fyrst ástæða var til þess að senda brjevið þá hljóta íslenzkir bankamenn að vita eitthvað sem Jón vill ekki að frjettist. Yfirlýsingar um að erlendir bankar hafi komið Rauðsól verða þá varla trúverðugar.

En hvað um það. Það er halfkómískt þegar blessaður löggjöfinn boðar fólk á sinn fund til þess að spyrja það spurninga sem það má ekki svara á grundvelli laga sem löggjafinn sjálfur setti.

Jeg hef fulla trú á því að Ágúst Ólafur finni upp á einhverju betra í framtíðinni.

Þegar þýskir fjölmiðlar segja frá lækkandi olíuverðu yrði fyrirsögnin eitthvað á þessa leið:

„Ölpreis weiter gefallen“

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

 
Kannski var heppilegast eftir allt að Bjarni Harðarson sagði af sjer. Maður sem ekki getur stafað „anonymous“ sómasamlega á ekki skilið að vera þingmaður.

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

 
Hefði ekki verið betra af Bjarna Harðarsyni að halda áfram að starfa sem þingmaður? Er ekki betra að hafa einn (tvo ef maður telur Árna Johnsen) sem maður veit að stíngur fólk í bakið en 63 sem maður hefur bara óljósa hugmynd um að geri það?

Svona í samræmi við málsháttinn betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi?

 
Svo kemr babb í IMF-bát og skyndilega virðist samfylkingunni ekki finnast þetta nauðsynlegast í heimi. Nje SA.

Bjarni Harðar var svo klaufalegur í sinni pólitík að allir sáu hvað hann var að gera. Allir þeir sem enn hafa ekki sent tölvupóst á vitlaust netfang halda dampi að vanda.

mánudagur, nóvember 10, 2008

 
Kannski er það bara af því að upplýsingin var svo skemmtileg en mjer finnst upplýst einveldi prýðis stjórnskipulag. Helzti gallinn er sá hversu slæmt það gæti reynst fyrir mig þar sem jeg er ólíklegur til þess að komast í klíkuna.

Líklega var jeg ekki vaknaður þegar jeg hlustaði á morgunfrjettirnar en mjer heyrðist RÚV vera að segja frá því að Obama ætlaði að framkvæma alveg helling án lagaheimildar. Sem minnir soldið á Weimar-lýðveldið.

Svona öfugt við íslenzka þingið sem virðist vilja ræða um ákvarðanir framkvæmdavaldsins áður en þær eru teknar.

fimmtudagur, nóvember 06, 2008

 
Hjónabönd samkynhneigðra eru í huga margra eitthvað sem ekki þarf að huxa um, það ætti bara að vera skilyrðislaus rjettur fólks. Þeir sem sömdu Mannréttindasáttmála Evrópu erá öðru máli sbr. 12. gr.:

„Karlar og konur á hjúskaparaldri hafa rétt á að ganga í hjónaband og stofna fjölskyldu í samræmi við landslög um þessi réttindi.“

Í 14. gr. er svo að finna skyldu ríkja til þess að tryggja að allri njóti réttinda samningsins án tillit til ýmissa þátta. Kynhneigð er ekki í upptalningunni.

Hinir skynsömu Íslendingar líta vitaskuld ekki á réttinn til þess að ganga í hjúskap sem einhvers konar mannrjettindi. Inntak hjúskapar er enda einhvers konar sambland af lagalegum rjettindum og skyldum, fjelagslegum tilbúning og einstaklingsbundnum þáttum. Það er öldungis óljóst til hvaða þátta mannrjettindin ættu svo að ná. Er gagnkvæmur erfðarjettur hjóna t.a.m. mannrjettindi?

Hvað um það. Ákvæði MDE verður helstu skilið á þann veg að það verndi aðeins rjett gagnkynhneigðra. Það má jafnframt skilja það sem svo að það verndi rjett fjölkvænismanna og fjölveriskvenna.

Af því að jeg er frekar latur ætla jeg ekki að leita svars við hinni brennandi spurningu, af hverju er rjettur samkynhneigðra til hjúskapar ekki skýrlega verndaður í sáttmálanum?

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

 
Jeg hef hóflegar áhyggjur af því að sigur Obama og demókrata muni dýpka kreppuna í heiminum. Beggar-thy-neighbour. Annars má hann svo sem vinna mín vegna.

laugardagur, nóvember 01, 2008

 
Af hverju rölta frjettamenn landsins ekki hver til annars og spyrja hver ábyrgð fjölmiðla á kreppunni sje?

Eða er maður bara fjórða valdið, bráðnauðsynlegt lýðræðislegri umræðu, þegar maður flettir ofan af hetjudáðum handrukkara?

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]