Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, janúar 30, 2009

 
„... og við settum í blöðin mynd af, fallega mynd af folöldum. Og sögðum: Þessi fallegu dýr sem allir þekkja og allir elska fæðast í þúsundatali á Íslandi á hverju sumri og af því að það vantar að geta flutt þau úr landi eða selt þau þá verðum við að éta þau. Og þetta. Þetta sett af stað skriðu af fyrirspurnum um hestana. [...] þá komu pantanir í þúsundum...“
- Útvarpsperlur 29. janúar 2009

Viðtalið byrjar á 18. mínútu eða þar um bil. Þessi tiltekni bútur er á 20:50. Í dag yrði þetta líklega kallað markaðssetning.

fimmtudagur, janúar 29, 2009

 
„Lagið hefur þar að auki nokkuð kynþokkafullan brag yfir sér þrátt fyrir harðan „girl power“ boðskap textans og í flutningi Köju (eiginkonu Alberts) og dansaranna tveggja eru allar líkur á að lagið veki athygli í sjónvarpi en þar er björninn iðulega unninn í Eurovisjón.“
- mbl.is

Tónlistarrýnir morgunblaðsins hlýtur að vera að gera grín að þessu lagi.

„Öllum hef ég sagt þó það sé ei satt
Segi öllum hátt og ég vona brátt öllum berist
Trítar ekki vel heldur fram hjá mér“
- lygin ein eftir Albert Jónsson

Eina vopn konunnar til þess að koma í veg fyrir að sjarmatröllið kærastinn hennar nái árangri er að ljúga. Dreyfa gróusögum. Ótrúlegt „girl power“.

Vinni þetta lag ætti útvarpsstjóri að segja af sjer ásamt forsetanum.

miðvikudagur, janúar 28, 2009

 
Jóhanna tekur sig bara ágætlega út sem forsætisráðherra hjer.

Hins vegar er samfylkingin óneitanlega afar hress þessa dagana. Sjálfgræðið vill ekki ganga að skilyrðum þeirra. Jóhann lýsir því svo yfir þarna að það sje mikilvægast að fylgja IMF að málum og að vaffgje hafi gengið lengri en sjálfgræðið í evrópumálum. Hvernig á að skilja það? Að vaffgje skilji vel þörfina á styrkri verkstjórn (m.ö.o. gangi að öllum kröfum samfó)?

Öðruvísi mjer áður brá.

Kristján Loftsson og Sigursteinn Másson voru hressir í Kastljósi. Galgopi ræðandi við alvörugefinn mann er mun betra sjónvarpsefni en almennt tíðkast í þessum kjaftaþáttum.

Áfram lýsingarháttur nútíðar!

 
Nú virðist forsetinn enn ekki hafa sagt af sjer eftir asnastrik undanfarinna daga. Furðulegt.

 
Það er skemmtilega kaldhæðið að fyrsta verk nýrrar vinstristjórnar verður (nema þeir komi sjer frá því sem er ólíklegt) að reka DO. Þar verður um geðþóttaákvörðun að ræða enda engin lögmæt ástæða fyrir slíkri uppsögn. Það er jafnvel ekki ólíklegt að sami flokkurinn og rak DO úr pólitík í samstarfi við Baugsmiðlana með stöðugu sífri um spillingu og valdhroka muni taka að sjer þetta erfiða verk.

 
Þráfaldlega heyrði maður fulltrúa VG og samfó lýsa því yfir að það væri enginn skoðanaágreiningur á milli flokkan sem heitið gæti. Engum blaðamanni datt í hug að spyrja t.d. út í afstöðuna til IMF (himinn og haf á milli) eða afstöðuna til ESB (gerólík). Við upphaf kreppunnar lak samfylkingin því að hún teldi þrjár lausnir á kreppunni. Þær voru:

1) ESB
2) IMF
3) Reka DO

Samstaðan mikla er því samstaða um eitt af þessum þremur atriðum. Sjálfgræðisflokkurinn og samfó voru hins vegar sammála um eitt og hálft atriði.

Þá finnst mjer það rakinn dónaskapur að rjúfa þá hefð sem er fyrir því að hafa samráð milli allra flokka um stjórnarskrárbreytingar. Það væri ekki fallegt af samfó og vg að gera það. Fyrir utan það hversu illa það samræmist fyrri yfirlýsingum.

Annars finnst mjer þessi fljetta vg og samfó vera að spilast mjög vel.

mánudagur, janúar 26, 2009

 
„Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu“
- mbl.is

Blaðamaður mbl hefur varla lesið frjettina almennilega í Guardian. Blaðamaðurinn virðist t.a.m. telja að erlenda blaðið setji fram einhvern lista yfir þá sem bera mesta ábyrgð og raði þeim í rjetta röð. En slíkt má hvergi sjá í greininni. Og þannig er þetta með ábyrgð GHH allt blásið út.

Ekki þar fyrir. GHH var fjármálaráðherra þegar íslenska ríkið eyddi of miklu fje og stuðlaði þar með að eignaverðsbólunni sem leiddi til hrunsins. Hann er því ábyrgur. Það hefur legið ljóst fyrir frá byrjun. Af einhverri ástæðu hefur enginn íslenskur fjölmiðill ennþá viljað gera því skil. Nema þegar það kemur umfjöllun í Guardian.

sunnudagur, janúar 25, 2009

 
Snilldarfljetta með Björgvin. Nú er sjálfgræðisflokkurinn aftur orðinn vondi kadlinn og mótmælin beinast öll að DO næstu vikur.

laugardagur, janúar 24, 2009

 
Hversu langur tími leið frá því að vinstri armur sjálfstæðisflokksins náði völdum og þar til hann hafði eyðilagt allt bæði í landsmálum og reykjavík?

föstudagur, janúar 23, 2009

 
Jeg legg til og myndi eindregið styðja Illuga Gunnarsson sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins.

 
Það er kreppa. Það þarf að gera eitthvað. Förum í aðildarviðræður við ESB.

Það er eitthvað.

Menn eru búnir að greina vandamálin og finna lausnina. Rugl. Slagorð Intrum „Ekki gera ekki neitt“ virðist fólkinu hjartfólgið. Enda skuldsett þjóð. Hver stjórnar eiginlega umræðum á þessu landi?

Í morgunfrjettum rúv var sagt frá því að hluthafar Stoða hygðust afskrifa hlutafje sitt. Þeir hafa e.t.v. gleymt því að hlutafje má ekki vera núll í íslenskum fjelögum. Eða það fór fram hjá mjer að til stæði að breyta lánum í hlutafje. Grey bankinn sem þyrfti að taka yfir eignasafnið. Refresco, Royal Unibrew og Unity ásamt gjaldþrota banka. En það er sjálfsagt bara gott á lánadrottnana fyrir að lána í þessa vitleysu.

En eins og menn muna var hlutafjáraukning Baugs í FL group viðskipti ársins einhvern tíman skv. einhverju blaðinu. Blaðið sagðist m.a.s. styðjast við fína óháða sjerfræðinga. Sömu týpuna og núna þekkir leiðina út úr kreppunni.

fimmtudagur, janúar 22, 2009

 
Jeg myndi segja að skynsamlegasti kostur sjálfgræðisflokksins akkúrat núna væri að slíta samstarfinu við ISG undir þeim formerkjum að samfylkingin væri í klessu og það væri ekki hægt að bjarga kreppunni með henni. Svo þyrfti GHH bara að segja af sjer og nýr formaður yrði kosinn á landsfundi. Sem er einmitt bara eftir rúma viku.

þriðjudagur, janúar 20, 2009

 
Jæja, þá er komið að deginum þar sem Obama byrjar að bjarga heiminum. Ef jeg man rjett mun hann uppræta húngur eftir hádegi og bjarga nokkur hundruð milljónum úr fátækt og vesöld á morgun. Þetta eru spennandi tímar.

sunnudagur, janúar 18, 2009

 
Sá dagur færist sífellt nær að Barak Obama taki við embætti forseta Bandaríkjanna. Það eru þó ekki bara utanríkis- og efnahagsstefna hins verðandi forseta sem fjölmiðlar velta fyrir sér þessa dagana, því tískusérfræðingar spá nú mikið í hverju Michelle Obama muni klæðast við embættistökuna 20 janúar nk
- mbl.is

Er þetta ekki dæmigert fyrir stöðu kynjanna í samtímanum? Á meðan karlmenn, jafnvel þeldökkir, hafa ýmislegt til málanna að leggja er framlag kvenna til heimsmálanna fallegar draktir og handtözkur í stíl.

Og áður en þessu er vísað á bug sem einhverri amerískri úrkynjun, hefur einhver heyrt minnst á bindisval Ólafs Grímssonar við hin ýmsustu tækifæri? En hefur einhver talað um framlag Dorritar til þjóðmálaumræðu?

miðvikudagur, janúar 14, 2009

 
Einhvern vegin finnst mjer eins og jeg hafi bloggað um valkvöðina á milli takmörkunar á samkeppni með CAD reglum og öðru og alfrjálsrar bankastarfsemi með tilheyrandi fjármálakreppum.

Nú hefur það sýnt sig að regluverk á fjármálamarkaði kemur ekki í veg fyrir fjármálakreppur. Þar með eru rökin fyrir reglunum fallin. Og vel það, þar sem reglurnar kunna að vera beinlínis óhagkvæmar. Þær geta valdið neytendum umtalsverðum kostnaði með því að draga úr samkeppni.

föstudagur, janúar 09, 2009

 
Nú eyði jeg tímanum og tíminn eyðir mjer. Það hljómar eins og jöfn skipti. Einhvern veginn get jeg samt ekki varist þeirri hugsun að tíminn beri meira úr bítum en jeg.

fimmtudagur, janúar 08, 2009

 
Er það bara jeg eða finnst fólki almennt að nafnlaus komment við bloggfærslur sje ómaklegur heigulsháttur en grímuklædd mótmæli vaskleg og rjettlát framganga (Tvíræðnin stafar ekki af ásetning)?

miðvikudagur, janúar 07, 2009

 
Það er skemmtilegur samhljómur með Palestínumönnum og mótmælendum. Bent er á til rjettlætingar athöfnum þeirra að ekkert hefur virkað fram að þeim tímapunkti og því sje meira ofbeldi eðlilegt næsta skref.

þriðjudagur, janúar 06, 2009

 
Frekar vinsælt er að setja þennan texta á barnalandssíður:

„Mamma er konan sem kemur manni í heiminn með mikilli fyrirhöfn fæðir mann og klæðir og veitir alla þá hlýju og ástúð sem lítið barn þarf á að halda. Mamma er alltaf til staðar með útrétta hjálparhönd þegar á þarf að halda. Þerrar tárin þegar það er leiðinlegt og gleðst með manni þegar það er gaman að vera til.

Mamma er besta kona í heimi.

Pabbi er maðurinn sem verður svo montinn þegar maður fæðist að það mætti halda það hafi ekki fæðst barn áður og það tekur hann marga daga að komast niður á jörðina aftur. Honum finnst skrítið að lítið barn skuli ekki getað sofið alla nóttina en er alltaf til staðar þegar það heyrist í mér. Hann veit allt! Svo þegar maður verður aðeins eldri og þá er hægt að fara að leika við mann og kenna manni ýmislegt þá finnst honum rosa gaman. Pabbi er alltaf til staðar með styrka hönd þegar á þarf að halda.

Pabbi er besti maður í heimi.

Nú finnst mjer þessi texti viðbjóðslega væminn og leiðinlegur. Mjer finnst það ótrúlega smekklaust að setja þetta á heimasíðu nýfædds og ómálga barns. Fyrir utan þessar fagurfræðilegu ástæður er þetta líka voða kynjaður texti.

mánudagur, janúar 05, 2009

 
Merkilegt nokk virðist heimsbyggðin ekki bíða í ofvæni eftir skoðunum mínum á skaupinu. Það kemur ekki í veg fyrir jeg lýsi því yfir að mjer hafi þótt það vera slappt.

Að minnsta kosti frá því að Ingibjörg Gísladóttir atti kappi við Árna Sigfússon hefur verið gert grín að andstæðingum hennar í þessum ágæta sjónvarpsþætti. Ætli það hafi nokkur áhrif á stjórnmálaferil manns?

 
Fréttir og blogg um svokölluð mótmæli fjalla alltaf (ALLTAF) um annað af tvennu:

1) Hversu margir voru á staðnum
2) Hversu friðsamlega þeir höguðu sjer

Enda hljóta allir að vilja vita annað hvort. Sjer í lagi þeir sem mættu. Það er jú verið að segja frjett um þá.

Jeg hef hins vegar ekki græna glóru um ástæður þess að Hörður Torfason mótmælir.

 
Mjer finnst svo stutt síðan Dagur Bergþóruson talaði um „Hlemm plús“ sem æðislega spennandi dæmi. Þegar maður gengur framhjá glerhýsunum gera þau eiginlega lítið annað en að minna mann á misheppnuð heimsyfirráð.

Niðurlægingin varð algjör þegar sjómannadagsráð hreyfði við því að rífa skyldi húsið þar sem það skyggði á vita.

fimmtudagur, janúar 01, 2009

 
Merkilegt hvernig svokallað lýðræðislegt umboð getur breyst í áranna rás án nokkurru formbreytinga eða loforða.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]