Einhvern veginn rataði jeg inn á grein um daginn í FT sem var efnislaga á þá leið að verðin sem greidd væru fyrir knattspyrnumenn væru undarleg og að lítið viðskiptavit væri í ákvörðunum knattspyrnuliða hvað það áhrærir. Nema hvað líta mætti á þetta allt saman sem standpínukeppni.
Það kannski virðist skorta viðskiptavit af því að klúbbar græða ekki neitt. Græði þeir eitthvað eyða þeir öllum hagnaðnum í að ganga betur. Það má því kannski líta á klúbba sem fyrirtæki sem vilja hámarka verðmæti sitt en afkoman þarf bara að vera u.þ.b. núll yfir langan tíma. Í því ljósi er mikið vit í því að borga svimandi upphæð fyrir Ronaldo. Hann er vinsæll og frægur, selur treyjur og trekkir að á völlinn. Mjer segir jafnvel svo hugur að Real Madrid geti hækkað miðaverðið um a.m.k. 5 júrur með Kaka og Ronaldo innanborðs. Fyrir utan treyjusöluna og auknar vinsældir vörumerkisins Real Madrid.
Eins ósanngjarnt og það nú er borgar sig fáir inn t.þ.a. sjá góða varnarmenn. Ef draumur púlarans um heilt lið af Carragherum rættist er þannig ólíklegt að það hafði jákvæði áhrif á tekjustreymið. Til þess þyrfti heilt lið af Torresum.
Og af því að áhangendur meta litríka leikmenn umfram agaða og markaskorara umfram varnarmenn verðum við að sæta því að fríðleikspiltar sem hafa slæmt siðferði en kunna að gera skæri og skora beint úr aukaspyrnum seljist dýrum dómum.
En með því er maður auðvitað ekki að verja kaupverðið siðferðilega.
Þegar jeg var lítill var svo augljóst hver var dýrasti knattspyrnumaður í heimi. Núna er pundið svo veikt að Kaka er númer tvö í evrum en eitt í pundum. Líklega er þetta besti tíminn t.þ.a. kaupa Ronaldo út frá þessu gengissjónarmiði. Það fást svo mörg pund fyrir evruna. En eins og verðbrjevasjóðirnir minna á í auglýsingum (og samtíminn hefur fært okkur heim sanninn um) þá er fortíðarframmistaða engin ávísun á framtíðarframmistöðu. Ronaldo verður líklega aldrei verðmeiri en eftir nýleg afrek sín.
Það getur verið bögg að bögglast með bækur á bögglabera.
Er það ekki langlíklegast fyrst að frú Joly velur að gera athugasemdir opinberlega að eitthvað sje að ríkisstjórninni? Af hverju vildi ríkisstjórnin ekki laga neitt?
Gegn hvaða málssóknum hafa Bretar tryggt Íslinga? Málsóknum breskra ríkisborgara fyrir breskum dómstólum? Getur breska ríkið lofað því að enginn Breti muni stefna t.a.m. Heritable bankanum og halda því fram að neyðarlögin haldi ekki?
Steingrími hefur líklega láðst að taka fram að niðurstaðan í Icesave yrði glæsileg
fyrir Breta. Spurning hvort þar sje fullhefnt fyrir þorskastríðin?
Sjúsk, skortur á faglegum metnaði og leti eru sterk einkenni í starfsemi þeirra banka sem hrunið hafa. Það fer þess vegna vel á því að bók Guðna Th. Jóhannessonar Hrunið skuli bera sömu löstum merki.
Eitt kemur þó skýrt fram í bókinn sem maður hafði ekki áttað sig. Jón Ásgeir Jóhannesson var með ótrúlegan aðgang að Björgvini G. Það er t.a.m. engu líkara en JÁJ hafi kallað BGS á teppið um miðja nótt t.þ.a. skamma hann.
Bláa höndin bauð mönnum þó í kaffi eftirmiðdags eins og vera ber.
Ef marka má Economist þá hefur gætt grundvallarmisskilnings í umræðum um heilbrigðismál í Bandaríkjunum hér á landi. Þar lendir eru ekki alveg komnir upp á sjálfa sig með heilbrigðisþjónustu. Vinnuveitendum ber að tryggja alla. Medicaid á svo að hjálpa fátækum en Medicare öldruðum. Þannig ættu flestir að njóta sjúkratryggingar.
Það er í billeg lausn af hálfu ríkisins að leggja skylduna til þess að greiða fyrir heilbrigðiskerfið á fyrirtækin. Þó að það sje þeim reyndar mjög í hag að starfsmennirnir sjeu heilbrigðir. Sjúkratryggingarnar sem þeir kaupa geta líka verið misjafnar að gæðum. Fyrirtækin hafa samt hag af því að iðngjöldin séu lág sem kann að skapa þrýsting á alla til þess að halda kostnaði niðri. Skylda fyrirtækja til þess að kaupa sjúkratryggingu kemur í veg fyrir að verðið verði of lágt. Maður sér samt fyrir sér ýmis konar svindl móment sem kynnu að krefjast viðamikils eftirlits. En skaðabótalögfræðingar halda svo öllum á tánum og kostnaði háum.
En málið er að það er lengra á milli kerfis þar sem allir kaupa sjúkratryggingu á einstaklingsgrunni en eru ella komnir upp á sjálfa sig við krankleika og þetta kerfi. Reyndar sýnist mjer bandaríska kerfið eiga mjög margt skylt við ríkisrekið kerfi nema hvað það virðist vera gríðarlegu hvati í því til þess að þenja það út. E.t.v. kaupa læknar of mikið af dýrum búnaði til þess að koma í veg fyrir að verða skaðabótaskyldir.
Í
áróðursriti fjármálaráðuneytisins er að finna þetta indæla graf:
Merkilegt nokk þá er Ísland ótrúlega ódýrt þegar borið er saman við evrunlöndin. Minna samanborið við breta. Skyldi ástæðan nokkuð vera veik króna?
Enda hefst texti
áróðursrits fjármálaráðueytisins á orðunum „Hækkanir á vörugjöldum á eldsneyti sem Alþingi samþykkti í síðustu viku eru að sjálfsögðu gerðar af brýnni þörf“
Er einhver grundvallarmunur á boðskap Dalai Lama á fundum hjer á landi og Páls Skúlasonar í nýjasta hefti Skírnis?
Með smá viðbót er hægt að troða þessu öll í stuttan frasa frá Thorbirni Egner: „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og stunda mannrækt“
Jeg á mjög erfitt með að skilja af hverju engum fjölmiðli þyki ástæða til þess að fylgja því eftir að samfylkingin hafi fengið 25 milljónir frá Baugi. Geta menn virkilega samþykkt að þegar einn maður (eða hópur manna) eigi mörg félög sem styrkja stjórnmálaflokk hvers innra stjórnskipulag skiptir honum upp í mörg félög (sem að minnsta kosti í orði kveðnu hafa sjálfstæðan fjárhag) þá séu styrkirnir allt í læ? Jafnvel þó að viðkomandi hafi talað digurbarkalega í fjölmiðlum fyrir bara mánuði eða tveimur?
Það segir manni enginn að Skúli Helgason, ISG o.fl. hafi ekki vitað af þessu.