Kurteislegt brjev til kanselísins

sunnudagur, október 31, 2004

 
Þetta finnst mér vera soldið flott áróðursmynd.

laugardagur, október 30, 2004

 
Hafa ingibjörg gísladóttir og steinnunn valdís ekki aðgang að spunameisturum samfylkingarinnar? Hvernig er það? Aðeins nokkrum dögum eftir að þær lýsa því yfir að þórálfur eigi að vera aðal í Reykjavík kemur í ljós að hann var með í verðsamráði olíufélaganna.
.
Gráðugir jafnaðarmenn eru duglegir við að skara eld að sinni köku.

 
The rights of property , as such, have not been venerated by those master minds who have built up economic science; but the authority of the science has been wrongly assumed by some who have pushed the claims of vested rights to extreme and antisocial uses. It may be well therefore to note that the tendancy of careful economic study is to base the rights of private property not on any abstract principle, but on the observations that in the past they have been insepareble from economic progress.
- Alfred Marshall

Þessi maður er aðallega frægur fyrir að setja hagfræði í stærðfræðilegann búning. Reyndar gerði hann það í viðaukum enda ekki viðurkennd aðferðafræði á þeim tíma. Sú hagfræði sem kennt er við þennan mann er frekar leiðinleg. M.a.s. þessi samfylkingartappi er sammála. Sem mér finnst reyndar hálfundarlegt. Ég veit ekki hvað oft samfylkingin beitir hefðbundinni hagfræði fyrir sig.

föstudagur, október 29, 2004

 
Aleksander Kwasinewski forseta Póllands er sama hver vinnur forsetakosningar í Bandaríkjunum. Svo segir á mbl.is. Voða gaman. Af hverju er það frétt en ekki hneykslismálið sem hann er flæktur í og mun líklega leiða til stórtaps jafnaðarmanna í næstu þingkosningum? Ladzek Miller hefur þegar þurft að segja af sér vegna hneykslis. Fínn jafnaðarmannaflokkur í Póllandi. Eins og annars staðar.

fimmtudagur, október 28, 2004

 
Þetta er bara of krúttlegt: http://www.imo.org/index.htm og http://www.londonconvention.org/

 
Af hverju hittist fullorðið fólk sem væntalega er með rænu og ráði og samyþykkir eikkað sona:

Man is both creature and moulder of his environment, which gives him physical sustenance and affords him the opportunity for intellectual, moral, social and spiritual growth. In the long and tortuous evolution of the human race on this planet a stage has been reached when, through the rapid acceleration of science and technology, man has acquired the power to transform his environment in countless ways and on an unprecedented scale. Both aspects of man's environment, the natural and the man-made, are essential to his well-being and to the enjoyment of basic human rights the right to life itself.

Þetta er bara fyrsta yfirlýsingin í Declaration of the United Nations Conference on the Human Environment. Þetta er þó í skemmtilegri andstöðu við það sem rædd var í Þjóðhagfræði II í dag. Maðurinn kom aldrei fyrir fyrr en stuttlega var minnst á Schumpeter. Blessaðann kadlinn.


Hann hefur skemmtilega tilhneigingu til að hitta naglann ekki alveg á höfuðið en koma samt með mjög valid sjónarmið. Áhugamenn um málefnalega umræðu hljóta að elska hann enda er hann rosalega víðsýnn og málefnalegur.

Gagnrýni hans á líkan fullkominnar samkeppni er sjálfsagt sú skemmtilegasta sem ég hef lesið. Lítið bara í kringum ykkur, það er hvergi fullkomin samkeppni, hún hefur aldrei verið til og hún mun aldrei verða til. Driftkraftur efnahagsstarfsemi er löngunin í einokunarhagnaðinn ekki vonin um að einhvern hóflegann hagnað fullkominnar samkeppni. Hann er auðvitað ekki að gagnrýna líkanið per se heldur aðeins hina víðtæku notkun þess. Þannig að big is beutyful. Þó ekki ég, ég þyki helst til of feitur.

þriðjudagur, október 26, 2004

 
Það tók mig svolítinn tíma að komast að þeirri niðurstöðu að hefðbundnu rekstrarhagfræðilíkönin eru óttalegt rugl. Það er hins vegar augljóst með þjóðhagfræðilíkön. Alveg er það merkilegt að þau skuli vera nothæf við hagstjórn. Nei alveg rétt. Hagstjórn virkar bara almennt ekki.

Ekki þar fyrir að hagfræði sé rugl. Hún er indæl.

mánudagur, október 25, 2004

 
Ég er að huxa um að hætta alfarið að vitna í dægurlagatexta á síðunni en gera það meira í daglega lífinu þess í stað. Þeir sem eru því mótfallnir geta hætt að lesa síðuna mína. Þeir sem telja sig hlunnfarna ef ég held ekki loforðið mega eiga sig. Rosalega langar mig mikið í kjarnorkuver. Ætli hann sé til sölu kjarnaofninn í Bärsebek sem Svíarnir eru hættir að nota?

 
Hvern langar ekki í kjarnorkuver? Þau eru svo falleg.

sunnudagur, október 24, 2004

 
Yes it’s a hard life, it’s a hard life, it’s a very hard life
It’s a hard life wherever you go
- Nancy Griffith

Meðal annars þess vegna er lífið fallegt.

 
And I am guilty, I am war, and I am the root of all evil
Lord, and I can’t drive on the left side of the road
- Nancy Griffith

Allir að hætta að vera vinstrimenn - koma svo!

 
It´s a feeling like this
It´s centrifugal motion
It´s perpetual bliss

It´s that pivotal moment
- Faith Hill

Þetta lag fjallar auðvitað um kapítalismann en ekki um kossa. Fuss, hver vill semja lög um kossa? Kossar eru ekki jafn fallegir og kapítalisminn. Hins vegar er þægilegt að nota orðið koss í lög sökum þess hvað það er stutt. Kapítalismi er auðvitað mun óþjálla. Annars væru auðvitað allir að semja lög um kapítalismann.

„Backspace"-hnappurinn á tölvunni minni er eitthvað bilaður. En það er ég nú svo sem líka. Þar hæfir flís rassi.

föstudagur, október 22, 2004

 
Af vef framtíðarhóps samfylkingarinnar: „Réttnefnt lýðræði er frjálslynt. [...]. Virtur er réttur manneskjunnar til að skapa sjálfa sig, vera til á eigin forsendum, hafa sérstöðu og njóta viðurkenningar eins og hún er." En hvers konar lýðræði aðhyllist samfylkingin? Ekki frjálslynt. Nei, hún aðhyllist þátttökulýðræði sem felur í sér að allir afsali sér öllum völdum yfir sjálfum sér til allra hinna. Möguleikinn á að skapa sjálfan sig verður háður getu einstaklinganna í rökræðum. Hinn óframfærni verður undir en hinn fagurmælti nýtur lífsins án þess að hafa nokkuð annað til brunns að bera en liprann talanda. Dugnaður, eljusemi, þor ellegar hetjudáðir eða aðrir eiginleikar mega sín þá lítils. Raungervingin verður ekki fólksins heldur mælskulistamannsins.
Í hverju felst munurinn á samræðustjórnmálunum og samhyggjustjórnmálunum? Það er bitamunur en ekki fjár.

fimmtudagur, október 21, 2004

 
Vefrit fjármálaráðuneytisins klikkar ekki á að pirra mann af og til. Skatttekjurnar að hækka og þeir röfla um mikilvægi skatta sem sveiflujöfnunartækis. Skipta greinilega miklu máli. Hér eru aldrei sveiflur. Ekki einu sinni vottur af sveiflu. Sveiflan er öll í kántrýbæ. Ekki í efnahagslífinu. O nei nei, o sei sei.

 

Markaðurinn hefur talað. Bush mun vinna.

 
Maðurinn sem ég kaus í forsetakosningunum hefur afhjúpað sig sem andstæðing kvótakerfisins! Þetta eru svik! Ótrúlega ómerkilegur maður. Þykist vera fylgismaður kvótakerfisins til að afla sér atkvæða en reynist svo bara vera í vondukadlaliðinu. Fuss!

Er ekki hægt að taka atkvæðið sitt til baka?

þriðjudagur, október 19, 2004

 
Er þetta ekki talsmaður samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum? Veit hann ekkert um sjávarútveg? Merkwürdig.

 
Hvað er þetta: „Kl. 17:30 -20:00 ætlar , í tilefni bandarísku forsetakosninganna, félag Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi ásamt Heimdalli að standa fyrir sýningu á heimildarmyndinni "The War Room"? SUS sýndi myndina fyrr á þessu ári, þá hafði hvorugt félagið mikinn áhuga á henni. Hvað hefur breyst? Er formaður hverfafélagsins nokkuð skyldur Bolla? Getur hann ekki gert neitt sjálfur?

Það er nú lítið mál að fyrirgefa mönnum fyrir að vera ekki frumlegir. Svo lengi sem menn hreykja sér ekki af snilld sinni. Endurtekið efni er hins vegar svolítið öðruvísi.

 
Glory to the proletariat
Þetta er nú eiginlega bara fyndið. Frumvörpin eru til kynningar á heimasíðu ráðuneytisins. Veit samfylkingin ekki hvað gerist á þinginu? Eða er hún að reyna að eigna sér þetta vonda mál? Verði þeim að góðu.

Í greinargerð með þessari misheppnuðu tilllögu segir svo í fyrstu málsgrein: „Öflug neytendavernd er hins vegar ein af forsendum þess að markaðshagkerfið virki með eðlilegum hætti". Þar höfum við það, markaðshagkerfið virkar ekki án opinberrar íhlutunar og skipulagningar.

„Strákar, merkingarnar á umbúðunum eiga að vera á öllum norðulandamálunum líka á grænlensku. Svo vil ég hafa miðana gula. Heyriði það GULA!"

mánudagur, október 18, 2004

 
Í dag sjónvarpaði Stöð 2 þætti í umsjón Egils Helgasonar sem réttilega má kalla einn á móti rest þar sem einn góður og gegn maður átti í viðræðum við fjóra æsta sósíalista. Voða sniðugt.

laugardagur, október 16, 2004

 
Sovétríkin sálugu einkenndust af biðröðum. Áðan fór í Ríkið. Ég þurfti að fara austur fyrir læk vegna furðulegra opnunartíma og svo var rosabiðröð á staðnum. Einhver tenging?


Mér finnst hundleiðinlegt að keyra. Það er ömurlega leiðinlegt. Ég er aukinheldur farinn að keyra eins og gamall kadl. Ég ætti kannski að eignast svona kærustu sem getur skutlast með mig. Já eða ekki.

 
Össur sló í gegn á flokksráðsfundi í dag. Hann er svo ódæll. Mér finnst alltaf eins og einhver sé við það að hlaupa til hans og pota í bumbuna, svo hlæja allir og Össur slær sér á lær og segir: „nei, bara grín".

föstudagur, október 15, 2004

 
„Með óvinum okkar á ég við raunverulega óvini, eins og hryðjuverkamenn, kynþáttahatara, karlrembur og þá sem vilja lögleiða kannabisefni." (af politík.is). Þá vitum við það. Við þurfum líka að passa okkur á karlrembum, kynþáttahöturum og fylgismönnum afnáms bannsins við kannabisefnum. Við erum fullkomin.

 
Vörður f.u.s. á Akureyri er að toppa Heimdall f.u.s. í Reykjavík. Þar á bæ hafa menn skoðanir og taka afstöðu til mála líðandi stundar.

 
Þrátt fyrir að ég sé leiðinlegur þá hefur mér verið boðið í partý. Þetta er ótrúlegt en jafnframt ánægjulegt.

fimmtudagur, október 14, 2004

 
Það er sósíalismi á síðunni sem hét eitt sinn www.frelsi.is. Þetta er einstaklega leiðinlegt. Bullið sem er í mogganum er þó ekki þar. Né undarlega hugmyndin Gulla um að afnema sósíslisma til að koma að öðrum sósíalisma. Sá síðari er reyndar skynsamlegri.

„Thousands made the ultimate sacrifice, giving their lives so that others, here and abroad, might enjoy peace and freedom"miðvikudagur, október 13, 2004

 
Nú finn ég upp tækni til að framleiða fleiri bíla með ódýrari hætti en allir bílaframleiðendur heimsins til samans. Í kjölfarið fara þeir allir á hausinn en ég framleiði fleiri bíla en áður voru framleiddir af öllum til samans og sel á lægra verði. Samt fæ ég einokunarhagnað. Þarf þá ekki einhverja samkeppnisreglu á mig? Svona í ljósi þess að þetta er jú ekki Pareto-hagkvæmt?

mánudagur, október 11, 2004

 
 

„Mr. Gorbachev, tear down this wall."

Það var nú ekki mikið eftir af þessum vegg þegar ég var í Berlín. Hins vegar er enn nokkur munur á Austur- og Vestur-Þýskalandi. Það er skorti á kapítalisma að kenna, þ.e. þungu regluverki og víðtækum ríkisafskiptum. Það er auðvitað ekki nóg að rífa múrinn, það þarf líka að henda úreltu hugmyndunum. Það komu reyndar nýjar úreltar hugmyndir frá Vestur-Þýskalandi við hrun Ráðstjórnarríkjanna. Frekar sorglegt.

sunnudagur, október 10, 2004

 
Á morgun fer ég í fyrsta sinn í Fiskihagfræði I. Athugið að námskeiðið er númer rómverskur einn. Ekki er boðið upp á rómverska tvo. Því miður fyrir þessar sjö hræður sem eru í námskeiðinu. Prófi í fiskihagfræði verður síðasta prófið mitt samkvæmt nýútkominni próftöflu. Öll fimm prófin eru í sömu vikunni. Fallegt af viðskipta- og hagfræðideild að setja öll prófin á milli löffræðiprófanna minna. Háskólinn er alltaf að koma til móts við nemendur og uppfylla þarfir fólksins.

laugardagur, október 09, 2004

 
Er það eitthvað vandamál að mannréttindaskrifastofa fái ekki fjárveitingu frá dómsmálaráðuneytinu? Ég skil ekki af hverju þetta fær svona mikla fjölmiðlaumfjöllun.

Sé þessi starfsemi mönnum eitthvað hjartans mál þá býðst ég til þess að sjá um rekstur mannréttindaskrifstofu án fjárveitingar frá dómsmálaráðuneytinu (fyrir helmingi minna fé semsagt) á næsta ári.
.

 
Voðalega er þessi Kerry leiðinlegur kadl. Hann virtist ekki gefa mikið fyrir frjáls viðskipti eða lága skatta. Þeim mun hrifnari af miðstýringu og þjóðfélagsverkfræðin einhverri. Þessar frambjóðendakappræður voru nú ekki upp á marga fiska. Hálfleiðinlegar reyndar.

Þó ekki jafn leiðinlegar og grein Skúla Thoroddsen í Morgunblaðinu í gær. Einhver sú alvitlausasta grein sem ég hef lesið. Og þó, ég les nú politik.is reglulega.

fimmtudagur, október 07, 2004

 
Það er eitthvað krúttlegt við þennan borða þó að boðskapurinn sé algjör vitleysa.


The feeling that I can´t go on is lightyears away
- Celine Dion

Þannig líður frjálsu fólki, meira frelsi takk!

 
Hér gefur að líta Deutsche Bank

Er hann ekki fallegur? Menn eru að tala um að þetta sé fallegasti banki í heimi.

 
Mikið var Ástráður Haraldsson hress í Kastljósinu í gær. Þorsteinn Már líka en það er ekkert nýtt, hann er það alltaf. Röksemd Þorsteins við verðum að taka mið af raunveruleikanum virðist alltaf fá jafn lítinn hljómgrunn, merkilegt.

Ástráður hamraði bara á því að einhver sem hann nefndi „við" hefðum valið ákveðið kerfi og þannig væri þetta bara. Sem er svo sem líka raunveruleikinn en samt ekki. Það er tilbúinn raunveruleiki, vitleysa sem löggjafinn útbjó í gamla daga þegar allir góðir menn voru dauðhræddir við mögulega byltingu sameignarsinna. Það þarf nú samt líka að fara eftir ólögum.

Því miður má rökstyðja að aðgerðir Brims séu ólögmætar. Heimskuleg ákvæði á borð við 7. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 kunna að koma í veg fyrir samninginn. Ákvæðið mætti túlka á þann veg að með því að launþegar samþykki að afsala sér ákveðnum réttindum sem finna má í kjarasamningum fyrir eitthvað sem þeir telja að sé meira um vert sé það ólögmætt þar sem farið sé undir lágmarkskjörin. Sem sagt að engu máli skipti hvað launamennirnir fái í staðinn, heldur aðeins hverju sé afsalað. Stéttarfélög mættu hins vegar gera þetta í kjarasamningum þar sem kjarasamningar mynda verðgólfið. Er þetta ekki indælt kerfi? Skyldi stjórn hinna vinnandi stétta hafa sett þessi lög? Versta ríkisstjórn Íslandssögunnar.

Þess má geta að ég hef verið í stéttarfélagi (stéttarfélög opinberra starfsmanna undanþegin enda skylt að greiða) uþb viku. Fyrir þann tíma greiddi ég 148 kr. Þær færðu mér ekkert. Stéttarfélög færa mönnum nefnilega ekkert, nema staðlaðann samning. Hins vegar hef ég verið í Sjálfstæðisflokknum í 7 ár og hann hefur gert rosamikið til að bæta mín kjör. Allt viðskiptafrelsið hefur gert alla rosalega ríka. Flokkurinn var reyndar byrjaður að búa í haginn fyrir mig áður en ég gékk í hann, afar indælt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samt aldrei krafist þess að ég greiði til hans eða neitt.

Til að taka saman (e. to sum it up): Sjálfstæðisflokkurinn er æði. Markaðurinn er beztur og á að vera vinsæll.

miðvikudagur, október 06, 2004

 
Valla frænka er alveg að verða brjáluð. Sósílisminn sem hún ætlar að plata okkur til að keyra í gegn er geigvænlegur. Fyrst má nefna þetta kvikindi, breytingar á lögum um hlutafélög og samsvarandi pakka fyrir einkahlutafélög.

Maður segir bara eins og Lena PH söng í Eurovision: „I´m looking for an answer and for somebody to blame, [...] hurts, oh it hurts, oh it hurts." Frjálsræði í viðskiptum hefur fært Íslendingum rosamikið. Þessi tilraun löggjafans til lögfesta reglur sem með réttu ættu að vera valkvæður hluti samþykkta hlutafélaga er út í hött. Löggjafinn hefur ekki hugmynd um hvaða reglur henta fyrir fyrirtæki, hvað þá að hann geti sett eina reglu sem passar fyrir öll fyrirtæki. Sé um góðar hugmyndir að ræða munu fyrirtækin í landinu taka upp hugmyndinar og þær verða hluti af samþykktum þeirra. Margbreytileiki í stjórnskipan fyrirtækja er nauðsynlegur svo sjá megi hvaða reglur eru og góðar og hverjar ekki. Til þess þarf löggjafinn að veita atvinnulífinu svigrúm.

Önnur gerræðisleg breyting eru nýju samkeppnislögin. Hin fyrri voru svo sem ekkert góð en nú tekur steininn úr. Engar skynsamlegar breytingar virðast vera gerðar. Meiri peningar, meira eftirlit, víðtækari leitarheimildir, víðtækari valdheimidir, fleira bannað o.s.frv. Áfram er lögð áhersla á samkeppni en ekki fetað í fótspor Bandaríkjanna sem hafa hagkvæmni að leiðarljósi. Ekki þar fyrir að Bandarísk samkeppnismálum sé í bezta farvegi í heimi. Hausatalning og prósenturútreikningar verða áfram helstu verkefni samkeppnisyfirvalda en uppfylling þarfa fólksins aukaatriði. Er þar ekki um mikla nýlundu að ræða hjá hinu opinbera.

Svo þarf að stofna svona neytendastofu. Ég hef í hyggju að sækja um starf forstjóra enda uppfylli ég öll hæfisskilyrði. Hins vegar uppfylli ég ekki öll skilyrði til að verða talsmaður neytenda en ég hef ekki lokið neinu háskólaprófi. Það starf er rosasexý enda er um að ræða einn af alfrjálsu embættismönnunum. Hann má gera nákvæmilega það sem honum sýnist. Þar sem hagsmunum neytenda er vel borgið með því að talsmaðurinn haldi sig heima hjá sér má fastlega búast við því að sú verði raunin. Neytendastofu er ætlað hið lítt öfundsverða hlutverk að efla starf að neytendamálum og þar með auka neytendavernd. Eins og allir vita hafa vörur ekki batnað né framleiðsla aukist fyrir tilstilli fólksins heldur fyrir tilstilli allra embættismannannanna sem vega og mæla hvernig allir skapaðir hlutir skulu framkvæmdir. Þannig verða framfarirnar börnin góð.

Svona er strákurinn hamingjusamur.

sunnudagur, október 03, 2004

 
You can´t manufacture a miracle
- Robbie Williams

En kapítalisminn kemst nokkuð nálægt því, meira af honum takk!


laugardagur, október 02, 2004

 
Leiðinlegt fyrir menn að vera nafnar fyrirsætna. Þannig er til dæmis ómögulegt að finna Stackelberg líkan takmarkaðrar samkeppni en í staðinn kemur fjöldi mynda af þessari myndarlegur stelpu

.
En hún heitir einmitt Filippa von Stackelberg. Stackelberg greyið fellur algerlega í skuggann af henni. Hann er nú sossum ekkert voðalega frægur.

F.A. Hayek týnist nú ekki í leitarvélum þrátt fyrir að vera nafni Sölmu Hayek. Enda er Friedrich August von Hayek snillingur. Ég veit ekki með Sölmu, hef aldrei hitt hana.

Hvað er með sona gæja sem kunna ekki að búa til gæsalappir? Fuss!

föstudagur, október 01, 2004

 
Hvað er líkt með þessum og þessum?

 
It´s my life. It´s now or never. I ain´t gona live forever. I just wanna live while I´m alive.
-Jon Bon Jovi

Verið stolt, verið sterk. Vert þú sjálfur hvar sem ert. Lífið er meira virði en það að afneita sjálfum sér.
- Bubbi

- Meira persónufrelsi takk.Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]