Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, júní 30, 2006

 
Lindarpennar, þeir eru málið. Gamla stúdentaútgáfan af lindarpennum er skyndilega orðinn fínasti penninn í minni eigu.

here comes the rain again
falling from the stars
drenched in my pain again
becoming who we are
- Green day

Þannig er það, við verðum hver við erum þegar rigning (tákn fyrir eitthvað vont) sameinast þjáningunni. En hvað er þá þetta:

Summer has come and passed
The innocent can never last
wake me up when september ends
- sami höf.

Eru gleðin (þ.e. sumarið) og sakleysið óraunveruleg og þess vegna óþarfi að upplifa?

miðvikudagur, júní 28, 2006

 
„Það er svo allt annar handleggur hvorir hafa rétt fyrir sér um grundvallaratriði tilverunnar, trúaðir eða trúlausir. Fyrir svo utan það augljósa atriði að „trúaðir“ eru gríðarstór og fjölbreyttur hópur."
- Andríki 26. júní

Það skiptir engu máli hvort eitthvað sé rétt í þessu trúardóti, það ætti ekki að tala um það er inntakið í ívitnaðri grein nema þá kannski að eitthvað „nýtt" gerist. Seinni setningin bendir til þess að andríki telji að ekki megi gagnrýna trúaða þar sem þeir séu svo ólíkir en hvernig má þá gagnrýna „vinstrimenn"? Þessi grein nær þó varla að toppa íhaldsröflið frá 22. júní á sömu síðu um nítjánda júní. Frjálshyggjumaður gæti nú varla gagnrýnt að fólk geri það sem það vill.

Sem færir mann að íhaldsvefriti númer 1. sem einnig gagnrýnir þá litlu athygli sem Dawkins fékk. Ef gagnrýni skyldi kalla. Dæmi:

„Þar er þó lítið að finna nema fátæk rök fyrir því að Guð sé nú ekki til og uppnefni á kristnum [sagt um vantrú.is]". Síðar: „Til hamingju Richard [tvímælalaust háðsglósa]" og „mikið er nú gott að Dr. Dawkins kom til að upplýsa okkur um það [sömuleiðis háðsglósa]". En af því að talað var um fátök rök: „Þeim kirkjum sem gengur vel í Bandaríkjunum eru eða telja sig vera að boða fagnaðarerindi sem frelsar einstaklinga og út af því sé það gott að fólk fari í kirkju" sem er svar við „Dawkins hefur þó rangt fyrir sér þegar hann segir kirkjurnar vera að reyna að lokka fólk til sín með einhvers konar sölutrixum og þess háttar". Alhæfingin styðst ekki við neitt og ef verið er að miða við uppgang megachurch (ísl. ofurkirkja) er hún alröng. Þá er það flokkað sem hroki að segja kirkjur beina máli sínu sérstaklega til hinna vitgrennri í íhaldsgreininni. Ef það er hroki þá er samt ekkert rangt við að fullyrða með þessum hætti. Ætla íhaldsmenn ef til vill að halda því fram að ekki sé mögulegt að beina auglýsingum að treggáfuðum? Fyrir utan það að svarið við punktinum í greininni snertir ekki punktinn (svokallað strike (ísl. vindhögg) á hafnaboltamáli).

Svo nenni jeg ekki meira nema „En er lífið ekki bera skemmtilegra þegar mál eins og trú, ástir, listir, menning, náttúra og margt fleira bætist við það?" verður að vera með. Svarið við spurningunni er nei (ekki af því að jeg er á móti margt fleira).

 
Það var greinilega rétt þegar menn sungu hér um árið að Nostradamus væri lítið merkilegri jeg.

mánudagur, júní 26, 2006

 
Þegar menn hafa ekkert haldreipi er talað um að „treysta á gvuð og lukkuna". Það er svolítið kómískt.

 
Þá þarf maður að sækja um leyfi samkvæmt þessum lögum. Þó að það sje óþarfa prjál er þetta svo krúttlegt eitthvað að jeg stenst ekki mátið. Fái jeg ekki leyfið mun jeg kalla mig skáld.

föstudagur, júní 23, 2006

 
Í fréttatilkynningu talar Siggi litli Líndal um „Stöð II". Jeg skil ekki alveg brandarann en hann er fyndinn.

fimmtudagur, júní 22, 2006

 
Að reynslan af skandinavíska vinnumarkaðsmódelinu sé næstbezt á eftir hinu engilsaxneska er álíka sjerkennilega staðreynd og sú að svokallaðir frjálshyggjumenn velji alltaf að vera á móti feministum.

 
„Ég hef verið meðal stærstu skattgreiðenda hér á landi og greiddi á síðasta ári um 98 milljónir í ríkissjóð. Ég skorast ekki undan þeirri ábyrgð minni og er stoltur af því að greiða mína skatta hér á landi og mun áfram gera.

London, 22. júní 2006."

Segir í fréttatilkynningu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Það er pínu klaufalegt að nota orðalagið „hér á landi" þegar menn eru að skrifa frá London. Hann virðist eiga við Ísland en einhvern veginn er ekki hægt að vera viss.

Það er skemmtilegt að tala um stærstu skattgreiðendur. Jeg er nú frekar stór um mig þrátt fyrir að vera ekki hávaksinn.

miðvikudagur, júní 21, 2006

 
Það er morgunljóst að Nostradamus telur að Spánn muni vinna HM: „In the sixth month of 2006 the King of Spain will cross the Pyrenees with his troops. The legions of Beelzebub will battle him in central Europe and suffer doom and destruction. The Holy Grail will then come to Spain." (Beelzebub er auðvitað hinn illi Satan).

mánudagur, júní 19, 2006

 
Óþægilegt að vera brenndur á túngunni.

Mbl.is notaði hugtakið islamistar um uppreisnarmenn í Sómalíu. Alveg eins og jeg. Maður sjer það samt ekki mikið.

Soldið öfgafullt að kalla það svik við málstað feminista að sófa hjá karlmönnum. Býður eigi að síður upp á skemmtilegar samræður.

Það er merkilega mikið væl í innsendu greinum morgunblaðsins. Nennir fólk ekki að pæla í alvöru vandamálum?

Spurning hvort það sje klaufaskapur hjá íhaldsstrákum að tilvitnun gærdaxins mæli fyrir um persónufrelsi.

föstudagur, júní 16, 2006

 
Frásögn moggans af nýustu atburðum í Sómalíu er fyrir neðan allar hellur. Vita menn þar á bæ ekki að það hefur verið anarkí í Sómalíu í fleiri ár? Er það allt í læ að islamistarnir sem eru að vinna landið bjóða fólki frið og stöðugleika í skiptum fyrir afnám persónufrelsis (það er sona trúarfirringu og Sharía)? Ekki þar fyrir að mikil skynsemi hafi verið í aðgerðum CIA. Sjálfsagt hefur Sómalía tekið við titlinum "versti staður í heiminum til að búa á" eftir að talibanarnir hurfu frá völdum í Afganistan.

fimmtudagur, júní 15, 2006

 
„... en Sigríður Anna hefur sem umhverfisráðherra lagt sérstaka áherslu á náttúruverndarmál". Hver hefði trúað því að umhverfisráðherra legði sjerstaka áherzlu á náttúruverndarmál? Hún hefði auðvitað líka getað hugað sjerstaklega að veðurfarsrannsóknum enda heyrir Veðurstofa Íslands undir þetta ágæta ráðuneyti.

 


Bandarísku skotfærin eru samt ólíklegri til þess að enda í höndum vondu kadlanna. Hafa samt mjög líklega áhrif til þess að lækka verð.

mánudagur, júní 12, 2006

 
Það er líkt og enginn hafi tekið eftir vestur-afríku samsærinu á HM. Ghana sem spilar síðar í dag gegn Ítalíu á landamæri að þremur ríkjum. Þar af eru bæði Togo og Fílabeinsströndin á HM.

Kemur lítið á óvart að fréttir af Sómalíu eru á forsíðu moggans þegar það ber við að islamistar banna sýningar HM. Þá getur maður brosað út í annað, slegið sjer á lær og sagt við sjálfan sig „já, þessir islamistar".

laugardagur, júní 10, 2006

 
Logi Ólafsson er ekki maður sem maður trúir til að segja kynlífsbrandara.

Samkvæmt mbl misstu Trinidadar mann útaf og Svíar spiluðu því einum færri. Jeg veit ekki hve oft jeg las þessa frjett yfir áður en jeg skyldi hana.

föstudagur, júní 09, 2006

 
Hvar jeg gjekk upp Laugaveginn með 20 kílóa kassa fullan af ríkisreikning (mjer til heilsubótar) mundi jeg skyndilega hvað ónefndur kennari sagði í ónefndri kennslustund í ónefndum skóla „Stjórnmálamaðurinn sem hefur hlutfallslega yfirburði í misbeitingu valds vinnur [uþb sona]". Miðað við hvursu vel exbje gengur að komast í og halda sjer í stjórn virðist þetta vera laukrjett. Að sama skapi mætti álykta sem svo að Vinstri-grænir sjeu minnst spilltir enda gengur þeim verst að ná og halda völdum.

Þá spyr maður sig. Ætli það sje öfugt samband á milli hugsjónar og hæfileika í misbeitingu valds? Við fyrstu sýn er það augljóst en pragmatíski hugsjónarmaðurinn ætti í raun að mistbeita valdi stundum. Út frá þeirri kenningu og með hliðsjón af því flokkarnir kenna sig við einhverjar hugðarstefnur ættu samfylkingin og sjálfgræðið að samanstanda af valdapólitíkusum með vott af hugsjón. Sem fær smá stuðning af nýlegri rannsókn Gunnars Helga Kristinssonar á stöðuveitingum.

 
Það er eitthvað svo skrítið að Halldór Ásgrímsson sé bara 58 ára.

Það þarf að fletta ofan af gvöðfræðingum.


Hið leyndardómsfulla rafmagnsverð Alcoa er svo upplýst í Brasilíu. Það mætti kalla „slightly amusing" (þ.e. kankvíst bros er við hæfi). Manni er hins vegar til efs að satt sé þar sem trúnaðarupplýsingar af þessu tagi ættu ekki að vera aðgengilegar hverjum sem er í fyrirtæki eins og Alcoa.

Fyrir margt löngu las jeg grein í íhaldstímaritinu Þjóðmál sem var um margt asnaleg. Þar var því haldið fram að hagvökstur væri æskilegur (ef ekki nauðsynlegur) vegna þess að fólk væri aldrei sátt við tekustig sitt en gleddist jafnan við tekjuhækkun. Athygli vakti að ekki var vitnað í Veblen eða Kahneman og Tversky (ekki það að þar sje um skyldu að ræða, frekar að það útskýri sjónarhodna muninn). Þetta er frískandi vörn fyrir hagveksti, hann er góður af því að fólkið er svo vitlaust að átta sig ekki á því hvað það hefur það gott! Þegar fabríkantinn finnur upp aðferð til að framleiða fleiri blúndunærföt með kögri en áður var mögulegt þá sumsje vænkast hagur mannkynsins.

fimmtudagur, júní 08, 2006

 
Það þarf að fletta ofan af guðfræðingunum.

Djöfullinn var eitthvað að klikka í gær. Opinberunarbók Jóhannesar er frískandi. Jeg segi að skrattinn og gvöð hafi púllað Job á þetta og sleppt Harmageddón að sinni. Grey Job.

 
Það þarf að fletta ofan af guðfræðingunum.

Djöfullinn var eitthvað að klikka í gær. Opinberunarbók Jóhannesar er frískandi. Jeg segi að skrattinn og gvöð hafi púllað Job á þetta og sleppt Harmageddón að sinni. Grey Job.

þriðjudagur, júní 06, 2006

 
Það er ekki skrítið að etiquette námskeið sjeu orðin vinsæl í Lugdunum. Ekki veitir af. Og harðkúluhattarnir, hvar eru þeir?

fimmtudagur, júní 01, 2006

 
Undir millifyrirsögninni „Að vera í sigurliðinu" segir kommapresturinn Örn Bárður: „Margir lifa eins og Guð sé ekki til og vanrækja þar með hina meðfæddu þörf fyrir að trúa. Kristur hefur stofnsett kirkju sína til þess að næra innsta kjarna manneskjunnar, andann. Syndin er ekki horfin úr tilverunni. Hún er sprelllifandi sem fyrr, en eina lækningin við henni er að umgangast þann sem sigraði syndina og dauðann. Göngum til liðs við hann og þá hittum við í mark og líf okkar verður heilt fyrir hans tilstilli".

Það er eitthvað svo jákvætt og heilbrigt við kristna fólkið.

Margir lifa eins og gvuð sje til og vanrækja þar með hina meðfæddu þörf fyrir að huxa. Mannfólkið stofnsetti kirkju til þess að beisla mannsandann og dreipa mannlífið í dróma...

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]