Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, desember 28, 2006

 
Fólk gerir ýmis konar mistök við að túlka heimin. Ein þeirra felast í því að tengja fjarlæga atburði við fjarlæga hópa. Þannig er fólk til dæmis líklegt til þess að tengja glæpi eða félagsleg vandamál við útlendinga þrátt fyrir að enginn grundvöllur sjer fyrir því. Reyndar kann fólk að gera það þrátt fyrir að þekkja tölfræði sem bendir til hins gagnstæða. Þannig má sjá innflytjendur á Íslandi tengda við öfgahópa múslíma þrátt fyrir að sárafáir múslímar sjeu á Íslandi.

Andstæðingar útlendinga (sem vilja ekki gangast við því að vera rasistar þrátt fyrir að vera fylgjandi málefnalegum umræðum) nota gjarnan þá rökræðutaktík að vitna í það sem einhver annar sagði eða skynjun annarra á ástandinu erlendis eða eigin skynjun. Sjaldan hef jeg heyrt þá not röksemd sem byrjar á þessa leið: „rannsóknir hafa sýnt fram á...“.

Þess má svo geta að önnur túlkunarvilla felst í því að heimfæra neikvæða hluti upp á þá sem falla í stereotýpuhópa sem maður telur slæma. Þannig myndi jeg hafa hneigð til þess að muna frekar eftir öllu vondu við rasista. Ekki það að sú hneigð, að því leyti sem hún kann að vera til staðar, haggi við sjónarmiðinu heldur leiðir hún frekar til þess að orðinu „gjarnan“ sé ofaukið.

 
„Við [þ.e. Norðmenn] ættum að spenna greipar á hverju kvöldi og þakka Guði, Verkamannaflokknum og Norðursjávarolíunni fyrir að færa okkur allt á silfurfati. Við búum í öruggasta landi í heimi, á öruggustu tímum sögunnar og við þurfum að læra að njóta þessara gæða í staðinn fyrir að kveljast af óþarfa áhyggjum og ótta,“
- mbl.is

Þetta er snilld. Því miður kemr ekki fram hvar sá sem þessu heldr fram er prófessor. Gvuðasjónarhodnið er greinilega á uppleið innan fjelagsfræðinnar. Þá er frískandi að sjá því haldið fram að gvuð sje með helvítis krötunum en ekki andskotans íhaldsmönnunum.

miðvikudagur, desember 27, 2006

 
Margir þykjast ekki geta lagt frá sjer bók hálfkláraða. Jeg get ekki lesið kafla í vitlausri röð. Því miður er heuristics kaflinn í fjelagssálfræðibókinni minni alveg 500 síður í burtu. Cognative-pælingarnar eru reyndar áhugaverðar. Sem minnir mann á það að Douglass Cecil North er minna fúnksjónalískur en aðrir hagfræðingar.

föstudagur, desember 22, 2006

 
Frískandi áróður hjá sús. Varla margir kristilegir íhaldsflokkar sem gera betr. Annars finnst mjer fólk almennt vera frekar meðvitað um það að jólin eru ekki kristilegt fyrirbæri heldur er kristilegi þátturinn afleiðing óvinveittrar yfirtöku (e. hostile takeover) enda er alls óvízt að Jesúm hafi fæðst 25. desember. Ekki það að hann hafi þurft að fæðast þar sem guðdómurinn er þríeinn (einn er þrír og þrír eru einn) þannig að Jesúm hefur verið til jafn lengi og hinir tveir. Nema auðvitað þríeini guðdómurinn hafi orðið til með samruna. Hvað veit maður, leikmaðurinn svo sem?

Yfir í annað. Úngir frjálshyggjumenn virðast vera hættir að uppfæra síðu sína. Sem er e.t.v. ágætt ef þetta er almennt viðtekið:

Hver einstaklingur setur sér sín eigin siðferðisgildi. Allt er það gott og blessað, svo lengi sem ekkert ofbeldi hlýst af. Ef þú vilt að þau gildi sem þú hefur sett séu látin í friði, ber þér að sjálfsögðu skylda til þess að virða þau siðferðisgildi sem aðrir setja. Það er rangt að troða eigin siðferðisgildum upp á annað fólk. Þetta virðast þó sumir ekki skilja.“
- HJ

Hjer er brugðið útaf hefðbundna frjálshyggjustefinu og farið inn á enn undarlegri braut siðferðislega. Það er eitt að segja að lögin megi ekki banna fólki að gera, annað að frelsi fólks til þess að velja sjer siðferði eigi að koma í veg fyrir gagnrýni á siðferði. Ef maður hittir einhvern með asnalegt siðferði er hollt og gott að kýla viðkomandi í magann (varúð! myndlíking), t.d. ef um er að ræða forpokaðann kristilegann íhaldsmenn sem vill loka konr inni, útrýma samkynhneigð o.þ.h. Því miður er þess háttar fólki reyndar sjaldnast viðbjargandi.

Og enn eitt. Það er athyglisvert hvernig maður vísar í tiltekinn eiginleika eða nokkra saman þrátt fyrir að verið sje að vísa til enn fleiri eiginleika. Að einverju leyti er jeg að vísa til stereo-týpu með því að tala um kristilega íhaldsmenn en að öðru leyti er jeg að vísa til eiginleika sem jeg tengi við fólk af þessu tagi. Þessi athugasemd er merkilega augljós sona „in retrospect“.

fimmtudagur, desember 21, 2006

 
Krúsípús. Eingetnar „risaeðlur“. Æði.

 
Skemmtilegt að VR telji Economist vera bandarískt vikurit. Enn betra að mogginn hafi hermt það eftir þeim. Mogginn er nú orðinn frekar latur þegar hann nennir ekki að þýða frjettirnar úr Economist sjálfur.

miðvikudagur, desember 20, 2006

 
Topp tíu ástæður fyrir því að endirinn sje í nánd. Mæli jafnframt með myndunum, sú af Tjernobil þykir mjer skemmtilegust. Það er betra að vera tilbúinn fyrir endalokin.

 
„Merki hnignunarinnar kemur helst fram, þegar við reynum að sníða trúna að eigin sjálfhverfu, duttlungum og hroka. En þannig verðum við einmitt hluttakendur heimskunnar. Heimskinginn segir: enginn Guð.“
- Birgir Ásgeirsson

Skítt með það sem maðurinn segir um trúleysingja. Athyglisverðara er það sem hann segir um trúaða. Jeg fæ ekki skilið þetta öðruvísi en svo að allir þeir sem hverfa frá raunverulegri kristinni kenningu, þ.e. hafa gert trúna persónulega, séu verri en hinir. Hnignir. Af því að einnig er að finna heimsendahjal í greininni er freistandi að álykta sem svo að maðurinn sje að daðra við rapture-kenningar.

En þetta með hefðbundið dogma og persónulega trú er áhugavert. Andstætt stjórnmálahreyfingum geta trúarhreyfingar ekki verið með einstaklinga sem aðhyllast aðrar hugmyndir innanborðs nema verða sona eins og fótboltaklúbbur. „Jeg held með Jahve“ - fyndið.

þriðjudagur, desember 19, 2006

 
Framsókn í 90 ár. Hvað dettur manni í hug? Sigur Hermanns Jónassonar í glímu á alþingishátíðinni 1930, afurðasölulögin sem komu Korpúlfsstaðabúi Thors Jensen úr rekstri, glíma við alþýðuflokkinn í stjórn hinna vinnandi stjetta um þjóðnýtingu, Rauðka, þingrofsmálið, Stóra-bomban, einmenningskjördæmi sem gáfu flokknum helmingi fleiri þingsæti en atkvæðafjöldinn gaf tilefni til og Ólafur Jóhannesson sem var farsæll löffræðingur. Tryggvi Þórhallsson var ekkert að grínast þegar hann fór í fýlu og stobbnaði bændaflokkinn, þetta er bændaflokkur.

fimmtudagur, desember 14, 2006

 
Nú ræð jeg Kim Il-sung heilt og hann asnast til að gera eins og jeg segi. Er jeg þá vondur? Pínu?

Þessi fátæktarskýrsla er ljeleg. Segir ekki neitt. Allar breyturnar sem eiga að skýra fátækt eru aldurstengdar (þ.e. fjöldi barna og hjúskaparstaða) án þess að nokkur tilraun sé gerð til þess að skýra hver vegur þyngst eða hvednig þetta tengist allt. Er niðurstaðan sú að það eigi bara að styrkja úngt fólk? Nei, það er svo ýjað að því að únga fólkið sje í námi hafi þess vegna lágar tekjur um skeið. Frekar slappt að tala um að hreyfanleikinn sé „lauslega áætlaður“ og láta þar við sitja. Lauslega áætlað er tvíbreiður Suðurlandsvegur bruðl.

Það er athyglisvert í könnununni að lönd sem eru íhaldssöm í siðferðismálefnum búa við hærra hlutfall fátækra barnafjölskyldna (nema Svissland). Reyndar eru þessi ríki flest engilsaxnesk og tekjudreifing þar er almennt meiri en annars staðar (o.fl). En þar sem fjöldi barna er ein skýribreyta fátæktar er tækt að halda því fram að íhaldssemi í siðferðismálefnum stuðli að fáfræði og ábyrgðarleysi í kynlífi sem svo aftur ýti undir að fólk eignist bödn án þess að vera í aðstöðu til þess að ala önn fyrir þeim. Það er freistandi að halda því fram að fylgni atvinnuþáttöku kvenna og fátæktar styðji við þessa kenningu.

Hvað sem því líður er ljóst að skýrslan segir fátt annað en „það eru til fátæk bödn á Íslandi skv. OECD mælikvarða“. Söpræs, það er fóður fyrir fólk sem vill fella pólitískar keilur (sem var tilgangur skýrslunnar). Þetta mun því enda með breikkun Suðurlandsvegar.

miðvikudagur, desember 13, 2006

 
Samkvæmt Forbes er Liverpool 100 milljónum punda verðminna en talað er um að greiða fyrir það. Árin á undan er liðið samt verðmeira. Sem er skrítið þar sem reksturinn hefur lítið breyst, liðið styrkst og Stanley park mun auka tekjumöguleika verulega. Þess fyrir utan bendir ýmislegt til þess að nýta megi vörumerkið betur.

Þetta síðarnefnda gæti reyndar útskýrt kaup „útlendinga“ á enskum liðum. Hefðbundni reksturinn hefur hingað til bara ekki tekið mið af þeim tekjumöguleikum sem felast í vörumerkjum liðanna. Og svo auðvitað sú staðreynd að það er ekkert gaman að eiga Porsche þegar hver sem er getur keypt eða jafnvel leigt svoleiðis. Maður þarf alvöru stöðutákn.

þriðjudagur, desember 12, 2006

 
B-liður 5. gr. í lögum um íslenskan ríkisborgararétt listar skilyrði veitingar slíks rjettar með stjórnvaldsákvörðun:

B. Önnur skilyrði.
1. Umsækjandi sé að áliti tveggja valinkunnra manna starfhæfur og vel kynntur þar sem hann hefur dvalist.
2. Umsækjandi geti framfleytt sér hérlendis með hliðsjón af þeim upplýsingum sem koma fram í umsókn og hafi ekki þegið framfærslustyrk frá sveitarfélagi síðastliðin tvö ár.
3. Umsækjandi hafi ekki sætt varðhalds- eða fangelsisrefsingu eða eigi ólokið máli í refsivörslukerfinu þar sem hann er grunaður eða sakaður um refsiverða háttsemi.

Það þarf auðvitað líka umsögn Útlendingastofnunar og lögreglustjóra. Í greinargerð með breytingarfrumvarpi Bjössa-dmr segir „Eðlilegt þykir að þessi mál séu í samhengi þannig að útlendingar sem hér setjast að fái fyrst tímabundin dvalarleyfi, þá búsetuleyfi og að lokum ríkisborgararétt.“

Í ríki með sona reglur sprettur upp umræða um að alltof margir útlendingar komist híngað til lands.

föstudagur, desember 08, 2006

 
Auglýsingatakmarkanir á RÚV eru hrikalega hallærislegt mál. Nauðungargjöld RÚV hafa sjálfsagt svipuð áhrif og niðurgreiðsla og auka þar með framboð á sjónvarpsefni. RÚV er hins vegar pólitískt og í opinni dagskrá og hegðar sjer þess vegna pervertískt við efniskaup. Það breytir því þó ekki að aukna framboð sjónvarpsefnisins býr til meira pláss fyrir auglýsingar. Meira pláss fyrir auglýsingar þýðir að verðið lækkar en magnið eykst. Í því felst skekkjan mikla.

Þessi agalega skekkja lækkar verð til samkeppnisaðila RÚV sem verða fúlir enda er margínan þar með lægri. Vegna pervertískar hegðunar RÚV á efniskaupamarkaði og þess að allir búa við lægri efniskaupakostnað þarf hagaðurinn reyndar ekkert að vera mikið lægri (en hvað veit jeg sossum um uppboð). Skekkjan agalega hefur svo frískandi áhrif á auglýsendur enda þýða lág auglýsingaverð að fleiri vilja láta framleiða auglýsingu fyrir sig. Verð hækka þá og magn eykst á auglýsingaframleiðslumarkaði.

Samtök auglýsendaframleiðenda og samkeppnisaðilar RÚV haga sjer svo í samræmi við almannavalsfræðina og mótmæla hver sínu. Allt passar í hefðbundna módelið. Skemmtilegt.

Aftur á móti, hvað á að gera við meira framboð á sjónvarpsefni? Má það ekki vera soldið fínt fyrst menn eru að þessu veseni?

fimmtudagur, desember 07, 2006

 
Liverpool er 7-8 líklegasta liðið til þess að vinna meistaradeildina skv. Ladbrokes. Þrjú af þeim liðum sem þykja líklegri eru mögulegir mótherjar í 16 liða úrslitum en Liverpool getur aðeins dregist gegn sjö liðum. Vongildi næstu umferðar hlýtur hins vegar að vera jákvætt enda eru Porto, Lille og Celtic afar ólílegir sigurvegarar.

miðvikudagur, desember 06, 2006

 
Sjálfsagt er maður síðastur til þess að taka eftir því að Friedman sje látinn. Athyglisvert hvernig fólk keppist um að skrifa yfirborðskenndar og ljelegar greinar um hann. Setja í samband við söguna, með Kaynes (ekki andspænis). Skemmtilegt að gyðingar úr verkamannastjett geti náð sona árangri.

Finland flag

Á þessum degi fyrir 89 árum hlutu Finnar sjálfstæði frá Rússum. Að minnsta kosti nominal-sjálfstæði. Til hamingju með það. Vodki og rúgbrauð í boðinu.

þriðjudagur, desember 05, 2006

 
A little sweat ain't never hurt nobody
- Beyonce

Oft vill bera á því að menn, jafnvel lærðustu menn, álíti sem framþróun mannkyns leiði það fram og upp frá hjátrú og hindurvitnum til raunvísindanna.
[...]
Reyndar hygg ég að vísindi nútímans séu mesta andlega afrek hinna kristnu Vesturlanda. Ýmsir fremstu hugsuðir og andans ofurmenni mannskyns voru- og eru trúmenn, sem sáu, sem sjá, enga mótsögn í guðstrú og skynsemi.
- Karl Sigurbjörnsson

Það er varla verjanlegt að bizkup Íslands ljúgi og setji fram vafasamar hugmyndir um vísindi í Háskóla Íslands. Rektor hefði átt að taka fyrir þetta. Eða bizkupinn átt að fara að ráðum Beyonce.

Þess má geta að mikill minnihluti klárasta fólksins í heiminum er trúað. Ekki það að trú sé meira eða minna röng skoðun fyrir vikið.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]