Kurteislegt brjev til kanselísins
föstudagur, febrúar 29, 2008
Miðað við fjölmiðlaumfjöllun virðist aðalmálið á Alþingi þessa dagana vera svokallað aðstoðarmannafrumvarp. Gaman.
Þess vegna er hressandi að Steingrímur Jóhann skuli leggja fram frumvarp um kjarnorkuvopn. Skv. mbl.is virðist það altjent vera inntakið. Svk. 1. gr. frumvarpsins er málið þetta:
„Lög þessi gera Ísland að friðlýstu svæði þar sem bannað er að koma fyrir, staðsetja eða geyma, flytja um eða meðhöndla á nokkurn annan hátt kjarnorkuvopn. Umferð kjarnorkuknúinna farartækja er bönnuð á hinu friðlýsta svæði og einnig flutningur eða losun kjarnakleyfra efna og kjarnorkuúrgangs.“Í greingargerðinni kemur fram að einungis Reykjanesbær, Vogar, Sandgerði, Skútustaðahreppur og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa ekki kjarnorkuvopnafriðlýst sig. Grey íbúarnir. Það sem jeg skil ekki er af hverju Steingrímur Jóhann er á móti kjarnorkuknúnum farartækjum?
miðvikudagur, febrúar 27, 2008
Mjer þykir það með miklum ólíkindum að þessi maður hafi
eytt athugasemd frá mjer. Þessi færsla hans er nægilega kynjuð t.þ.a. það megi teljast verulega siðferðilega ámælisvert að birta hana.
Eða nei. Það er bara hinn mjög ýkti Gilz sem þarf að sæta því.
þriðjudagur, febrúar 26, 2008
Þetta er án efa eitt það sorglegasta sem jeg lesið í dag. Að framhaldsnemar í hagfræði þurfi ekki að kunna meira en Mankiw? Þetta er líkt og að halda því fram doktorar í stærðfræði þurfi almennt ekki að gera meira en að diffra annars stigs margliðu. Hversu sorglegt er það að menn noti bara það sem er einfeldningslegt og ljelegt í hagfræði?
Nýlega hefi jeg sjeð bæði Kastljós og Kiljan Egils Helgasonar. Er skemmst frá því að segja að Kastljósið í gær var einhver lágkúrulegasti þáttur sem jeg hefi sjeð lengi. Einhver Egill ásamt einhverjum Friðriki voru þar að þræta um hvort einhver vinur Egils hefði uppnefnt Friðrik eða hvort Friðrik væri bara að væla.
Maður sá fyrir sjer sjö ára börn:
- „þú byrjaðir“
- „nauts, jeg snerti þig ekki mar“
- „júts, þú gerðir sona sjáðu“
- „ááááaai“
- „sko, þetta er geðveikt vont“
Án þess að vilji með því bera blak af misyndismönnunum sem hrópuðu ókvæðisorðin. Að bera sona klögumál á borð fyrir fólkið í landinu er hins vegar ekki boðlegt. Þetta var verra en að horfa á pólitíkusa rífast:
- „þið gerið aldrei neitt fyrir fólkið“
- „við höfum nú gert ýmislegt“
- „nauts, ekki t.d. sona“
- „við viljum það samt alveg, bara samstarfsflokkurinn vill það ekki“
Kastljósið ákvað svo að gerast menningarlegt og fjalla um íslenska samtímamenningu. Það var gert með umfjöllun um frjettaljósmyndir. Aldrei slíku vant var umfjöllunin nokkuð ítarleg. Augljóslega helgast það af umfjöllunarefninu og einstakri sjálfhverfni fjölmiðla.
Kiljan Egils Helgasonar (KEG) afgreiðir einmitt bækur á núlleinni eða þar um bil. Á þeim tíma ná málglaðir og hraðmælgir viðmælendur að koma út úr sjer athugasemd eða svo um viðkomandi ritverk. Þá taka við hikorð þáttastjórnanda, handapat og tilraunir til að koma nýrri bók fyrir á þar til gerðum standi. Snilld.
Hvað varð af þessum peningum sem Bjöggi lagði til innlendrar dasskrárgerðar?
mánudagur, febrúar 25, 2008
Af hverju má ekki tala um leikhús án þess að tala um hvort leiksýning hafi verið fyndin? Er fyndni hinn endanlegi mælikvarði á gæði leikhús? Fer maður bara í leikhús til að hlæja?
Plebbar.
Einhverju sinni sögðu allir og mæður þeirra af sjer í bæjarstjórn Reykjavíkur. Það var hressandi. Það væri gaman ef það yrði endurtekið.
föstudagur, febrúar 22, 2008
Þetta er æði. Æði. Í myndtekstanum stendur m.a.
„Enn á ný hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kallað til forystu ungan stjórnmálamann“. Reynslan af Vilhjálmi Þórmundi sýnir að það er farsælast.
Auglýsingin birtist í Dagblaðinu-Vísi 27. nóvember 1981.
Á bloggsíðu Greg Mankiw er smá
umfjöllun um framboðsteygni vinnuframlags kvenna. Almennt er því haldið fram í nýklassískri hagfræði að lægri skattur leiði til aukins framboðs vinnuframlags (a.m.k. þar til verðmæti frítímans verður jafnt aukatekjunum). Af því leiðir að jafna mætti stöðu kynjanna á vinnumarkaði með því að lækka skatta á konur nægilega mikið til að þær vinni til jafns við karla (eða hækka skatta á karla til að draga úr vinnuframboði þeirra).
Að sama skapi mætti svo segja að lægri fjármagnstekjuskattur á konur ætti að leiða til fjölgunar kvenna í hópi fjármagnseigenda og þar með aukinna ítaka þeirra í viðskiptalífinu.
Eins og þetta lítur út fyrir að vera mikil töfralausn er merkilegt að maður hefur ekki sjeð neinn feminista hjer á landi velta þessu fyrir sjer. Huxanlegar útskýringar gætu verið:
1) Jafnrétti er rjettlætismál sem á að laga en ekki lokka fólk til að breyta.
2) Feministar eru of marxískir til að huxa í markaðslausnum.
3) Feministar eru flestir konur og konur eru almennt ólíklegri en karlar til að hafa kapítalískt hugarfar.
4) Skattkerfisbreyting er kratískt tæknilausn og þar með óáhugaverð og lítilssigld í huga þess sem vill bylta þjóðfjelagi.
5) Jeg er of upptekinn við að lesa blogg trúarfanatíkera til að hafa tekið eftir vangaveltum af þessu tagi.
miðvikudagur, febrúar 13, 2008
Erkibiskupinn í Kantaraborg vakti hneykslan margra með ummælum sínum um Sharia-lög. Voru nefndar tvenns konar röksemdir gegn þeim. Annars vegar þóttu Sharia-lög slæm en hins vegar þótti illt að ekki gengi þaða sama yfir alla. Fyrri röksemdin er alveg rjett og fullnægjandi. Sú síðari er líklega samþykkt af mun færri.
Víðast hvar í hinum vestræna heimi hefur tíðkast forræði hins geistlega á sifjamálefnum að meira eða minna leyti til skamms eða langs tíma. Ekki ósvipuðu skipulagi var stungið upp á hér á landi ekki alls fyrir laungu þegar rætt var um heimildir þjóðkirkjunnar til giptinga. Þ.e. að ríkið heimilaði trúfjelögum einfaldlega að gipta en trúfjelögin gerðu það svo eftir eigin höfði.
Að íslenskum rétti er að vissu leyti (eða í einhverjum skilningi) heimilt að velja sjer lög. Þannig getur fólk valið að gefa út skuldabrjev, víxil eða gera lánasamning. Sum lög gilda svo bara að lágmarki (t.d. stjórnsýslulög nr.þ 37/1993 og samningalög nr. 7/1936).
Svo er annað mál að óheimilt er að mismuna. Það felur aðeins í sjer að ríkið má ekki láta ólíkar reglur gilda nema málefnaleg rök sjeu fyrir því (ríkið t.d. gefur aðallega þeim peninga sem eiga enga peninga eða fáa) Prinsippið með ein lög á því ekki við hjer.
Nú þykir mjer það augljóst að ef heimila á fólki að velja sjer lög þurfi að vera einhvers konar siðferðilegt gólf. Þannig kynni einhver regla sharia-laga að teljast siðleg og eðlileg, um það er jeg ekki dómbær enda lítt kunnugur sharia-lögum. Aftur á móti er það næsta vízt að sú regla lúthersku-evangelísku kirkjunnar á Íslandi að meina samkynhneigðum um hjúskap stenzt ekki siðferðilegar lágmarkskröfur.
Af þessu vil jeg draga þá ályktun að sje einhver upp á kant við erkibiskupinn í Kantaraborg vegna ummæla hans um sharia-lög hljóti sá hinn sami að vera upp á kant við Karl Sigurbjörnsson. Og sýnist mjer að það muni hitta fyrir allmarga kristilega íhaldsmenn sem ekki myndu vilja kannast við þessa skoðun.
Jeg held það hafi verið Hannes Gissurarson sem sagði það einhvern tíman í mín eyru (og fleiri, gott ef þetta var ekki í sjónvarpinu) að gæfa sjálfgræðisflokksins væri sú að vera með leiðtoga sem væri aðeins til hægri við flokkinn (allt fram að GHH vitaskuld). Þetta gerði flokkinn breiðan en samt róttækan (mjög hóflega (með áherzlu á mjög)) og ásættanlegan fyrir tiltölulega breiðan hóp.
Eins og til þess að sanna þessa kenningu fer allt í hund og kött um leið og flokksforystan er til vinstri við flokkinn. Gullna jafnvæginu er raskað.
Það gæti nú verið fróðlegt að fylgjast með deilum háskólamanna um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar. Fyrst málið var í blaðinu í dag kann að vera opinber valdabarátta fræðimanna í uppsiglingu. Lof sje vísindalegri aðferð og fræðilegu hlutleysi.
Alltaf hlakkar svolítið í mjer þjer starfsstjettir fletta ofan af sjer. Sjer í lagi þó þegar blaðamenn gera það. Mjer þykir það fullauvirðilegt starf til þess að verðskulda siðareglur. En feluleikurinn verður að halda áfram.
Einhverjir spekingar hjer í bæ virðast telja það ómögulegt að skeita saman tveimur íslenskum orðum til þess að búa til hið þriðja yfir samansafn hluta sem aldrei áður hefur verið nefnt einu orði. Þykir slík nýyrðasmíð ekki fín enda hið nýja orð
ekki til. Ef það væru nú til fleiri slíkir menn þá þyrfti ekki að glíma við túngumál með hundruðþúsunda orða en aðeins tugþúsunda orða orðabækur. Ó, hve einföld væri þá veröldin.
Jeg geri mjer fulla grein fyrir því að þessi bloggfærsla kann að hafa stuðað einhvern og jafnvel sært. Á því axla jeg fulla ábyrgð og hætti að blogga fram að næstu færslu.
mánudagur, febrúar 11, 2008
Er það ekki undurskemmtilegt að eðlileg skammstöfun á tölvupósti og Trivial Persuit er sú hin sama? Og er það ekki undurskemmtilegt hvernig maður myndi bera fram þessa skammstöfun ef svo óheppilega vildi til að maður væri Norðmaður?
fimmtudagur, febrúar 07, 2008
Segir Helga Lára Haarde í 24stundum. Þetta er óborganleg frjett. Ef stúlkan væri nú Geirsdóttir þá væri nú sjens á að maður tæki mark á þessu.
Eða ekki. Þessi afneitunarstefna er hálfömurleg. Aðallega af því að hún er lygi.
Maður þurfti ekki að lesa 24stundir lengi til að sjá dæmi um cognative dissonance og confirmation bias og fl.
miðvikudagur, febrúar 06, 2008
Kalífinn í Bagdad átti alla þætti Hemma Gunn á VHS.
Söfn
2004/04 - 2004/05
2004/05 - 2004/06
2004/06 - 2004/07
2004/07 - 2004/08
2004/08 - 2004/09
2004/09 - 2004/10
2004/10 - 2004/11
2004/11 - 2004/12
2004/12 - 2005/01
2005/01 - 2005/02
2005/02 - 2005/03
2005/03 - 2005/04
2005/04 - 2005/05
2005/05 - 2005/06
2005/06 - 2005/07
2005/07 - 2005/08
2005/08 - 2005/09
2005/09 - 2005/10
2005/10 - 2005/11
2005/11 - 2005/12
2005/12 - 2006/01
2006/01 - 2006/02
2006/02 - 2006/03
2006/03 - 2006/04
2006/04 - 2006/05
2006/05 - 2006/06
2006/06 - 2006/07
2006/07 - 2006/08
2006/08 - 2006/09
2006/09 - 2006/10
2006/10 - 2006/11
2006/11 - 2006/12
2006/12 - 2007/01
2007/01 - 2007/02
2007/02 - 2007/03
2007/03 - 2007/04
2007/04 - 2007/05
2007/05 - 2007/06
2007/06 - 2007/07
2007/07 - 2007/08
2007/08 - 2007/09
2007/09 - 2007/10
2007/10 - 2007/11
2007/11 - 2007/12
2007/12 - 2008/01
2008/01 - 2008/02
2008/02 - 2008/03
2008/03 - 2008/04
2008/04 - 2008/05
2008/05 - 2008/06
2008/06 - 2008/07
2008/07 - 2008/08
2008/08 - 2008/09
2008/09 - 2008/10
2008/10 - 2008/11
2008/11 - 2008/12
2008/12 - 2009/01
2009/01 - 2009/02
2009/02 - 2009/03
2009/03 - 2009/04
2009/04 - 2009/05
2009/05 - 2009/06
2009/06 - 2009/07
2009/07 - 2009/08
2009/08 - 2009/09
2009/09 - 2009/10
2009/10 - 2009/11
2009/11 - 2009/12
2009/12 - 2010/01
2010/01 - 2010/02
2010/02 - 2010/03
2010/03 - 2010/04
2010/04 - 2010/05
2010/05 - 2010/06
2010/06 - 2010/07
2010/10 - 2010/11
2010/11 - 2010/12
2010/12 - 2011/01
2011/08 - 2011/09
2011/10 - 2011/11
2011/11 - 2011/12
2011/12 - 2012/01
2012/12 - 2013/01
2013/02 - 2013/03
2013/03 - 2013/04
2014/05 - 2014/06
Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]