Kurteislegt brjev til kanselísins

sunnudagur, maí 30, 2004

 
Lög um helgidagafrið nr. 32/1997 eru æði. Varla líður nú sá helgidagur að ekki komi frétt um hvað lögin séu asnaleg. Það er ágætt ef lögin eru óvinsælli en áður.

Verkalýðshreyfingin á samt eflaust eftir að vera mótfallin afnámi þessara laga. Þeir eru svo hressir. Sér í lagi formaður kennarasambandsins sem var í fréttunum í kvöld. Hann hafði í hótunum svo sem verkalýðsforingja er siður. Þeir hóta vinnuveitanda sínum en yfirleitt eru þeir de facto að hóta öllum öðrum. Minni framleiðsla getur af sér minni efnaleg gæði. Það er svo umdeilanlegt hvort kennsla í grunnskólum sé gæði. Hún ætti auðvitaða að vera það en ekki var grunnskólinn sem ég sótti upp á marga fiska. Minni kennsla þýðir þá bara meira frí fyrir nemendur og kennara, tapar einhver á því?

Ólyginn segir um téðan formann að hann hafi drukkið frá sér allt vit kvöldið áður en hann átti að halda fyrirlestur á kennararáðstefnu fyrir nokkru. Skyldi engann undra að slíkur fyrirmyndarmaður sé formaður kennarasambands. Þetta snýst allt um börnin sjáið til.

laugardagur, maí 29, 2004

 
Hin hliðin
Hvað gera einokarar sem er gott fyrir samfélagið?

 
Það er eitthvað svo indælt við hugtakið „hagkvæmt magn löghlýðni".

föstudagur, maí 28, 2004

 
Einhver hrokafullur og einstrengingslegur dóni tók sig til og benti á villur í síðustu færslu. Kann ég honum bestu þakkir fyrir. Ef föstudagskvöld voru ekki hönnuð til að setja upp gardínur þá veit ég ekki hvað.

fimmtudagur, maí 27, 2004

 
Ég fór á fyrirlestur hjá dönskum prófessor í lögum og hagfræði í gær. Hann fjallaði um samkeppni á raforkumarkaði í Danmörku. Það kemur sjálfsagt fáum á óvart að það sem stendur virkri samkeppni hvað mest fyrir þrifum eru dönsk stjórnvöld. Þá minntist hann á að einhverjir töffarar í Noregi væru að reyna að reikna jaðarkostnað rafmagnsframleiðslu í vatnsaflsvirkjunum. Við fyrstu sýn ætti hann að vera núll en menn segja víst ekki. Það vekur svo upp spurninguna: ef hagfræðinga greinir á um hvernig reikna skuli kostnað, hvernig geta samkeppnisyfirvöld þá vitað hvenær meintir einokarar eru að beita meintu einokunarvaldi sínu?

miðvikudagur, maí 26, 2004

 
Hreinskilið fólk er ágætt. Ég hef hitt marga sem eru á móti aflamarkskerfi í sjávarútvegi af ýmsum vafasömum ástæðum sem síst ættu að leiða til þeirrar niðurstöðu að aflamarkskerfi sé slæmt. Í gær hitti ég svo mann sem er á móti aflamarkskerfi af því að hann er á móti því að menn græða. Ánægjulegt að enn sé til fólk sem getur einfaldlega sagt hvað því býr í brjósti. Miður hvað skoðunin er vafasöm.

þriðjudagur, maí 25, 2004

 
Til hamingju með daginn.

mánudagur, maí 24, 2004

 
Er það nokkuð of mikið að panta bækur frá amazon fyrir 100þ? Svo kemur skattur ofan á og fleiri vitleysa. Af hverju bannaði stjórnarskrárgjafinn ekki skatta? Það er sjálfsagt vit að kaupa frekar bókahillur fyrir þessar fáu bækur sem ég á en nýjar bækur.

laugardagur, maí 22, 2004

 
Það svo notalegt að vera inni þegar það er rigning.

miðvikudagur, maí 19, 2004

 
Það hefur verið sagt um risstjóra Frelsi.is að þeir séu einstrengingslegir og hrokafullir. Ég held að þessi vefangur sanni í eitt skipti fyrir öll að þeir eru í reynd hjartahlýir og indælir strákar.

Fyrst grill sumarsins gékk ekkert alltof vel. Hæfileikum mínum á sviði matreiðslu virðist fara aftur. William Patterson eða hvað sem hann heitir hélt ágætan fyrirlestur í Öskju í gær. Verst hvað hann er lélegur fyrirlesari. Hann velti fyrir sér hagrænum sjónarmiðum við makaval, eitthvað sem ég hef minnst á hér áður. Hagræn greining á hjónabandi gefur jafnan niðurstöður sem erfitt er að sætta sig við en einnig erfitt að hrekja algerlega. Verður maður þá að vera sammála? (ekki spyrja félagsfræðinga, þeir eru hlutdrægir)

mánudagur, maí 17, 2004

 
Mánudagar eru beztir.

sunnudagur, maí 16, 2004

 
Alveg er ég viss um það að Danir hafi bara gefið okkur tvo stig af því að það var autt sæti við háborðið í brullupi krónprinsins.

laugardagur, maí 15, 2004

 
Hér gefur að líta líkan fullkominnar samkeppni. Það er bara engin samkeppni! Indælislíkan segja sumir en soldið gallað segja aðrir.
 

föstudagur, maí 14, 2004

 
Forseti lýðveldisins er hress kadl. Jafnvel brandarkadl. Hann kemur heim frá embættisrekstri sínum og leyfir fréttamönnum góðfúslega að aka frammúr (þ. überholen) bifreið sinni svo þeir geti tekið mynd af honum þegar hann skellir á þá. Þá þykist hann vera að sinna embættisskyldum sínum hérlendis og megi ekki við því að vera við brullup krónsprins Danmerkur. Hverjum hefði dottið í hug að hann væri svona lengi að semja áramótaávarpið sitt? Reyndar hef ég staðið í þeirri trú að Einar Karl Haraldsson samfylkingarspunameistari skrifaði ræður forsetans ásamt ræðum biskupsins. Ólafur gæti reyndar haft áhyggjur af því að enginn yrði til að flagga að Bessastöðum á ammlinu hans. Já, þær eru margar og flóknar embættisskyldurnar. Varla á einn mann leggjandi.

Ég er búinn í prófum. Það er indælt. Ef að líkum lætur er ég þá kominn með 114 einingar. Það er indælt.

fimmtudagur, maí 13, 2004

 
Indælt hvað umræðurnar um fjölmiðlafrumvarpið eru eitthvað vitrænar. Vinstrimenn sem eru á móti tala bara um málsmeðferðina. Hægrimenn sem eru á móti eyða miklu púðri í að útskýra af hverju málflutningur vinstri mannanna um frumvarpið er rugl. Enginn talar mikið um frumvarpið. Enda er frumvarpið rugl.

miðvikudagur, maí 12, 2004

 
Aristóteles skipti stjórnarformum í sex tegundir. Ef leiðtogarnir vinna að almannahag talaði hann um að til væri royalty, aristocraty og polity eftir því hverjir stjórnuðu. Væri stjórnendur hins vegar að vinna að eigin hag talaði hann um tyranny, oligarchy og democraty. Allra besta stjórnkerfið væri royalty en það er skilvirkt, einfalt og sveiganlegt en vinni fólk aðeins að eigin hag væri democraty skást. Svipuð huxun kemur fram í orðum Winston Churchills er hann sagði að lýðræði væri versta stjórnarformið, fyrir utan öll hin.

Þess vegna er það synd að stjórnarskráin skuli ekki binda hendur löggjafans meira en raun ber vitni. Það var e.t.v. ekki fyrirsjáanlegt að ríkisvaldð myndi skipta sér af öllum þáttum hins daglega lífs eða gera upptækan drjúgan hluta af tekjum fólksins. Einnig kann þetta að helgast af þeirri blekkingu rómantískra manna að „fólkið" eða „almannavilji" ráði í lýðræðisríkjum. Þetta voru í hið minnsta mistök.

Það eru hins vegar ekki mistök að fá sér graflaks.

þriðjudagur, maí 11, 2004

 
Samkeppnislögin (nr. 8/1993) eru indæl. Í 34. gr. er t.d. þessi regla: „Í því skyni að stuðla að og efla virka samkeppni aflar Samkeppnisstofnun upplýsinga um verð, verðmyndun og önnur viðskiptakjör og birtir niðurstöður, eftir því sem ástæða þykir til. Samkeppnisráð skal setja Samkeppnisstofnun verklagsreglur um öflun slíkra upplýsinga, meðferð þeirra og birtingu."

Til þess að ná þessum æðislegu markmiðum eins og þau koma fram í ákvæðinu og verða skýrð með hliðsjón af almennum markmiðum laganna hefur Samkeppnisstofnun meðal annars kannað verð á hárgreiðslustofum. Samráð rakara er auðvitað alþekkt vandamál í öllum vestrænum samfélögum. Það er svo auðvelt að smala saman þúsund manna hóp, komast að sameiginlegri niðurstöðu og tryggja að allir fylgja henni. Einhverjir hressir menn telja svo að samkeppnisstofnun sé að vinna þarft starf og þurfi meira fé!

Hvað er betra en að fá sér graflaks í morgunmat?

mánudagur, maí 10, 2004

 
Er mótsögn í því að hafa viljað hafa Saddam áfram þrátt fyrir pyndingar hans en vilja að Rummy segi af sér vegna pyndinga vissra hermaura?

Graflaks er æði.

sunnudagur, maí 09, 2004

 
Einn af tvöhundruðþúsund
Síðasta færsla var frekar leiðinleg. Það er ágætt. Það var held ég Posner sem talaði um að smá saman þyrftu óhagkvæmar lagareglur að víkja fyrir hagkvæmari reglum. Hann var auðvitað Bandaríkjamaður og taldi þetta verða útkomuna við engilsaxneskan venjurétt. Sama gæti átt við um meginlandsrétt. Schumpeter var á því að við myndum enda í félagshyggju en smá saman missum við tengslin við framleiðslu gæðanna. Það er við gleymum því að gæðin koma ekki fyrirhafnalaust. Íslenskar kröfuréttareglur eru að meginstefnu til hagkvæmar þó að lagabreytingar síðustu ára hafi verið misjafnar.

Af hverju talar fólk um „hinn eina rétta" eða „hina einu réttu"?

laugardagur, maí 08, 2004

 
Í Síle hafa menn víst loksins sett lög sem heimila fólki að skilja. Þá eru bara Malta og Philippseyjar eftir. Malta má auðvitað vera í Evrópusambandinu og brjóta gegn grundvallamannréttindum en ekki Tyrkland. Þetta helgast af því að á Möltu búa katólikkar en í Tyrklandi búa múslimar. Rosa fínn klúbbur. Páfanum þótti reyndar helst til leitt að Sílebúar ætluðu að hætta að banna fólki að skilja, enda dregur mögulega úr helgi hjónabandsins við þessa lagabreytingu.

David Freidman ræði einmitt soldið um hjónabönd og þróun reglna um hjúskap út frá sjónarhóli hagfræðinnar í bókinni Law´s Order. Hann bendir á að hjónabönd eru jafnan meira bindandi þegar mikil þörf er fyrir skýra verkaskiptingu hjóna. Það er þegar annað hjóna þarf að sérhæfa sig í heimilishaldi en maki þess að sérhæfa sig í að draga björg í bú þá er nauðsynlegt fyrir þann sem sérhæfir sig í heimilishaldinu að erfitt sé að slíta hjúskapnum. Yrði hjúskap þar sem svona mikil sérhæfing er slitið er líklegt að kjör þess sem sérhæfði sig í heimilishaldi muni versna til muna. Sá þarf því góða tryggingu fyrir því að skilnaður eigi sér ekki stað til að samþykkja að ganga í hjúskap. Þegar heimilishald er svo orðið einfaldara og engin þörf á því að sérhæfa sig í að halda heimili t.d. vegna tækniframfara skiptir hjónabandið svo minna máli.

Það væri kannski rétt að gera fyrirvara við þessa greiningu á lögunum. Það er t.d. ekki allskostar nákvæmt að notast við líkanið af hinum hagsýna manni. Hér t.d. virðist ást ekkert koma hjónaböndum við þó mögulegt sé að bæta henni við.

föstudagur, maí 07, 2004

 
Kerfishagfræðiprófið var næstum því jafn indælt og prófið í sögu hagfræðikenninga. Ég les kannski bækurnar í sumar. Núna fæ ég mér kaffi.

fimmtudagur, maí 06, 2004

 
Einn daginn mun ég gera svona hlekki á hitt og þetta sem er spennandi. Það er að minnsta kosti líklegt að ég geri svona hlekki. Það krefst reyndar fargmöldunar á tölvukunnáttu minni.

Jón Steinar var góður í hádegisfréttunum. Auðvitað er það rugl hve langt menn eru komnir frá lögunum oft á tíðum. Niðurstaða Umboðsmanns í máli nr. 3980/2003 er sama marki brennd og svo margar aðrar af hans niðurstöðum. Það er soldið verið að fabúlera um hluti sem eiga sér enga stoð í settum rétti. Þær má því telja lögfræðilega vafasamar. Vísiregla 1. mgr. 2. gr. laga um Umboðsmann Alþingis gerir reyndar ráð fyrir UA sjái til þess að stjórnsýslan sé vönduð. Hann er auðvitað ekki að fara út fyrir verksvið sitt með því að benda á það sem betur má fara. Hins vegar er það vissulega leitt að hann skuli láta sem ábendingar um hvað sé vandað og gott séu lagareglur. UA „finnur" reglur víðar en eðlilegt má telja.

Það væri indælt ef ég gæti fundið svona reglur hér og þar sem ég teldi gilda í hinum og þessum tilvikum. Þá gæti ég t.d. fundið regluna að tollvörðum sé óheimilt að leita á heiðvirðum laganemum sem koma frá saklausum Evrópulöndum.

miðvikudagur, maí 05, 2004

 
Önnur ella
Það var fallagt af Guðrúnu Ögmunds að fá sér salmonellu svo Ingibjörg kæmist á þing. Það var fyndið þegar Hjörleifur kom með banana í nesti fyrir Ingibjörgu niður í alþingi. Jafnvel ofurlítið pínlegt.

En að öðru. Hugtakið bananalýðveldi er orðið frekar þreytt. Fyrir utan það að með því er vitanlega verið að gera lítið úr þróunarlöndunum. Fátt viljum við síður. Betra er að gera grín að Frakklandi eða Þýskalandi, þeir eiga það skilið.

þriðjudagur, maí 04, 2004

 
Hressandi réttarfarspróf
Rosa gaman í prófinu í morgun. Það kom meira að segja spurning úr daglega lífinu. Eða sona, því sem næst. Indælt.

Björn Barnason virðist hafa brotið gegn almennum reglum stjórnsýsluréttar. Það segir Umboðsmaður Alþingis að minnsta kosti. Telur hann að ráðning sé ekki nægilega vönduð, að umsagnaraðilar (þ.e. Hæstiréttur) hefðu átt að fá að tjá sig um þá hæfniskröfu sem réði úrslitum, auglýsa hefði átt að gerð væri sérstök hæfniskrafa (ekki í samræmi við almenn hæfisskilyrði) og að fjalla hefði átt ítarlegar um hæfni umsækjanda í Evrópurétti fyrst hann réði úrslitum. Voða gaman, ákvörðun Björns var semsagt að mati umboðsmanns háð vissum formlegum annmörkum en ef til vill efnislega rétt. Þetta getur orðið hið leiðinlegasta pólitíska þrætuepli. Loks má spyrja sig fyrst umboðsmaður gefur svona fínt álit sem tekur til allra mögulegra þátta hvort kærunefnd jafnréttismála sé ekki tómt rugl?

mánudagur, maí 03, 2004

 
Nýklipptur
Réttarfar er indælt. Hver vill ekki kynna sér réttarfar? Voða margir hafa gaman að því sem sést gleggst á skeleggum umræðum um ýmsa þætti bandarísks réttarfars sem fólk hefur numið af ýmsum misvinsælum réttardrömum.

Þetta var ljót setning. Þó ekki jafn ljót og flugufóturinn á vissri síðu sem var undarlegur. Ágætis vísbending um hugarástand þess sem hann skrifaði. Væri ég sálfræðingur gæti ég e.t.v. greint hvort þarna var á ferðinni biturð, öfund, afbrýðisemi, einmanaleiki eða almenn fýla.

laugardagur, maí 01, 2004

 
Hressandi
Það er alltaf so gaman 31. apríl. Þá eru allir í stuði. Nema hvað Árni Bergmann var að væla í mogganum í dag. Ég ætla líka að vera sona hvíthærðu kadl sem vælir, það er svo ágætt.

Það er voða kaldhæðið að syngja internationalinn á þessum hátíðisdegi verkalýðsins. Í gær samþykkt Alþingi jú breytingar á útlendingalögum sem koma í veg fyrir að erlendir verkamenn komi hingað. Frumvarpið var auðvitað flutt vegna þrýstings frá verkalýðshreyfingunni. Verkalýðshreyfingin vill auðvitað ekki bindast neinum tryggðarböndum eða hvernig sem textinn er nú í þessu blessaða lagi.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]