Kurteislegt brjev til kanselísins

laugardagur, desember 29, 2007

 
Að loknu góðu daxverki er indælt að gæða sjer á teii og skonsum.

 
Að loknu góðu daxverki drógu Leðurblökumaðurinn og Róbín sig í hlé í leðurblökuhellinum.

föstudagur, desember 28, 2007

 
Hugsanir hennar flutu um heilabúið líkt og mör í sýrukeri.

 
Barton er einn af þremur sem lögreglan í Liverpool handtók klukkan hálf sex í morgun á Kirkjustræti, Church Street, í miðborg Liverpool en hin eru 19 ára karlmaður og 27 ára kvenmaður.
- mbl.is

Ekki það að jeg sje skadefro. Jeg hef verið þarna í Kirkjustræti. Færir frjettina mun nær mjer.

fimmtudagur, desember 27, 2007

 

Birni Bjarnasyni dóms- og kirkjumálaráðherra þykir Þjóðkirkjan vera brandari.

miðvikudagur, desember 26, 2007

 
Jeg er vitaskuld að sóa tíma mínum og gera þessum manni of hátt undir höfði.

Með nýrri ríkisstjórn og borgarstjórn höfum við orðið vitni að nýju yfirbragði stjórnmálanna. Samræðustjórnmálin hafa fengið að blómstra. Skoðanamunur hefur fengið að heyrast og hafa stjórnmálamenn tekist á nokkuð málefnalega. Hafa þeir verið að klifra varlega upp úr skotgröfunum og séð hvernig hægt er að þoka málum áfram með því að ræða þau fremur en að líta á hlutina sem svart og hvítt. Með þessu áframhaldi verður hægt að skapa umræðu um þau mál sem brenna á okkar þjóðfélagi. Umræða verður ekki lengur drepin í fæðingu vegna þess að ákveðnar skoðanir eru stimplaðar rangar af áhrifamiklum stjórnmálamönnum.
- Guðlaugur Kr. Jörundsson

Jeg er ekki viss um að þessi maður búi á Íslandi. Pólitisk umræða á Íslandi hefur ekkert breyst hvað þetta varðar eftir að DO hætti. Hún er ekkert vandaðri, lýræðislegri, faglegri, opnari, fordómalausari eða hvað annað þessir nútímalegu kratar kynnu að vilja kalla hana. Skoðanafrelsið er enn ekki annað en brandari, heimild til þess að hafa skoðun sem er í samræmi við ríkjandi viðmið og gildi.

Raunar má halda því fram að DO hafi oftar stigið út fyrir þann ramma en nokkur annar stjórnarmálamaður í samtímanum. Altjent, telji nokkur maður að opinber umræða á Íslandinu góða hafi skánað með meiri samfylkingu þykir mjer líklegast að viðkomandi sje hættur að vera að þúnglyndur.

fimmtudagur, desember 20, 2007

 
Djöfull var varalið liverpúl betra en chelský í Carling bikarnum. Hefði verið vandræðalegt fyrir Grant hefði þeir verið slegnir út.

Arsenal rose the most in value during the past year because prior to the 2006-07 season the team will move into a $700 million stadium that could increase its annual revenue by as much as $60 million.“
- Forbes

Virði Arsenal hefur reyndar aukist um næstum helming á umliðnum árum. Þeir eru núna rúmlega helmingi verðmætari en Liverpool. Miðað við tölurnar hér að ofan ætti nýji völlurinn að dugu Liverpúl til að jafna Arsenal. Tvo velli þyrfti til þess að ná manure. Eða jafnvel eitthvað aðeins ódýrara en tvo velli, fimm 20 milljóna leikmenn og einn völl. Kostar svo sem eitthvað smotterí en er alveg bráðnauðsynlegt ætli Gillette og Hicks að hagnast eitthvað á þessum klúbb. Viðskiptaáætlunin þeirra virðist vera eitthvað á mis.

miðvikudagur, desember 19, 2007

 
„„Ætlunin var klárlega ekki að vera með eitthvað athyglisvert fyrir pabbana þarna inni á milli," segir Elías Þór Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar. Fangabúningur fyrir fullorðnar konur fór í sölu í versluninni í Smáralind, en á pakkningnum stóð „Sexy convict" eða „Kynþokkafullur fangi".“
- mbl.is

Eru fangabúningur fyrir konur bara fyrir pabbana?

Meira aðkallandi; af hverju raðar Eymundson Biflíunni með fræðibókum en ekki skáldsögum?

Í stað þess að tvígreina vísindi í hagnýt og óhagnýt má ekki tala um hin kapítalísku vísindi annars vegar og hin fögru vísindi hins vegar? (lausi greinirinn ekki valkvæður)

Samvizkuspurning: Er það kynjað að hvetja drengi til lýsisneyzlu á þeim forsendum að neyzlan geri þá stóra og sterka? Myndi maður ekki draga fram aðra kosti lýsis við stúlkur?

þriðjudagur, desember 18, 2007

 
Ég mun ekki beita mér fyrir slíkri frestun. Málið er nú komið til alþingis. Alþingi hefur aldrei brugðist hinum kristna málstað.
- Björn Bjarnason

Í gildandi lögum er fjallað um markmið skólastarfs og þar segir að starfshættir skólans skuli m.a. mótast af kristilegu siðgæði. Í frumvarpinu er á hinn bóginn vísað til jafnréttis, ábyrgðar, umhyggju, sáttfýsi og virðingar fyrir manngildi og hefur það m.a. verið sett inn í námsskrána. Eru breytingarnar gerðar að höfðu samráði við fjölmarga aðila. Framangreind hugtök endurspegla hugtök kristilegs siðgæðis og grunngildin sem íslenskt þjóðfélag byggir á. Skyldur einstaklingsins við umheiminn og náungann eru ítrekaðar. Um leið er undirstrikað mikilvægi þess að börn fái tækifæri til að nýta og þroska sköpunarkraft sinn og að skólastarfið leggi grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og frumkvæði. Þá er greinilega lögð áhersla á að grunnskólar skuli stuðla að góðu samstarfi við heimilin með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf. Ég legg áherslu á, herra forseti, að með breytingunni er ekki verið að draga úr mikilvægi kristinnar trúar og kristilegu gildismati, menningu okkar og hegðun.
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í framsöguræðu um grunnskólalög

Ég tel, frú forseti, að ef fella á þetta út, „kristilegt siðgæði“, þá verði a.m.k. að standa þarna kærleikur því að náttúrlega er ekkert æðra og meira þegar við tölum um samskipti manna en að fólk sýni hvert öðru kærleika. Það tjáir í raun dýpstu jákvæðu samskipti sem fólk getur átt sín á milli, milli einstaklinga, milli hópa og hvernig við eigum að koma fram hvert við annað. Ég er hins vegar ósáttur við að orðin „kristilegt siðgæði“ skuli tekin út.
- Karl V. Matthíasson í andsvari

Þau lög sem við höfum samþykkt á hinu háa Alþingi í hinum fjölbreytilegustu málaflokkum byggja m.a. á þeim grunni, þeirri rót sem kristnin hefur kennt okkur í gegnum árin, sem er m.a. kærleikur, umburðarlyndi, víðsýni o.s.frv.
[...]
Við lítum þar til þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í samfélaginu á undanförnum árum en ekki síður til þess að Mannréttindadómstóll Evrópu gerði Norðmönnum það að þeir þurftu að breyta sínum lögum þar sem einmitt var fjallað um kristilegt siðgæði. Hins vegar er ekki með þessu, og ég undirstrika það, nein breyting hvað varðar kristilegt siðgæði og þá umræðu sem hefur verið í skólum landsins fram til þessa. Á því er engin breyting.
- Þorgerður Katrín í andsvari

Mér finnst þetta vera mikið mál og hef líka heyrt mjög marga úti í samfélaginu, sem ég hef hitt að máli, tala um að fyrir þeim sé kristið siðgæði eitt það háleitasta það þekki.
- Karl Vaff í andsvari

Hvar er hæstv. kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, þegar sótt er að sjálfri þjóðkirkjunni og kristni í landinu? Hann er þar óumdeilanlegur gæslumaður og varnarmálaráðherra og hefur verið trúað fyrir miklu. Hvar er varðmaðurinn vaski? Hvar er varnarlið kirkju og kristni í landinu í þessari mikilvægu orrustu? Er ráðherra kirkjumála uppgefinn og vill hann þess vegna leggja kirkjumálaráðuneytið niður?
- Guðni Ágústson í umræðum um stöðu Þjóðkirkjunnar

Ég er sammála hv. þm. Guðna Ágústssyni, siðfræði eru þær grundvallarreglur sem við lifum eftir og hafa áhrif á það samfélag sem við lifum í, kveða á um það hvað er rétt og hvað er rangt og á hverju menning okkar byggist. Við vitum að það sem er rétt í ákveðnum menningarheimi getur verið rangt í öðrum og því er mjög mikilvægt að upplýsa grunnskólabörn svo að hægt sé að sýna umburðarlyndi. Öll menning á rætur í einhverri trú, þaðan kemur rauði þráðurinn sem liggur í gegnum þær reglur og hefðir sem við lifum eftir í samskiptum okkar við aðra. Það eru rætur sem við þurfum að halda í.
- Þórunn K. Matthíasdóttir í umræðum um stöðu Þjóðkirkjunnar

Kristin fræði eru ríkur hluti af menningu okkar, sögu og bókmenntum. Þjóðfélag okkar er byggt upp á kristnum gildum, og þau mannréttindi og manngildi sem við byggjum löggjöf okkar á eru það einnig.
[...]
Ofsatrúarhópar eru eitt stærsta vandamál umheimsins. Fyrir þeim má aldrei hopa.
- Höskuldur Þórhallsson í umræðum um stöðu Þjóðkirkjunnar

Ég er eindregið á þeirri skoðun að kristnin sem nýtur svona mikils stuðnings í íslensku þjóðfélagi og hefur gert í þúsund ár eigi ekki að sitja við sama borð og önnur trúarbrögð sem e.t.v. örfáir aðhyllast. Það er afskræming á trúfrelsinu. Við eigum að byggja á kristnu siðferði eins og við höfum gert, það á að vera samofið daglegu lífi og störfum okkar og það á erindi inn í skóla landsins. Það er fráleitt að úthýsa kirkjunni úr skólum landsins þegar kirkjan hefur svo sterka stöðu eins og raun ber vitni. Það endurspeglar ekki vilja þjóðarinnar að fara svoleiðis að, virðulegi forseti.
- Kristinn H. Gunnarsson í umræðum um stöðu Þjóðkirkjunnar

Svo vil ég hér að lokum segja að mikilvægustu stoðir samfélags okkar eru í mínum huga heimilin, skólinn og kirkjan. Heimilin þarf að styrkja á tímum firringar, eiturlyfja, óreglu og grimmrar markaðshyggju. Hin dýpri gildi og sálarfriður verða ekki sótt í formi gulls eða í gervi vímu. Við þurfum kannski að horfa á mörgum sviðum til gamalla gilda. Það var siður hér áður fyrr og þarf kannski frekar en áður að stórfjölskyldan hittist á sunnudögum, borði lambalæri eða lambahrygg með brúnuðum kartöflum og rabarbarasultu.
- Guðni Ágústson í umræðum um stöðu Þjóðkirkjunnar

Þetta er hressandi. Alþingi er klikkað. Sem betur fer eru það aðallega gamlir íhaldspúngar sem hafa sig í frammi í þessum umræðum. Þeirra tíma lýkur bráðlega.

Jeg veit ekki hvað á að verða um mig ef kristin trú er grundvöllur samstöðu og samlyndis í íslenzku samfjelagi.

 
Þegar jeg hjelt að morguninn gæti ekki versnað fór útvarpið að spila Queen.

föstudagur, desember 14, 2007

 
Fregnir herma að slökkt hafi verið á frygðarsúlunni í Viðey. Jeg spái töluverðum samdrætti í samförum á næstu vikum.

fimmtudagur, desember 13, 2007

 
Á hin hagsýna kona að taka þátt í að viðhalda eða berjast gegn feðraveldinu?
Hagfræðingur getur vitaskuld ekki fjallað um þetta vandamál án þess að minnast á vanda laumufarþegans (e. free rider). En það er vitaskuld afar hagkvæmt að slappa af og njóta feðraveldisins á meðan hinar konurnar kljást. Nú er núvirði baráttunnar líklega neikvætt (kostnaður núna, mögulega ábati síðar) og hin hagsýna kona ætti því bara að sitja heima (jafnvel í bókstaflegri merkingu). Staðreyndin er hins vegar ekki alveg þessi, margar konur eru aktífir feministar. Þá þarf hagfræðingurinn að yfirgefa rational choice, útbúa kenningu um ábata feminista eða útskýra þetta með því að skýra af hverju sumar konur velja neikvæða núvirðið. Þrjár ástæður virðast straks koma til greina:
1) Þessar konur eru gríðarlega áhættusæknar
2) Þessar konur eru í þannig aðstöðu að kostnaður þeirra er minni (t.a.m. er þægilegra fyrir prófessor í háskóla að vera aktífur feministi en framkvæmdastjóra hjá banka)
3) Þessar konur hafa ábata af aktífismanum (finnst hann t.d. skemmtilegur)

Nú gaf jeg mjer að við ríkjandi formgerð sje kostnaðarfall kynjanna af feminískum aktífisma ólíkt og að greiningin geti því ekki átt við um karlmenn. Svo er þessi greining vitaskuld aðeins hagfræðileg og því of grunn.

Frjálshyggjumenn eru gjarnir á að gagnrýna viss gildi. Hugarþel islamista er vissulega allt annað en fallegt. Aftur á móti má hið sama segja um hugarþel margra kristinna. Frjálshyggjumenn vilja samt sjaldan gagnrýna það. Þar er þó fyrir að fara kröfu um ríkisafskipti en ekki breytingu á gildum en fyrir utan kröfuna um takmörkuð ríksafskipti er ekki pláss fyrir nein gildi í frjálshyggju.

miðvikudagur, desember 12, 2007

 
Stundum les jeg blogg, m.a.s. annarra manna blogg. Jafnvel umræður á þessum bloggum. Meginþemu þessara umræðna er hvort einhver hafi skoðunina sem viðkomandi er gerð upp og hvað einhver annar átti við. Lýðnetið hefur valdið ótrúlegri byltingu í skoðanaskiptum.

Áður fyrr átti dómineraði fámenn klíka menntamanna umræður, núna getur fávís alþýðan rifist um nýjasta útspil Britney Spears, falsanir Bandaríkjanna á túngllendingum og hvað sje ljúffengt að setja á samloku. Gvöði sje lof fyrir tjáningarfrelsið.

Já, og prentverkið og tölvuna og símann.

þriðjudagur, desember 11, 2007

 
Á blaðsíðu 2 í sunnudagsmogganum er mynd af biskup Íslands að taka við aleigu ófjárráða drengs. Allt kynnt mjög jákvætt að sjálfsögðu. Rjett í kjölfar þess að biskup neitaði að biðja Siðmennt afsökunar á óvönduðu orðbragði sínu. PR.

Hver notar börn í PR? Hvaða blað lætur það viðgangast?

Á maður svo að trúa því að Þjóðkirkjan fari í leikskóla og grunnskóla með hagsmuni barnanna að leiðarljósi?

mánudagur, desember 10, 2007

 
„Nú á að úthýsa því trúarlega í nafni mannréttinda og umburðarlyndis.“
- Svavar Alfreð Jónsson

Þetta er orðið nokkuð vinsæl yfirlýsing. Með trúarlega er vísað til kristni enda er öðrum trúarbrögðum að meginstefnu til nú þegar úthýst á þeirri forsendu að þau sjeu bull. Það virðist augljóst að úthýsa ætti kristni á sömu forsendu en mannrjettindi og umburðarlyndi eru ef til vill rök sem trúmenn sætta sig betur við. Hefði maður haldið. Svo er hins vegar ekki, trúmennirnir vilja ekki beigja sig fyrir mannrjettindum og umburðarlyndi. Væri jeg ekki latur myndi jeg bæta hjer við ívitnun í trúmann um að mannrjettindi og umburðarlyndi Vesturlandi megi þakka kirkjunni. Þess fyrir utan er ein vísun í rakalausan þvætting per færslu yfirdrifið.

Það er merkilegt (en samt ekki) að vesturlandsbúinn sje ekki vaxinn upp úr því að trúa. Það er skemmtilega kaldhæðnislegt að sumir trúmenn líti yfir samfjelagið og sjái firringu, klám og tilgangsleysi og vilji breiða út trú til þess að sporna við því. Kannski ekki hvað síst vegna þess sem segir í metsölubók þessarra manna um bjálka og flísar.

föstudagur, desember 07, 2007

 
Hefðbundna röksemdafærslan fyrir krisslingsítroðslu er eitthvað á þessa leið:
1) Kristni hefur verið lengi á Íslandi
2) Skilningur á kristni er nauðsynlegur menningarlæsi
3) Kristilegt siðgæði er æskilegt

Fátækt var lengi á Íslandi, Ísland var lengi Danmörk, einokunarverslunin var lengi við lýði, á Íslandi tíðkaðist lengi vistarband o.s.frv. Kristinfræðsla snýst ekki um að kenna um kristni sem trú, þannig er t.d. ekki fjallað um endurkomuna, skilyrði himnavistar eða Ágsborgarjátninguna heldur aðeins skemmtisögur úr Biflíunni eins og Gvöð drekkir Egyptum þegar gyðingar flýja yfir Rauðahafið, Gvöð þyrmir Job við eyðingu Sódómu og Gómorru enda bauð hann dóttur sína til hópnauðgunnar o.fl. sögur af svipuðum toga. Þessi menningarlæsiskennsla virðist algerlega mistakast, hver sá sem vísar í biflíusögur í hversdagslífinu kemst fljótt að því. Þess fyrir utan eru tilvísanir í gríska og rómverska goðafræði a.m.k. jafn stór þáttur í vestrænni menningu. Enginn veit hvað kristilegt siðgæði er. Heyrðu jú, það er kærleikur, „Móses minn, ætlarru að drepa þessa skurðgoðadýrkendur þarna?“. En hann kom ekki nema með Jesú.

miðvikudagur, desember 05, 2007

 
We built this city on rock´n´roll
- Jefferson Starship

Helst ég vildi alltaf hlusta á þetta bít,
ef heyrist þessi taktur út á gólfið ég þýt.
Í úrhelli eða sól
alltaf vil ég heyra rock ‘n ról.
- Raggi Bjadna

Mann langar bara að spóka sig í Kaliforníu skartandi purpurarauðum tweed-jakka.

Nútímann vantar fleiri svona lög um eitthvað sem er einlægt og satt.

þriðjudagur, desember 04, 2007

 
Mannkynið á víst að hafa náð gríðarlega langt. Framfarir á öllum sviðum.

Samt eru allir þúnglyndir, nútíminn klám og það er til of mikils mælst að ríkið láti trúboð afskiptalaust.

Þessar framfarir hljóta að vera geymdar í einhverri bók sem enginn hefur lesið.

mánudagur, desember 03, 2007

 
Ísland er víst besta land í heimi skv. SÞ. Af þeirri staðreynd að Ísland fór loxins upp fyrir Norðmenn draga menn svo ýmsar ályktanir. Allt frá því að Davíð Oddsson hafi verið góður forsætisráðherra yfir í það að mikil ósvinna sje að ganga í EB. Enginn virðist átta sig á því að ótækt er að draga nokkrar ályktanir af sætaskiptunum.

Human Development Index (HDI) sem raðar ríkjum svo skemmtilega í bestu og verstu staði í heimi mælir afar fáar breytur með einstaklega grunnum hætti. Efnaleg gæði eru mæld sem logrinn af kaupmáttarveginni landsframleiðslu á mann, heilsa er mæld sem lífslíkur og menntunarstig er reiknað út frá útbreiðslu læsis og hlutfalli þeirra sem skráðir eru skóla.

Augljóslega hávísindalegt og afar vandað. Svona reiknar maður ekki á umslag. Það er líka óþarfi að stressa sig á þúnglyndi, sjálfsvígum, glæpum, tekjuskiptingu eða öðrum þáttum sem mögulegu hafa áhrif á lífsgæði og er auðmælanlegir. Nema kannski í fátækari ríkjunum.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]