Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

 
Framleiðsla á mann á Vesturlöndum er eitthvað um 50-300 sinnum meiri en hún var fyrir 200 árum. Það er einmitt á þeim tíma sem kapítalisminn ruddi sér til rúms.

Það má leiða að því líkum að Ísland sem á meðal þeirra landa sem sé nær 300-földun. Ef áfram héldi með sama hætti yrði landsframleiðsla á mann eftir 200 ár eitthvað á áttundu milljón dollara á mann á ári á verðlagi dagsins í dag.

Ég man eftir flokki sem sagði einhvern tíman að við ættum að hugsa um ófæddar kynslóðir og eitthvað svoleiðis dót. Hvaða betri leið en að ýta duglega undir kapítalismann?

 
Um daginn sá ég viðtal við Björgvin G. Sigurðsson þingmaur samfylkingarinnar. Hann lýsti því yfir í viðtalinu að honum þætti fínt að verja frítíma sínum í hestamennsku. Það er gott hjá honum. Honum fannst ágætt að losna aðeins við pólitíkst þras. Það er gott hjá honum. Af hverju vill maðurinn hins vegar gera pólitískt þras að meginþunga lífs fólksins í gegnum svokallað þáttökulýðræði? Má fólkið ekki bara ríða eins og hann?

mánudagur, nóvember 29, 2004

 
Wir können alles schaffen genau wie die toll
dressierten Affen wir müssen nur wollen
- Wir sind Helden

Á fyrri hluta tuttugustu aldar sökkti kútterinn Dexter kanadíska skipinu I´m Alone. Hið síðarnefnda flutti sprútt frá bresku Hondúras til Bandaríkjanna. Áfengi var á þeim tíma bannað í Bandaríkjum Norður Ameríkut. Smyglskipið ógurlega sökk með manni og mús. Eiga svona tilvik sér nokkuð hliðstæðu í nútímanum?

laugardagur, nóvember 27, 2004

 
Geir Hilmar var fínn í dag. Það er að segja ræðan hans var fín. Svörin við fyrirspurnum síðri. Geir útskýrði reyndar allt í tölum. Ég hefði talað meira um fólkið. Á bakvið tölurnar er fólk og við lækkum skattana fyrir fólkið. Fólkið á það skilið.

Hér má sjá þrjá menn velta fyrir sér hvernig stjórnandstöðunni tókst að láta skattalækkanir ríkisins líta illa út og skattahækkanir R-listans gleymast.

 
Talandi um óhagkvæmni ýmis konar. Í Bandaríkjum Norður Ameríku uppfylla fyrirtæki þörf sína fyrir lánsfé með útgáfu skuldabréfa. Hér á landi eru lánasamningar vinsælli. Hvernig skyldi standa á því? Jú, íslenska ríkið hefur ákveðið að allir sem taka skuldabréfalán skuli greiða stimpilgjald. Skuldabréf og reyndar fleiri viðskiptabréf sem mikið eru notuð erlendis eru fátíð hérlendis vegna skattsins. Leiða má að því líkur að þessi starfsemi valdi óhagkvæmni upp á nokkra milljarða á ári. Jafnvel tugi milljarða.

Fyrir utan óhagkvæmnina er skatturinn afar slæmur fyrir fátæka fólkið. Það er ekki fallegt Sjálfstæðisflokkurinn hefur auðvitað ályktað gegn þessu asnalega gjaldi. Samfylkingin eins og góðum hermikrákum sæmir hefur svo tekið þetta á sína arma.

föstudagur, nóvember 26, 2004

 
Menn eru að tala um að þetta sé knockout. Ég hef nú aldrei verið góður í útlensku.

 
Það er soldið athyglisvert að í upphafi síðustu aldar hafi menn haft áhyggjur af því að tékkar kynnu að skaða einokun á seðlaútgáfu. Það er að tékkar gætu komið í stað seðla. Verðlausir peningar eru orðin rosalega rótgróin stofnun. Í meira en þúsund ár voru allir peningar verðmætir í sjálfu sér, það er voru úr gulli eða öðru verðmætu efni. Í dag má ekki einu sinni fá peninga innleysta í verðmætum. Þeir eru bara verðmætir af því að við trúum því að þeir eru verðmætir. Sem byggir reyndar á þeirri empírísku staðreynd að svo gott sem allir viðurkenna notkun peninga í viðskiptum.

Í James Bond myndunum gera vondu kadlarnir stundum kröfur um að fá greitt í demöntum eða gulli. Þeir höfðu greinilega áhyggjur af því að peningar kynnu að verða verðlausir. Eða Ian Flemming fannst þetta bara meira kúl. Það er nú ekki beint gæfulegt að gera sona kröfur miðað við hvernig demantaviðskipti eiga sér stað í heiminum að krefjast hárra upphæða í demöntum. Að því gefnu að mar vilji ekki láta koma upp um sig. Ekki það að plottið í Bond sé alla jafna mjög skynsamlegt.

Ég er hálfpartinn komin ná þá skoðunn að mannskepnan sé ljótt dýr. Engan vegin tíguleg skepna, feldurinn er hálfrysjóttur, göngulagið álappalegt og þar fram eftir götunum. Kannski ætti ég bara að tala fyrir sjálfan mig.

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

 
Garðar Sverrisson er vinalegur og klár maður. Hann er þess fullviss að höfði ÖBÍ mál gegn íslenska ríkinu og krefjist hálfs milljarðs velferðarbóta árlega verði það auðsótt. Garðar er auðvitað mjög klár. Málið er bara það að til er tvenns konar fólk í heiminum, þeir sem eru löglærðir og þeir sem eru það ekki.

Heilbrigðisráðherra getur ekki bundið löggjafann. Það væri fráleitt. Garðar kadlinn ætti meiri séns á að vinna mál gegn heilbrigðisráðherra persónulega. Verst að Jón er ekki borgunamaður fyrir hálfum milljarði árlega.

 
Eftir olíusamráðið var pínulítið rædd um allt tapið sem varð af samráðinu. Einhverjir urðu reiðir útaf tapinu. Það er svo sem skiljanlegt. Ég lái þeim það ekki.

Þess vegna ætla ég að benda á aðra hluti þar sem verður sona tap. Ófullkominn eignaréttur á aflahlutdeildum veldur nokkru þjóðhagslegu tapi. Gæti numið mörgum milljörðum. Skattar valda þjóðhagslegu tapi. Nemur staðfest mörgum milljörðum, gæti hlaupið á hundruðum. Hér er við hæfi að hafa Laffer-kúrfu:

Ég nenni ekki að útskýra Lafferinn. Þjóðlendulögin munu líklega ekki reynast þjóðhagslega skynsamlega nema þjóðlendurnar verði einkavæddar. Þá eru til ýmsar hömlur á eignarétti sem valda þjóðhagslegu tapi, svo sem skilyrði fyrir námueigendur til að fá framkvæmdaleyfi, skyldur til að láta framkvæma umhverfismöt og ófullkominn eignaréttur af sona ósýnilegum bylgjum sem eru í loftinu.

Hún Britney mín gaf því eitthvað undir fótinn að hún væri ófrísk.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

 
Frá því ég byrjaði í háskólanum er ég búinn að skrifa á annað hundrað blaðsíðna af ritgerðum. Það er segin saga að alltaf skal ég komast að sömu niðurstöðu: Markaðurinn er beztur og á að vera vinsæll. Nema í ritgerðinni þar sem ég bara saman hagræn áhrif sakarreglu og hlutlægrar ábyrgðar, enda kannski ekki mjög pólitískt.

Sr. Örn Bárður var afar dónalegur í garð verzlunarskólanemans sem hann svaraði. Afar óviðeigandi. Sæmir ekki prest. Þess má geta að Örn Bárður deilir mörgum skoðunum með því fólki sem hefur verið uppnefnt hér á landi „trúarofstækislið" og er frægt fyrir að kjósa Georg Bush. Þá er hann evangelikki. Passar bara allt. Sr. Örn er reyndar kommi og í klíkunni biskupsins.

 
Einhvern tíman var mér sögð saga af Japana í þýskunámi. Hann átti í erfiðleikum með framburð og þá sérstaklega reyndist r honum erfitt. Eitt sinn er hann var að segja frá sínu heimalandi lauk hann sögu af miklum hetjudáðum með orðunum: „Dann kamen die Lussen". Mikið held ég að Úkraínumönnum lýði þannig.

Kannski man ég þetta eitthvað vitlaust.

 

Churchill er soddan krútt.

 
Á undanförnum dögum hef ég blótað á síðunni og hrósað Norðamanni einum um of. Ég bið sjálfan mig velvirðingar á þessu hugsunarleysi.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

 
„Afi minn sagði alltaf að heiðarlega fengnar piparkökur væru góðar piparkökur en illa fengnar piparkökur væru vondar piparkökur." Þess vegnar er svo gott að lækka skattana. Þá verða færri illa fengnar piparkökur.

Því miður eru til sona kadlar sem segja eins og Mikki Refur: „Afi þinn var rugludallur!". Það er vitanlega ekki fallegt að segja svona. En þegar menn hafa vondan málstað að verja grípa þeir gjarnan til örþrifaráða.

 
Bráðum munu lög um tekju- og eignaskatt heita bara lög um tekjuskatt. Það er fallegt.

Þá mun fólkið í landinu hafa meira fé á milla handa og eiga auðveldara með að uppfylla þarfir sínar. Það er fallegt.

sunnudagur, nóvember 21, 2004

 

M.a.s. Ofurkonan er á móti sköttum.

 
Þessi tappi er óttalega hress: „Slagorð á borð við ‘mennt er máttur’ verða ansi merkingarlaus þegar ekki má borga það verð sem sett er upp fyrir menntun þeirra sem taka við af okkur. Minni ég í þessum málum á að kennarar eru með 3. ára háskólamenntun að baki. Öll sú umræða um að aðrar stéttir eigi að fá sömu hækkun og kennarar stenst þannig ekki."

Það er alveg rétt hjá honum að það er svo gott sem bannað að borga fyrir menntun. Skólagjöld ættu þó auðvitað að vera sjálfsagt mál. Ég er sammála unga jafnaðarmanninum um það.

Hvað það kemur málinu við að einhverjir kennarar hafi verið þrjú ár í háskóla er illskiljanlegt. Sumir löffræðingar eru sex eða sjö ár í háskóla. Þeir fá samt ekkert meira en hinir sem voru bara í fimm ár í háskóla. Þeir sem eru svo klikkaðir að ná sér í aukaháskólagráðu, t.d. í hagfræði, sagnfræði eða heimspeki fá heldur ekkert meira en hinir. Er það eitthvað ósanngjarnt? Öh, nei.

Það sem skiptir máli er hversu mikið menn geta framleitt. Ef kennarar geta ekki framleitt meira er ekki óeðlilegt að laun þeirra hækki ekki. Þau ættu þá í raun ekki að hækka nema sem svara til hækkanna allra annarra svipað og við á með laun rakara. Það er virði klippingar eykst ekki nema vegna þess að tími fólks verður verðmætari sem þýðir að það sé reiðubúið til að greiða meira fyrir tímasparnaðinn sem felst í því að fara til rakara.

Hressi strákurinn hittir svo naglann á höfuðið þegar hann segir að aðrar stéttir eigi ekki að fá jafn mikið og kennarar. Ummælin um umræðuna og háskólanámið eru eigi að síður furðuleg.

Það er hollt að spyrja sig: af hverju er bókasafnfræðingur á lægri launum en verkfræðingur þrátt fyrir sambærilega tímalengd menntunar?

laugardagur, nóvember 20, 2004

 
Nei sko! Skynsamur Norðmaður. Indælt. Með skynsamur á ég auðvitað við að hann sé sammála mér. Orðið sko kemur þarna fyrir sem brandari enda dönskusletta. Eru ekki allir með?

 
Þetta er svo mjög fallegt. Á þessu er reyndar smá lýti en hvað um það. Þetta er samt fallegt.

Nú þarf hann Geir bara að skera soldið niður.

 
Ályktun UJ sem ber titilinn„UJ fagna fjárframlögum til Samkeppnisstofnunar en fordæma aðgerðaleysi viðskiptaráðherra gagnvart bönkum og tryggingafélögum" er soldið áhugaverð. Fyrir það fyrsta er nafnið auðvitað lengra en ályktunin. Í annan stað er enginn rökstuðningur í ályktununni. Í þriðja lagi er álytkunin röng. Það þarf þó auðvitað ekki að koma á óvart þar sem hún kemr frá UJ.

Ef einhverjum finnst þetta hrokafullt má viðkomandi í leiðinni útskýra fegurðina í ályktununni. Hún fer alveg framhjá mér.

föstudagur, nóvember 19, 2004

 
Er hún Jóhanna bara að hagnýta semi-gúrkutíðina eða er hún eitthvað að plotta? Bæði RÚV og Fréttablaðið voru uppfull af ekki-fréttum af afrekum Jóhönnu. Afrekum er auðvitað full djúpt í árina tekið. Þá er engin helvítis gúrkutíð. Það er nóg að gerast. Fjölmiðlar vilja bara ekki segja fréttir sem koma sér illa fyrir vinstrimenn eða eru ekki sósíalismanum til framdráttar.

Þess má geta að ég er einstaklega léttur í lund í dag.

 
Er lyfjaeftirlit ef til vill bara rugl? Þessir hédna eru amk rugl.


fimmtudagur, nóvember 18, 2004

 
Skemmtileg kenning í mogganum um samráð og samkeppni. Samráð er bara sósíalismi og því óhagkvæmt. Mjög óhefðbundin kenning. Það má reyndar færa einhver rök fyrir henni. Samningakenningar stofnanahagfræðinnar myndu til dæmis renna nokkrum stoðum undir þetta. Það er rosa dýrt að semja um verð og skiptingu markaða. Erfitt er að tryggja eftirfylgni með samningum sem eru ólöglegir. Þá er ekki ólíklegt að sífellt tortryggni sé í gangi þar sem allir halda áfram gæðasamkeppni til að ná í viðskiptavini hinna. Að einhverju leiti er verið að stýra einhverju sem verður ekki stýrt.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

 
Man einhver eftir því þegar VG og samfó vildu endilega fá að vita hvað Alcoa borgar fyrir rafurmagnið sitt? Ekki er vitað til þess að þessir menn hafi skipt um skoðun. Hins vegar er það svo að þegar Alfreð Þorsteinsson býður að eigin sögn lægsta verð sem nokkurn tíman hefur verið boðið til stóriðju á Íslandi er þeim alveg sama hvað menn borga fyrir rafurmagnið sitt.

 
Hresst fólk í Texas.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

 
Fréttablaðið er nú meira sorpið. Fjalla ekkert um skattahækkanir Rækjulistans sem hlýtur auðvitað að vera mál málanna. Verðandi borgarstjóri flutti mjög undarlega ræða á fundi borgarráðs rétt í þessu. Í stuttu máli sagði hún sig og Rækjulistann standa fyrir klassísk gildi Sjálfstæðisstefnunnar sem er auðvitað lygi. Þau eru bara hefðbundnir sósíalistar. Kata Jakobs fær samt prik fyrir frjálslegan klæðaburð.

Önnur vitleysa í fréttablaðinu var svokölluð „fréttaskýring" um einhver lög sem sett voru um kennaraverkfall. Þar var rætt við hina yfirlýstu sósíalista Láru Valgerði og Stráða. Þau týndu til lagasjónarmið sem eru ekki valid og ýjuðu að því að lögin væru eitthvað ekki í lagi. Sögðu það samt ekki. Forkastanleg vinnubrögð.

mánudagur, nóvember 15, 2004

 
Ummæli fyrrverandi tilvonandi borgarstjóra Reykjavíkur í fréttunum voru indæl. Er það engin nýlunda. Maðurinn hefur það helst við sig að vera fyrrverandi kynþokkafyllsti mar á Íslandi. Titill sem ég muni aldrei vinna ef að líkum lætur. Það er líka ólíklegt að ég verði nokkurn tíman fyrrverandi tilvonandi borgarstjóri. Öllum borgarfulltrúum Rækjulistans plús öllum einkavinum Ingibjargar Gísladóttur hefur þó tekist það. Sem er vel af sér vikið.

Ingibjörg er líka fyrrverandi kommúnuhippi og fyrrverandi Harmahlíðarskólanemandi. Auk þess auðvitað að vera fyrrverandi tilvonandi forsætisráðherra og núverandi tilvonandi formannsefni samfylkingarinnar. Allt mjög vel af sér vikið.

 
Þessi lög eru viðbjóður!
.

 
Ég hef tekið upp á þeirri nýlundu að læra. Það er nú bara ágætt. Á meðal annarra nýjunga sem ég hef hugleitt að taka upp í framtíðinni má nefna grænt te, kynlíf og jákvætt viðmót. Fólk sem fer í þann pakka allan virðist reyndar stundum vera svo óþolandi hamingjusamt að ég held að ég forðist þetta enn um sinn.

Schumpeter er snillingur. Ég er ekki viss um að ég muni ná mér eftir að lesa kvikindið. Afar hressandi.

föstudagur, nóvember 12, 2004

 
Myndi einhver segja að þessi maður sé bara pínu geðveikur?

Í 2. gr. gerðardómsfrumvarpinu fína segir: „Hafi aðilar skv. 1. gr. ekki gert með sér kjarasamning fyrir 15. desember 2004 skal Hæstiréttur Íslands tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skal fyrir 31. mars 2005 ákveða kaup og kjör félagsmanna Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands hjá þeim sveitarfélögum sem aðild eiga að launanefnd sveitarfélaga. Ákvarðanir gerðardómsins skulu vera bindandi sem kjarasamningur á milli aðila frá og með 15. desember 2004 og gilda þann tíma sem gerðardómurinn ákveður. Endanlegt uppgjör launa skal fara fram 30. apríl 2005."

Í 3. gr. frumvarpsins segir svo: „Gerðardómurinn skal, við ákvörðun samkvæmt lögum þessum, hafa hliðsjón af almennri þróun á vinnumarkaði frá gerð síðasta kjarasamnings deiluaðila að því leyti sem við á. Við ákvarðanir um laun félagsmanna skv. 1. gr. og önnur starfskjör þeirra skal gerðardómurinn einnig hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð en jafnframt gæta þess að stöðugleika efnahagsmála og forsendum annarra kjarasamninga sé ekki raskað."

Í áðurtilvísaðri frétt á mbl.is segir Eiríkur Jónsson sem er heill á geði: „Við erum búin að eiga í þessari kjarabaráttu í allan þennan tíma og datt í hug að með gerðardómsleið, og forsendum þar sem yrði miðað við sambærilega hópa, gætum við fundið lausn á málinu, sem fæli í sér að gerðardómur yrði kallaður saman strax, fengi einhver alvöru viðmið og ætti að skila af sér fyrir áramót“. Hann er alveg heill á geði, maðurinn er bara ekki læs. Frumvarpið gerir ráð fyrir nákvæmlega því sem Eiríkur er að tala um.

Nema Eiríkur eigi við annað en hann er að tala um. Það er þá kannski honum að kenna að allt er í hnút, hann segir bara það sem honum dettur í hug og fólk af einhverjum ástæðum túlkar það eins og það hljómar en Eiríkur á jafnan við eitthvað allt annað.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

 
Núna er ég að fara í þrjá tíma á sama tíma. Ég ætlaði að mæta í þá alla í ljósi þess að ég get verið á mörgum stöðum á sama tíma en ég hætti við. Læt tvo bara duga.

 
„Ich bin eine Berliner!"

Og útgáfa 1.0 af Firefox er komin út.

Þetta er indælt stríð.

 
Dramadrottning: Maður sem fer út í Höfða til að segja af sér.

mánudagur, nóvember 08, 2004

 
Hefur einhver á tilfinningunni að nú verði kennurum boðið meira en miðlunartillagan felur í sér? Uhh, já. Þess vegna er henni hafnað. Á meðan sveitarfélögin hafa ekki lýst því yfir að dansinn sé búinn munu kennararnir halda áfram. Það er hið minnsta skynsamlegt af þeim gefið að þeir séu rational profit-maximizers. Sem er indælt.

Eiríkur hefur reyndar aðra hagsmuni. Um hann á hin skemmtilega principla agent kenning. Hagsmunir Eika eru ekki hinir sömu og hagsmunir félagsmanna. Hann er á fullum launum með eitthvað um 600-700þ krónur á mánuði, sjálfsagt bætist við yfirvinna vegna samningagerðarinnar. Hann hefur því engan sérstakan hag af því að semja. Hann vill hins vegar halda starfinu sínu og vera endurkjörinn. Þar sem kennararnir vita ekki hvað er rætt á fundum og hversu langt er hægt að ná eða hvað er í boði (það er nánast aldrei tilkynnt) er nóg fyrir Eika að hann líti út fyrir að vera rosa harður og að hann geti náð bestu samningunum. Gaman að því.

Sænskur fræðimaður blés á alla vitleysu um hækkandi vatnsborð í heiminum. Það minnti mig á orð eins af betri prófessorum háskólans: náttúrufræðingar eiga ekki að segja fyrir um public policy. Þessa kenningu má kalla naturalist fallacy eða non-naturlist policy making. Naturalisti á reyndar ekki við hédna en það er fyndið. Hvað um það, téður prófessor benti á máli sínu til stuðnings að alls staðar í heiminum hefðu náttúrufræðingar fengið að stjórna fiskveiðum um áratuga skeið. Miðin áttu það sameiginlegt að tæmast eða stefna á það undir stjórn þessarra manna. Þegar markaðurinn tekur við eins og gerst hefur á Íslandi og við Nýja-Sjáland og víðar hefur hins vegar allt komist á blússandi lens. Það er æði.

Svo er markaðurinn ekki vinsæll! Hvað er það fyrir nokkuð?


Markaðurinn í Krakow er reyndar afar vinsæll enda snotur með eindæmum. Safnið á efri hæðinni er aukinheldur áhugavert.

 
Þár Frelsisdeildin hafin á nýjan leik öllum til almennrar ánægju og yndisauka
.

sunnudagur, nóvember 07, 2004

 
Lúðvík Bergvinsson er æði. Viðtal Illuga Gunnarssonar við hann var æði. Lúlli er svo skemmtilegur. Hvert eftirfarandi atriða er mesta ruglið:

1. Samkeppnisstofnun á að vera sjálfstæð en ráðherra á samt að skipa henni fyrir.
2. Það á að efla samkeppnisstofnun en það þýðir ekki að taka eigi frá henni verkefni sem ekki heyra undir samkeppnismál eða láta hana fá meira fé.
3. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í ríkistjórn á meðan brotin áttu sér stað en líka þegar þau voru upplýst.
4. Menn eiga að sæta ábyrgð en Þórálfur þarf ekkert að gera það en samt. Æ það er svo erfitt að segja það.

Þetta hlýtur að sannfæra mann um að Lúðvík ætti að bjóða sig fram sem formann samfylkingarinnar. Hann er betri bullukollur en Össur. Verst að hann hefur ekki sona bumbu sem má pota í.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

 
Þórálfur fær sona svigrúm. Voða fínt. Hugmyndin er augljóslega að sjá hvað gerist í fjölmiðlum, hvort almenningur vilji reka Þórálf eða hvort Rækju-listinn geti komist upp með að halda honum áfram. Þvílíkt siðferðisþrek hefur ekki sést í manna minnum; „Við gerum aðeins það sem er rétt þá og því aðeins aðeins að það sem er rangt reynist óvinsælt í skoðanakönnunum". Vinstrimenn eru æði.

Páll Gunnar Pálsson forstjóri fjármálaeftirlitsins var einnig að slá í gegn. Menn geta auðvitað ekkert bara selt hlutabréfin sín og farið. Það á auðvitað að skylda stóra eignaraðila til að hugsa til langs tíma. Svo er almennt allt í lagi fyrir fjármálaeftirlitið að brjóta gegn lögmætisreglunni og sona. Enda er það æði. Hvað hét aftur áætlunarráðið í Sovétríkjunum? Gosplan? FME? Æ, þessu er öllu farið að slá saman hjá manni.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

 
Á kosningavöku Bandaríkjamanna var gaman. Ég vorkenni samt bandarískum skattgreiðendum. Ég vona að einhverjum frakkanum hafi liðið eins þegar hann var í veislu á íslenskum menningardögum í París. Það er reyndar ólíklegt þar sem frakkar eru höfðingjasleikjur og gráta enn fall lénsveldinsins. Viva la republic og það allt. Eða eins og franskur prófessor sagði í mín eyru um daginn: „France telecom, do you know it? We are very proud of it" og „administration, we love administration". Á afar stuttum tíma tókst honum að sannfæra mig um allt sem ég hef nokkrun tímann talið mig vita um frakka.

Ég hef enn ekki hitt manninn sem er reiðubúinn til að andæfa rökum mínum gegn Kerry. Það finnst mér ótrúlegt. Eru þau fullkomin? Er fundin niðurstaðan þátttökulýðræðisins? Þurfa ekki allir vinstrimenn að sætta sig við þetta sætti þeir sig á annað borð við þátttökulýðræði? Eða skiptir niðurstaðan kannski máli? Skiptir það máli hvað er rétt? Það breytir reyndar ekki minni niðurstöðu en það er rosa hollt fyrir þátttökulýðræðissinnað fólk að velta því fyrir sér.

Að lokum má geta þess að plottklíka samfylkingarinnar var á kosningavökunni ásamt möðruvallahreyfingunni. „Those were they days my friend/we thought they´d never end". Vantaði bara Brynjólf „hvað varðar okkur um þjóðarhag" Bjarnason.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

 
Breska veðmálastofan Ladbrokes gefur líkurnar 4/6 á sigur Repúblikana en 11/10 á sigur Demókrata.

Á vef Háskólans í Iowa enduðu Bush afleiður í rúmlega 0,50 en Kerry afleiður í tæplega 0,49. Afleiðan: Bush vinnur og hlýtur meirihluta atkvæða þó ekki meira en 52% seldist á rúmlega 0,35 í gær. Samningar um að annar hvor fái meira en 52% heildarfjölda atkvæða eru voru frekar verðlitlir.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]