Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, janúar 31, 2008

 
Í einhverru hinna hallærislegu dagblaða sem gefin eru út á þessu vogskorna skeri lýsti einhver sagnfræðingur (?) þeirri skoðun sinni að Biflían væri vitlaus þýdd. Ætti það ekki síst við um þá staði þar sem minnst væri á dómsdag. Þótti honum orðalagið þar helst til útvatnað og eiginlega ekki eiga við um dómsdag. Maður hlýtur að spyrja sig ef þetta reynist satt: er Jesúm hættur við að koma til jarðar og dæma lifendur og dauða á hinsta degi?

Og ef hann er hættur við, hvert á maður að snúa sjeg með aflausn synda sinna o.fl. í þeim dúr?


Uppsagnir HB á Skaganum vekja upp umræður um kvótakerfið. Uppsagnir í verslun vekja aldrei upp spurningar um eðli verslunar, enginn spyr sig: ættu innfluttar vörur e.t.v. að vera í sameign þjóðarinnar hvar þær bíða á hafnarbakkanum? eða ætti e.t.v. að raða vörum í hillurnar þannig að innihaldsslýsingin snúi út?

Merkilegt nokk, þetta var ekki jafn heimskulegur útúrsnúningur og þetta leit út fyrir að vera.

Á tíunda áratugnum urðu til vinsæl slagorð á borð við „gjafakvóti“ og „sægreifi“ til þess að níða skóinn af útgerðarmönnum. Allt til þess að fela það að andstaðan við kvótakerfið snýst um hagsmuni hinna dreifðu byggða. Hagsmuni sem kerfið getur ekki verndað nema um leið sje fórnað allri hagkvæmni. Landsbyggðarmenn hefðu þá verið illa launaðir starfsmenn efnalítilla fyrirtækja. Og Ísland töluvert fátækara. Það er ekki Kaldor-Hicks hagkvæmi kosturinn.

Þarna var gefið að koma hefði mátt í veg fyrir hnignun byggðanna. Það er hins vegar mjög ólíklegt. Í Noregi eru aflakvótar sem bundnir eru við byggðalög. Þar í landi er mun meira fé varið til byggðamála. Eigi að síður gengur hvorki nje rekur. Stórstígar framfarir í framleiðslutækni í sjávarútvegi hefðu alveg dugað til þess að „rústa“ hinum dreifðu byggðum. Hvort sem hjer er sóknarmarks- eða aflamarkskerfi er einhver að fara að kaupa sjer risastóran togara (á borð við hina fallegu Engey RE) með gríðarlega veiðigetur og vinnsluaðstöðu um borð. Að banna beztu framleiðslutækin myndi svo gera íslenskan fisk of dýran fyrir erlenda kaupendur hans (nema allir í heiminum komi á samskonar banni).

Það er því kannski frekar kapítalisminn sem er að gera útaf við byggðirnar en kvótakerfið per se. Líklega eru íslenskir landsbyggðamenn illa í stakk búnir til þess að stöðva framrás kapítalismans.
Alveg eins og íslenskir bændur voru illa í stakk búnir til þess að koma í veg fyrir að fólkið flytti í hinar dreifðu byggðir (tókst reyndar í næstum 1.000 ár).

miðvikudagur, janúar 30, 2008

 
Skyndimaðurinn útbjó heimatilbúið Ravíóli í gær. Pastagerð er leikur einn. Við sama tækifæri leit skyndimaðurinn í matreiðslubók eftir hr. Oliver. Hr. Oliver er ekki skyndimaður. Hr. Oliver er reyndar tímanlegur maður. Skyndimaðurinn kann því vel. Ravíólíið var gott.

þriðjudagur, janúar 29, 2008

 
Jeg hefi rekið mig á það að fólk bloggar gjarnan um að það hafi ekki tjáð sig um tiltekin málefni. Er það sjálfsagt gert af þjónustulund við óþreyjufulla lesendur. Af þessu tilefni tel jeg því rjett að taka eftirfarandi fram:

- Jeg hef ekki bloggað um ástandið í Kenýa en jeg tel það slæmt.
- Jeg hef ekki bloggað um væntanlegar kosningar í bandaríkjunum en mjer þykja þær lítt áhugaverðar enn sem komið er.
- Jeg hef bloggað um George Gillett og Tom Hicks en mjer lýst illa á þá.
- Jeg hef ekki bloggað um fyrrum fyrirhugað niðurrif húsa við Laugaveg 4 og seks enda forðast jeg að hugleiða skipulagsmál. Dregur það mjög úr vonbrigðum mínum með hvað Reykjavík er ljót.

Enn hef jeg ekki bloggað um Jegello Póllandskonung, verslunarhætti Hansakaupmanna, viðhorf miðaldra karlmanna í Texas til vopnaburðar og sitthvað fleira. Mun verða bætt úr því við hentugleik.

 
Mjer var sagt að Íslandi gæti stundum unnið Dani í hoppiskoppi. Þar sem Danir eru evrópumeistarar í slíkum listum má gera því skóna að Ísland gæti stundum verið það.

mánudagur, janúar 28, 2008

 
Nú má svo sem deila um kynjafræðina í því að vefsíða Landssamtaka kúabænda finnist á ljeninu www.naut.is. Þetta er hins vegar líka áhugavert:

Þetta verðdæmi sýnir betur en flest annað, af hve mikilli hörku verði á mjólkinni hefur verið haldið niðri hér á landi undanfarin ár. Afleiðingin af því er m.a. hærra verð en ella þyrfti að vera á unnum mjólkurvörum, t.d. osti og jógúrt. Mismunur á framlegð einstakra vöruflokka er þar af leiðandi orðin meiri en búandi er við. Það er því brýnt hagsmunamál kúabænda að verðlagning á nýmjólk og skyldum vörum verði færð nær raunveruleikanum.
- BHB á naut.is

Þetta er yndislega afstaða. Íslensku verðin eru óraunveruleg. Raunveruleikurinn er verð sem fall af kostnaði plús álagningu.

Öllu skemmtilegra er kannski hitt sem felst í þessum orðum, þ.e. að eftir að hafa fært álagninguna til (sama heildarálagning) í einhverjum tilgangi er næsta skref að hafa háa álagningu (þ.e. heildarálagninguna).

fimmtudagur, janúar 24, 2008

 
Um helgina gefst íslenskri alþýðu tækifæri á að kynnast nánar tveimur þekktum nöfnum úr samtímanum, þeim Tommy Lee og Slavoj Zizek. Þrátt fyrir að koma úr sitthvori áttinni og vera á misháu plani er eitt sem sameinar þessa ágætu menn. Nú er spurt, hvað er það?

miðvikudagur, janúar 23, 2008

 
Jeg er kannski svona þykkur en jeg næ því bara ekki af hverju leiðtogi litla flokksins má ekki fá aðalvegtylluna? Þegar H.Ás. varð forsætisráðherra var auðvelt að vera á móti því þar sem H.Ás. er svo vafasamur gæji (andstætt hinum vinalega DO). Nú finnst öllum ÓFM voða vinalegur en of atkvæðalítill til að verða borgarstjóri í smá stund.

E.t.v. huxa jeg þetta svona formlega. Reglurnar kveða á um að kjörnir skulu listar og þeir fulltrúar sem þannig veljast skipta með sjer störfum. Svo skemmtilega vill yfirleitt til að meirihluti kjósenda kaus þá fulltrúa sem hafa meirihluta.

Kannski er óeðlilegt að litlu flokkarnir ráði of miklu. En ef þeir hafa góð mál er það ekki alveg í lagi? ÓFM og VÞV hafa reyndar ekki mjög góð mál og þau versna jafnvel þegar málin eru lögð saman.

Hvað um það. Er upphrópunin „ólýðræðislegt“ ekki bara vísun í eitthvað sem fólk á erfiðara með að koma orðum að? Eins og að þetta þyki hallærislegt, óheiðarlegt, óæskilegt, leiðinlegt, miður, ekki stórmannlegt, vafasamt, asnalegt eða fokking rögl?

þriðjudagur, janúar 22, 2008

 
Þegar svona hoppiskopp mót standa yfir er jeg ósköp feginn því að vera ekki íþróttafrjettamaður.

 
Nú kýs fólkið trúða og það fær sirkus.

mánudagur, janúar 21, 2008

 
Brúðguminn var ekkert spes. Þemað var kunnuglegt. Hversleiki, leiði. Flatey er falleg. Gaman að fara á íslenska mynd þar sem maður heyrir hvað fólkið segir. Hvað þessum hóp gengur til með leikriti og bíómynd um tilgangsleysi og leiða nútímamannsins skiptir sjálfsagt ekki máli. Þetta er ekki ádeila, enginn broddur, ekkert. En leikritið er eftir.

Allt út í gráum hárum, en jöxlum fækkar.

Kristján Þór Júlíusson og Atti Kitti Gauj tókust á um sjávarútvegsmál í útvarpinu. Að því loknu sagði spyrilinn góðlátlega að þeir hefðu ekki komist að niðurstöðu, líkt og til að gefa til kynna að viðmælendurnir væru svo hatrammir andstæðingar. Niðurstöðuskorturinn var augljóslega spyrlinum að kenna, hann spurði út í hött. Umræðan varð því eins og allar aðrar um sjávarútvegsmál, fullyrðingar út og suður, þvarg og kjaftvaðall.

En jeg komst að því að Addi er hefðarsinni. Andstaða hans við kvótakerfið snýst um Íslandið sem var. Sem er líklega einnig ástæðan fyrir andstöðu frjálslyndra við útlendinga. Þeir vilja Íslandið sem var. Eru samt í þeirri undarlegu klemmur að vilja kapítalisma en líka ástandið sem var.

sunnudagur, janúar 20, 2008

 
Það jákvæða við hreðjaverkaselluna sem handtekin var í Barselóna hlýtur að vera sú staðreynd að þar unnu saman Pakistanar og Indverjar.

Það er vitaskuld laungu hætt að vera frjettnæmt þegar þeir fremja hreðjaverk hver á öðrum.

miðvikudagur, janúar 16, 2008

 
Liverpool's owners Tom Hicks and George Gillett could be forced to sell the club over a row about debt.
- BBC

Líklega bestu frjettir sem borist hafa af eigendum Liverpúl. Reyndar frekar vandræðalegt fyrir þá að hafa ekki fjármögnunina á hreinu. Þetta vesen þeirra útskýrir reyndar af hverju þeir eru sífellt að niðurfæra framtíðaráform sín. Þessum ágætu mönnum hefur bara færst of mikið í fang.

Frá 1995 hafa allar Norðurlandaþjóðir sem taka þátt nema ein unnið Eurovision. Sumsje fjórir af þrettán sigurvegurum. Á sama tíma hafa fjögur ríki sem segja má að tilheyri A-Evrópu sigrað. Af hverju hefur Skandinavíska klíkan ekki skilað Íslandi sigri?

Og já. Hverjir eru í ísraelsku klíkunni?

Ætti það ekki almennt að vera ógildingarannmarki þegar flokksgæðingar eru skipaðir í opinberar stöður? Eða mega þeir búast við að halda starfinu í ljósi mikilla hagsmuna sinna, rjettmætra væntinga og hvað þetta stjórnsýsludóti heitir allt?

Skemmtilegt hvernig Geir neitar að tala um málið nema í samhengi við ráðningar Össurar. Samfylkingin talar svo ekkert um ráðningar Össurar, nei hún stofnar bara vefsíður til höfuðs ÁMM. Svo hafa allir staðið sig svo ljómandi vel þ.a. þetta er allt í himna lagi. En það hljómar svipað og þegar katólska kirkjan stærir sig af stuðning við vísindi með því að benda á að Galíleo Galílei gjekk í katólskan háskóla.

Hin vandaða fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi (sem er síst einsdæmi í veröldinni) gengur svo vitaskuld út á að leyfa sömu mönnunum að endurtaka svipaðann þvætting kvöld eftir kvöld.

Hvar væri lýðræðið án fjórða valdsins? Eða kannske öllu heldur, hvar er lýðræðið með fjórða valdinu?

mánudagur, janúar 14, 2008

 
„Ekki er nóg með að almennt dragi úr lestri, nú er svo komið að alvörubókmenntir sjást varla lengur á metsölulistum vestanhafs. Ennfremur er talað um endlok leikhússins og dauða sígildrar tónlistar. Menningin drukknar í drullupolli gláps, glamurs og glamúrs. Er dauði hámenningarinnar enn eitt dæmið um framfarir?“
- Stefán Snævarr í lesbók Morgunblaðsins 12. janúar

Greinin Framfarafaraldur er sönn efni sínu og engin framför frá fyrri skrifum höfundar. Annars er voða erfitt að vera ósammála.

föstudagur, janúar 11, 2008

 
61% Chris Dodd
61% Dennis Kucinich
58% Mike Gravel
57% Bill Richardson
55% Barack Obama
55% Ron Paul
55% Joe Biden
53% Hillary Clinton
51% Rudy Giuliani
50% John Edwards
47% John McCain
42% Mitt Romney
38% Mike Huckabee
36% Tom Tancredo
34% Fred Thompson

2008 Presidential Candidate Matching Quiz

Maður er vízt ekki partýhæfur þessa dagana án þess að geta talað um þessar blessuðu kosningar. Demókratarnir eru nokkuð vinsælli hjá mjer en hinir. Tancredo mætti þó alveg fá núll enda er hann vondur maður.

fimmtudagur, janúar 10, 2008

 
Sjónarspil verkalýðshreyfingarinnar er jafn skemmtilegt á hverju einasta ári.

Fyrst lýsir æstasti verkalýðsforkólfurinn yfir að nauðsyn sje mikilla kjarabóta, þá svara talsmaður atvinnurekenda því til að það megi nú ekki setja atvinnulífið á annan endan. Svo lýsir ASÍ því yfir að það þurfi að breyta tilteknum lögum. Reglulega senda svo allir frá yfirlýsingar um hitt og þetta þar til ríkisstjórnin lýsir því yfir að hún muni ekki leiða óskalista ASÍ í lög. Þá er ýjað að því að samningar náist ekki. Um það leiti ljúka hófstilltari verkalýðsfjelögin við samninga sína. Svo nær þrjóskuleikurinn hámarki sem lýkur með samkomulagi ríkisins, verkalýðshreyfingar og atvinnurekandi. Verkalýðsforkólfarnir berja sjer hróðugir á brjóst og stjórnmálamennirnir reyna að líta út fyrir að vera hjartgóðir og skynsamir. Atvinnurekendur bölva í launi en fagna því að samningar hafi náðst.

mánudagur, janúar 07, 2008

 
Almennur kosningarjettur er mistök.

Mjer finnst þykir það alltaf furðulegt að einhver nenni að hafa áhyggjur af framboðsmálum Ástþórs Magnússonar. Er auðveldara að hafa áhyggjur af kostnaðnum af því að hann er svo lágur?

Lýðræðið var þolanlegra þegar handfylli broddborgara kusu hvern annan.

föstudagur, janúar 04, 2008

 
Skemmtileg færsla. Trúmenn bregðast við hjátrú og hindurvitnum með sama hætti og trúlaus maður bregst við trú. Hvernig skyldi standa á því?

fimmtudagur, janúar 03, 2008

 
Ég hef þó aðeins fundið fyrir því að sumir karlmenn óttast bókina, halda að ég sé að reyna að kenna þeim eitthvað og einstaka konur telja að þær séu að ,,skjóta” á eiginmanninn með því að gefa þeim bókina. Skondið!
- Þorgrímur Þráinsson

Afar skondið. Það skondna er vitaskuld ef einhver telur að svona andlaus, yfirborðskennd og rislítil frasageymsla geti bætt eitthvað.

Sömuleiðis var það skondið að Þorgrímur hafi verið ósáttur við að 6.000 manns hafi talið bókin nægilega fyndna aflestrar til þess að gefa hana í jólagjöf. Og að þessi brandarbók verði gefin út á erlendum túngum.

 
Og svo bætti gamli biskupinn við: "Mín trú bannar mér að vera bölsýnn og hamlar gegn því á allan hátt". Þessara orða mættu sem flestir minnast og kannski ekki síst þeir sem um þessar mundir vilja gert sem minnst úr áhrifum kristninnar í samfélagi okkar. Kristin trú hefur ævinlega verið þjóðinni kær, eins og alltaf kemur glöggt í ljós á þessum árstíma, og þannig verður það áfram.
- Geir Hilmar Haarde

Jebbsikonifleks. Mjög hógvært en líka mjög skýrt. Skyndilega þora allir að vera trúmenn opinberlega. M.a.s. Geir sem hefur aldrei þorað neinu á sínum pólitíska ferli.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]